Vera - 01.04.1993, Blaðsíða 29

Vera - 01.04.1993, Blaðsíða 29
FJÁRMÁL aldrei fram). Þrátt fyrir að víða sé boðinn staðgreiðsluaf- sláttur kjósa margir að borga meira fyrir vöruna t.d. með því að setja hana á raðgreiðslur í stað þess að fresta kaupum, safna og borga út í hönd. ^ndanfarin ár hefur sparn- aðaráróðurinn dunið á okkur enda eru nú fjölmargir áskrif- endur að einhvers konar sparnaði. Sumir kjósa fasta áskrift að Spariskírteinum rík- issjóðs aðrir leggja inn ákveðna upphæð mánaðarlega á hagstæðar bankabækur eða kaupa einhver verðbréf, sjóðs- bréf eða einingabréf. Upp- hæðirnar sem fólk kýs að spara eru misháar og það er mikilvægt að gera sér grein fyrir kostnaðinum við að spara. Víðast þarf að borga af- greiðslugjald og þeir sem láta skuldfæra sparnaðinn á greiðslukort þurfa að borga greiðslukortafyrirtækinu 1,5% innheimtukostnað af fjár- hæðinni. Er það ekki furðulegt að á sama tíma og menn skammast yfir háum vöxtum bankastofnana þá heyrist aldrei sú krafa að greiðslu- kortafyrirtækin sem moka inn Peningum lækki þjónustugjöld sín? ^að þarf ekki sérstaka spá- dómsgáfu til að spá fyrir um hest fjárútlát sem bíða venju- iegs fólks á lífsleiðinni. Fólk verður að standast þá freist- mgu að grípa til varasjóðsins til að borga fyrir „stóru stund- irnar“ eða aðrar fyrirsjáanlegar uppákomur. Er ferming í vændum? Þá þarf að ákveða hvernig hún á að vera og hvað allt tilstandið má kosta. Síðan er lögð fyrir ákveðin upphæð mánaðarlega fram að hinum stóra degi og efnahagslegu hruni fjölskyldunnar forðað. hví fyrr sem söfnunin hefst því Imgra getur mánaðarinnleggið verið. Það þarf að gera skýran greinarmun á varasjóðnum og skarnmtímasparnaði. Það rná ekki ganga of mikið á vara- sjóðinn ]>ví það er skamm- goður vermir ef hann er upp- urinn þegar fólk sest í helgan stein og ætlar að fara að njóta hans. í raun ætti fólk að láta eins og hann sé ekki til. FERÐASJÓÐIR Margir saumaklúbbar eru með sérstaka ferðasjóði sem þeir vilja að sjálfsögðu ávaxta sem best. Einn þeirra er Sólskríkj- an, en félagar hans hyggjast fara saman í utanlandsferð eftir 1 1 /2 til 2 ár. Sex þeirra hafa borgað óreglulega i sam- eiginlegan sjóð sl. ár og sú sjöunda þorgaði dágóða summu þegar hún kom síðast til landsins. Þær eiga tæpar 90 þúsund krónur núna og eru staðráðnar í að borga reglulega a.m.k. 2000 kr. hver á mánuði héðan í frá. Hvernig eiga þær að ávaxta peningana og skiptir sköpum ef þær hækka mán- aðarsparnaðinn upp í 2500 krónur? Verðbréfamarkaður íslands- banka hf. býður hópum sem vilja vera í reglulegum sparn- aði þá þjónustu, að skuldfæra greiðslukort hópfélaga mánað- arlega og kaupa fyrir pening- ana Sjóðsbréf. Sjóðsbréf 1 eru heppilegustu bréfin í þeim tilvikum þar sem á að spara í stuttan tíma. Þeir hjá VÍB segja að það sé þó ekki heppi- legt að kaupa verðbréf nema gert sé ráð fyrir eignarhalds- tíma i a.m.k. 1-1 1/2 ár til að fá sem besta raunávöxtun. Síðustu mánuði sparnaðar- tímans er heppilegast að leggja inn á bankareikninga. Lág- markssparnaður hjá VíB eru 10 þúsund krónur á mánuði. íslandsbanki býður upp á sérstaka Spariþjónustu með mismunandi sparileiðum. Þjónustufulltrúar bankans leitast við að finna hagstæð- ustu leiðina fyrir hvern og einn. Björg Krístinsdóttir hjá Kaup- þingi mælir með að sauma- klúbburinn kaupi verðbréf, þau er hægt að kaupa fyrir hvaða upphæð sem er og alltaf er hægt að bæta við eignina. Þægilegast er að kaupa Ein- ingabréfin í áskrift og vera með sameiginlegan reikning fyrir alla. Sú sem sér um ferða- sjóðinn sér um að halda þvi aðgreindu hvað hver og ein á. Alltaf er hægt að breyta upp- hæðinni sem greidd er og bréfin eru alltaf laus til útborg- unar. Þó að ekki sé krafist neinnar lágmarksupphæðar þegar keypt eru Einingabréf þá borgar sig ekki að kaupa fyrir minna en 3000 krónur á mán- uði, þvi við hverja afgreiðslu er tekin þóknun sem vegur þyngra í ávöxtuninni eftir þvi sem upphæðin er lægri. Hægt er að greiða með gíróseðli eða greiðslukorti, allt eftir því hvað hverjum og einum hentar. Fimmhundruðkallinn gerir ekki gæfumuninn. Sigrún Bjarnadóttir hjá Handsali hf. segir að stöðug- leiki höfuðstólsins skipti mestu máli i þessu tilfelli og því henti innlánsreikningar bankanna best. „Verðmæti þeirra sveiflast ekki með þreytilegum markaðsvöxtum og binditíminn er sveigjan- legur.“ Hjá Sparisjóðunum er hagstætt að leggja inn á trompbók, öryggisbækur eða bakhjarl. Trompbókin er óverðtryggð og óþundin með 5% vöxtum á óhreyfðri inni- stæðu í mánuðinum, 1,5% vextir á inn og út hreyfingum innan mánaðarins. Öryggis- bókin er óverðtryggð, bundin í eitt ár með 6% vöxtum. Bak- hjarl er verðtiyggður innláns- reikningur sem er bundinn í tvö ár og gefur 7,15% raun- vexti. miður eru fáir sem vita ekki aura sinna tal. Á þessum þrengingartímum ríður á að fara vel með peningana þvi það eru ekki tekjurnar einar sem ráða efnahagslegri farsæld fólks, það skiptir einnig miklu máli hvernig þeim er varið. Það þýðir ekki að láta reka á reiðanum, fólk verður að setja sig inn í eigin íjármál og þá er sjálfsagt að leita aðstoðar hjá sérmenntuðu fólki, annað- hvort í viðskiptabanka sínum eða hjá öðrum peningastofn- unum. Og hafið hugfast að sparibaukurinn hafði rétt fyrir sér um árið þegar hann sagði að betri væri ein króna í banka en tvær i sjoppu. □ RV Myndir: Anna Guðjónsdóttlr 29

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.