Vera - 01.04.1993, Blaðsíða 15
AFTURKIPPUR
Hvað er maðurinn að segja? Jú,
börn útvinnandi mæðra verða
morðóð og atvinnuleysið sem blasir
við í dag er konum að kenna. Ef
þær hefðu drullast til að halda sig
heima væri ekkert vandamál.
Sem betur fer er von til þess að
þessi skoðun sé ekki útbreidd. í
Lífskjarakönnuninni frá 1990 var
fólk m.a. spurt hvort það teldi að
þegar atvinna væri af skornum
skammti ættu karlmenn frekar rétt
á vinnu en konur. Um þriðjungur
íbúa suður - og vestur-Evrópu og
um íjórðungur Bandarikjamanna
töldu að svo ætti að vera en
einungis 6% íslendinga.
En svona skrif beinast gegn einu
þvf mikilvægasta sem áunnist hefur
i kvennabaráttu á íslandi og hinum
vestræna heimi. Þessi maður er í
raun að ráðast gegn þvi sem er nú-
tímakonum heilagast — frelsi þeirra
tQ að velja. Og ekki nóg með það
heldur gerir hann sér lítið fyrir og
kennir konum um það alvarlega
atvinnuleysi sem hér ríkir. Það
hættulega við þetta er að þegar
svona skoðanir birtast á prenti eru
alltaf einhverjir sem trúa þeim.
ímyndum okkur að þrjár svipaðar
greinar birtust á degi hveijum í
Ijölmiðlum í heilan mánuð. Hvað ætli
margir væru farnir að trúa þessu
þegar mánuðurinn væri á enda?
Teikningar: Áslaug Jónsdóttir
Fjölmiðlar eru vettvangur skoðanaskipta. Sumir
ganga svo langt að kalla þá varðhunda samfélags-
ins, aðrir telja þá einhverja mestu áhrifavalda
samtímans. Hvort sem við trúum þvi að þeir
endurspegli samtimann eða móti hann þá er ljóst
að á hverjum tíma birta þeir ákveðna mynd af
samfélaginu, körlum, börnum og konum.
Hver er sú mynd sem þeir birta af konum og um
leið sú ímynd sem birtist konum? Jú, það er
afskaplega mikið gert úr hinum borgaralegu frúm
sem svifa um fina sali á armi eiginmanna. Ekki
satt? Eða sætum stelpum á Casablanca? Og svo
eru það allar fyrirmyndarkonurnar. Konan sem
sparar stórfé með að gera allt sjálf, hún bakar
brauð og frystir alla afgangana til að nota í
brauðsúpu, býr til kæfu , súrsar, saltar, piprar ...
og svo straujar hún ALLT, vasaklúta, nærbuxur,
sokka, viskustykki og að sjálfsögðu allar bleyj-
urnar!
Allar þessar „kvenlegu" dyggðir!
Heilu síðurnar um sultugerð, slát-
urgerð, taubleyjuþvott, brauð-
bakstur, stofublóm, slæðuhnýt-
ingar, litasamsetningar og fléttulist
(þið vitið, ýmsar aðferðir við að
flétta síða fallega hárið).
Og svo er það allt sem þekktu
konurnar eru að gera. Viðtöl við
þær um græðlingana sem þær eru
að rækta á svölunum, hvernig þær
raða í fataskápinn, hvaða ilmvatn
þær nota, hvort þær sofa í silki og
guð má vita hvað.
Er þetta það sem konur eru að
pæla og sú ímynd sem þær sjálfar
sækjast eftir?
Ef ekki, þá er kominn tími til
þess að konur hisji upp um sig
buxurnar og pilsin og snúi vörn í
sókn gegn boðberum bakslagsins.
Fjölmiðlar breyta hvorki um stíl né
stefnu á meðan konur taka þátt í
leiknum og leyfa þeim að nota sig
sem tæki i andspyrnunni gegn
kvenfrelsi og jafnrétti. Það er á
valdi kvenna sjálfra að stöðva
þessa þróun og það verður að
gerast. Þvi þó að eitt lítið ilm-
vatnsviðtal virðist saklaust þá er
það þráður í vef sem við í and-
varaleysi okkar leyfum andspyrnu-
öílunum að spinna; - vefur sem við
munum að lokum festast í, verði
ekkert að gert. Ása Richardsdóttir
Nýtt í svitalyktarvörnum:
Kristalsteinn
Heilsuval, Barónsstíg 20, hefur hafið innflutning á fullkominni
svitalyktarvörn. Um er að raeða alnáttúrulegan kristalstein, Le
Crystal Naturel Honum er strokið eftir blautum handakrika
eða il á fæti og kemur þá algjörlega í veg fyrirað lyktarbakteríur
kvikni. Engin aukalykt, engin kemísk efni. Fæst i verslunum
sem selja Græðandi Banana Boat linuna.
í Heilsuvali, Barónsstíg 20, fást nú yfir 20 sjampó- og
hárnæringar. Þ.á.m. er Banana Boat hárnæring sem
lýsir háriðá náttúrulegan háttá nokkrum minútum, Naturade
djúphreinsandi 80% Aloe Vera sjampó fyrir venjulegt og
feitt hár, mýkjandi Faith In Nature sjampó úr Jojoba-oliu,
Royal Collecfion lúxussjampó fyrir þu rra hárenda og skaðað
hár vegna permanetts og hárlita, Joe Soap Hair Care
hárlýsandi kamillusjampó fyrir Ijóshærða, Banana Boat
flækjubaninn Hair Guard, nærandi Naturica sjampó,
hágæða GNC Aloe Vera sjampó með lesitini, B-vítamíni,
kamillu og PABA. Fást í verslunum sem selja Græðandi
Banana Boat linuna
Hrukkubaninn
Sænski húðsérfræóingunnn Birgitta Klemohefursettá markað
öfluga hrukkuvörn, Naturica hrukkubanann GLA+, 24. tíma
krem úr glandínsýru (hraðar frumuendurnýjun), Aloe Vera
(inniheldur50steinefniogvitamín),PCA(rakaefni),A-vitamini
(eflirsúrefnisflæði um vefi og verhúðina gegn öldrun) og E-
vitamini (hraðar endurnýjun fruma i ysta húðlaginu og vinnur
gegn exemi og sporiasis).
i Naturica húðverndarlínunni er lika græðandi rakakremið
Hud+kram sem hentar einnig viðkvæmnri húð, þurri, bólóttri
og exemhúð. Naturica húðverndarlínan fæst í Heilsuvali,
Barónsstíg 20, og öllum verslunum sem selja Græðandi
Banana Boat linuna.
NÝTT - NÝTT!
í Heilsuvali, Barónsstíg 20, er stöðugt verið að kynna nýjar
vörur. Nú er farið að selja þar gullfallega islenska
módeleymalokka úr brenndum leir og gómsæta granóla-
barinn Sweet Bar með eplum, hnetum og súkkulaðibitum.
í Heilsuvali er líka boðið upp á hárrækt, megrun o.fl. með
leyser, rafmagnsnuddi og orkupunktum.
Nýtt frá Banana Boat
Nýjungarnar streyma á markað frá Græðandi Banana Boat
línunni. Nú er komið á markað húðnærandi Banana Boat
Dökksólbrunkugel (unnið úr gulrótum) fyrir Ijósaböð,
Banana Boat hreint A-vitamin Retinoi & Beta Karotin.
sem hjálpar húöinni að vinna upp eigin næringarefni, styrkir
frumuhimnumar, mýkir húðina og stillir rakastig hennar,
Banana Boat hreint kollagen & Elastin, sem mýkir og
stinnir húðina og vinna þannig gegn hrukkumyndun,
Banana Boat E-gel fyrir exem og sporiasis, Banana Boat
Bað- & sturtugel án skaðlegra sápuefna, græðandi
Banana Boataugngel, Banana Boat sólbrunkufestir fyrir
Ijósaböðo.m.fl. Nú fæst Banana Boat hreinasta Aloe Vera
gelið á markaðnum (99,7%) i 4 túpu- og brúsastærðum. Verð
frákr.295,- xftjNdNá
HvarfæstGRÆÐANDI LÍNAN?
Reykjavik HEILSUVAL Barónsstig 20, ÁRBÆJAR-APÓTEK,
BORGARAPÓTEK, BREIÐHOLTSAPÓTEK Borgar-
fjöróur BAULAN ísafjöróur STÚDÍÓ DAN Bolungar-
víkiSNYRTISTOFAN ARENA HvammstangLFLOTT
FORM - María Sigurðardóttir Blönduós: APÓTEKIÐ
Sauóárkrókur KÚNST Ólafsfjörður: SIGGA & VALA
Dalvík:SUNNA AkureyrLHEILSUHORNIÐ Húsavik
HILMA Þórshöfn ÞÓRDÍS KRISTJÁNSDÓTTIR Egils-
staðir S M.Á Noskaupstaóur SIGURRÓS RÍKHARÐS-
DÓTTIR Reyðarfjörður HEILSURÆKTIN Eskif|örður
SÓLBAÐSST. INGUNNAR Fáskrúésf)öróur ÍSBLÓM
Höfn APÓTEKIÐ Vestmannaeyjar SÓLSKIN Selfoss
HEILSUHORNIÐ Hveragerói VERSLUN NLFÍ Grindavík
BLÁA LÓNIÐ VogarSÓLARLAMPI Margrétar Helgadóttur
Hafnarfjöróur HEILSUBÚÐIN Kópavogur BERGVAL
15