Vera - 01.04.1993, Blaðsíða 20

Vera - 01.04.1993, Blaðsíða 20
HILDUR HELGA SIGURÐARDÓTTIR skrifar frá London „Og þú lítur meira að segja út fyrir að vera ósköp eðlileg kona, ekki ein af þessum herskáu feministum...”, sagði stjórnandi sjónvarps- þáttarins brosandi við ungu konuna sem sat á sófanum hjá honum með barn í fanginu og brosti vandræða- lega við athugasemdina. Og mikið rétt, þetta var ósköp eðlileg kona að sjá. Ástæðan fyrir veru hennar í vinsælum morgunþætti í sjónvarpssal var sú að hún hafði leitað réttar síns fyrir dómstólum eftir að vinnu- veitandi hennar sagði henni upp daginn sem hún til- kynnti honum að hún væri barnshafandi. Konunni voru dæmdar bætur og hefði varla verið boðið í útsendinguna þætti stjórnandanum það ekki harla góð málalok og fréttnæmt hér í landi. Hann sá hins vegar ástæðu til að taka sérstaklega fram í föðurlegum viðurkenningartón, að konan virtist alveg „eðlileg” þótt hún hefði reynst svona „herská”. Nú.jákvæða túlkunin á orðum stjórnandans er auðvitað sú að maðurinn hafi verið að benda áhorfendum á að það væri eðlilegt að konur leituðu réttar síns þegar á þeim væri brotið. Ég kaus hins vegar að leggja þetta út á versta veg, enda í miklu meira samræmi við ríkjandi hugs- unarhátt hér í þessu landi yfirborðsfrjálslyndis og afturhaldssemi, sem er bara skemmtileg í ferðamannabæklingum. Eftir margra ára dvöl hér í Bretlandi er maður farinn að þekkja sitt heimafólk. Fyrir norrænar konur af kynslóðinni sem ólst upp við að feminismi þýddi einfaldlega viðleitni til að stuðla að jafnrétti kynjanna, eru viðhorf til þessara mála hér oft með ólíkindum. Hluta má skrifa á reikning bakslagsins gegn kvenna- baráttu, sem teygir anga sína víða um þessar mundir. En auðvitað eru þarna á ferðinni fordómar sem aldrei fóru langt. Það var bara ekki vinsælt að viðra þá um tíma. En nú er það allt í lagi, ekki síst þegar konur eru að verða fyrir körlum á vinnumarkaðinum í ört vaxandi atvinnuleysi. Nærtækasta dæmið er heimsmynd íjölmiðlanna. Þeir eru uppfullir af kven- hatri karlfauska á öllum aldri, sem virðast ýmist af ásetningi eða ómeðvitaðri hræðslu við konur hafa ákveðið að feminismi felist í því að konur vilji allar gera það sama við alla karlmenn allsstaðar og herskáir Mú- hameðstrúarmenn vilja gera við rithöfundinn Salman Rushdie. Einstaka konur dansa með og kenna „fem- 20

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.