Vera - 01.04.1993, Blaðsíða 22
EKKERT
EKKERT
GUMMI
GAMAN
Ég horfi á piltinn
og hjarta mitt slær
með örlitlum sting.
Skyldi hann vera
með smokkinn,
það þarfaþing?
(HB)
Aður áttu karlar - einkum
hommar - frekar en konur á
hættu að smitast af eyðni. En nú
smitast sífellt fleirí konur. Hingað
til hefur áróðrinum aðallega verið
beint að körlum en nýlega fóru
alþjóðasamtök gegn eyðni að
snúa sér að konum. Ekkert
gúmmí - ekkert gaman, stendur á
stóru auglýsingaskilti með mynd
af fallegri konu sem situr við borð
á flottu veitingahúsi með smokk í
annarri hendi. Svona auglýsingar
má nú sjá víða í Evrópu.
Eins og flestir vita berst eyðni-
veiran meðal annars með sæði.
Til að koma í veg fýrir smit verða
konur að sjá til þess að sæðið
komist ekki í snertingu við
líkama þeirra. Öruggasta aðferð-
in er að nota smokk.
En eru allir smokkar jafn-
öruggir? Neytendasamtök erlend-
is hafa prófað þá smokka sem
seldir eru og birt niðurstöðurnar í
dagblöðum. í kjölfar einnar slíkr-
ar neytendakönnunar bönnuðu
Frakkar sölu á nokkrum teg-
undum af smokkum. Hér á landi
hafa ekki verið gerðar neinar
slíkar kannanir og fólk kaupir
smokka í þeirri trú að þeir standi
fyrir sínu, þó eflaust séu þeir
misjafnir að gæðum.
Garðar Guðjónsson, upplýs-
ingafulltrúi Neytendasamtak-
anna, segir það ekki að vera á
döfinni hjá þeim að gera
neytendakönnun á smokkum hér
á landi. En ekki er útilokað að
samtökin geri slíka könnun sjái
þau ástæðu til.
Matthías Halldórsson aðstoð-
arlandlæknir er þeirrar skoðunar
að fólk þurfi ekki að efast um
gæði þeirra smokka sem seldir
eru hér á landi. Hann segir að all-
ir innflytjendur smokka á íslandi
leggi nú inn vottorð frá heilbrigð-
isyfirvöldum viðkomandi fram-
leiðslulands. En til þess að koma
í veg fýrir að í framtíðinni verði
seldir lélegir smokkar hyggst
hann kanna hvort landlæknis-
embættið geti veitt smokkum sem
eru með vottorð sérstakan gæða-
stimpil. Ef þessi hugmynd
Matthíasar verður að veruleika
ættu konur að geta verið öruggar
velji þær smokka með gæða-
stimpli landlæknisembættisins.
Smokkar duga ekki endalaust og
konur verða að athuga
dagsetningar á umbúðum
smokkanna áður en þeir eru not-
aðir.
Minna notað af
smokkum hérlendis
Kannanir á notkun smokka hafa
verið gerðar hér á landi en sam-
kvæmt tölum landlæknisembætt-
isins seljast um 450 þúsund
smokkar á ári. „Þetta er eitthvað
minni smokkasala en á hinum
Norðurlöndunum,“ segir Matt-
hías og bætir við að hvetja þurfi
fólk til að nota smokka í meira
mæli.
Aðgangur
að smokkum
Margir sem tekið hafa þátt í
umræðunni undanfarin ár segja
að til þess að auka notkun
smokksins þurfi að vera auðvelt
að nálgast hann. Enn sem komið
er eru þeir aðallega seldir í apó-
tekum og á bensínstöðvum. í
ílestum apótekum þarf fólk að
orða kaupin upphátt við af-
greiðslustúlkurnar og þó svo að
þessar konur séu hinar almenni-
legustu finnst mörgum það erfitt.
Margir hafa líka velt því fýrir sér
hvers vegna ekki er sjálfsaf-
greiðsla á smokkum eins og á
annarri smávöru s.s. dömubind-
um og vitamínum. Einnig hafa
komið fram þær hugmyndir að
selja ætti smokka í leigubílum og
jafnvel hafa þá á boðstólum á
ballstöðum og börum endur-
gjaldslaust.
Það er konum lífsnauðsynlegt
að vera ávallt með smokk við
höndina og krefjast þess að
rekkjunauturinn brúki hann. □
Þórunn Bjarnadóttir
22