Vera - 01.04.1993, Blaðsíða 33

Vera - 01.04.1993, Blaðsíða 33
leyfi sér frekar að kaupa handa sjálfum sér, enda sætir verðið furðu í sam- anburði við fjöldaframleitt glingur sem fæst á hverju götuhorni. íslensk hönnun Engin séríslensk hefð er til í hönnun á skartgripum, segir Katrín. Það hefur líka verið lítið gert fyrir fólk sem hannar á íslandi. Hún nefn- ir Danmörku til viðmiðunar. Þar eiga fullnuma listhönn- uðir, gullsmiðir, arkitektar °g auglýsingateiknarar, svo eitthvað sé nefnt, kost á 60.000 danskra króna styrk á ári, í þrjú ár, til að koma undir sig fótunum. Kannski gengur það hjá þremur af hundrað, en það kemur hin- um einnig til góða, ásamt því að skapa bæði atvinnu og gjaldeyristekjur. Hér á landi er fullt af góðu fólki, en eng- inn fjárstuðningur til að Veita því brautargengi. Það sem stendur til boða er lán uieð háum vöxtum frá iðnlánasjóði handa sumum, annars venjuleg bankalán n'eð veði og tilheyrandi. Þetta verður til þess að uiargir gefast upp og þannig uiissa íslendingar fólk og fara á mis við margt. Hún vísar til Skandinavíu og Þýskalands og segir að þar kunni menn að markaðs- setja hluti og skilji vinnuna á bak við þá, ekki bara handverkið, heldur einnig hugsunina. Msetti höfða meira til ferðamanna Draumur Katrínar er að Reykjavík verði borg með sjarmerandi miðbæ, með fullt af vönduðum verkstæð- um og galleríum, listamið- stöðvum, sérverslunum og börum. Miðbær með kúltúr. Erlendir ferðamenn versla mikið hjá Katrínu. Hún segir að þeir versli við hana vegna þess, að þar fái Þeir nokkuð, sem ekki fæst Unnars staðar. Þar að auki er Yerð á skartgripum lágt á 'slandi miðað við Evrópu og munar allt upp í 15%. Hún stingur upp á því, að þetta verði notað til að höfða til erlendra ferðamanna. Lára Magnúsardóttir <pÝRAGARÐ> í LAUGARDAL STAÐUR FYRIRALLA FJÖLSKYLDUNA ÁRIÐ UM KRING undirtökunum ídímunni viöfjármál fjölskjidunnar ■ Pjónustufulltrúi Landsbankans leiðir þig í allan sannleikann um Fjárhagsáætlun fjölskyldunnar. Þjónustan er þér að kostnaðarlausu. U Bankinn lætur þér í té viðskiptayfirlit síðasta árs gegn vægu gjaldi. Meö þvl að gera fjárhagsáætlanir og haida þannig utan um fjármálin er hægt að draga úr óþarfa útgjöldum. Fjárhagsáætlun fjölskyldunnar er krókur á móti bragði eyðslunnar. Fjárhagsáætlun fjölskyldunnar er mappa með töflu, sem einfalt er að fylla út og sýnir svo ekki verður um villst í hvað peningarnir fara. Notaðu Fjárhagsáætlun fjölskyldunnar og þú berð hærri hlut i glímunni við fjármáiin. jgr Landsbanki [sjands Banki allra landsmanna

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.