Vera - 01.04.1993, Blaðsíða 17

Vera - 01.04.1993, Blaðsíða 17
HVAÐ FINNST FÓLKI UM KVENNABARÁTTUNA? Hefur almenningur sömu skoðun á jafnréttismálum og þeir sem taka virkan þátt í baráttunni? Er verið að bcrjast fyrir réttu málunum? Það iysti mig að vita og fór þvi að hitta fólk og hlusta eftir viðhorfum þess. Fyrst fór ég í framhaldsskóla og hitti Qórar ungar stelpur og eina svolítið eldri. Þær voru varkárar tii að byrja með enda þvi vanar að vera kveðnar í kútinn þegar þessi mál ber á góma. - Ef við stöndum okkur vel þykjum við frekar. Það er aldrei sagt að við séum dug- legar. Strákarnir eru dauð- hræddir við að við tökum stjórnina. Stelpur þykja ekki klárar. Ef okkur vegnar vel hljótum við að hafa blikkað einhvern. Meira að segja kennararnir gera stundum lítið úr okkur og tala um að verkefnin séu ekki kvenmannsverk, segja þær. Ég spyr hvert sé viðhorf þeirra til kvennabaráttunnar. Þær segjast lítið þekkja til en hafa á tilfinningunni að það sé mikil reiði og kergja í þessunr málum. Ein segist þó alltaf taka upp hanskann fyrir konur og kvenfrelsi, en sé spurð, jafnt af stelpum og strákum, hvort hún sé í einhverju kerlingakjaftæði. Sú elsta í hópnum, sem er 15 árum eldri en hinar, segist vera stolt af þeim konum sem berjast fyrir jafnrétti vegna þess að misréttið sé enn rnikið. - En þessi barátta hefur fengið á sig nei- kvæðan stimpil, enda er hún oft á neikvæðum nótum, segir hún. Konur gefast upp ef þær eru alltaf í mótvindi. Ég er viss um að við gætum staðið saman og breytt fjölmörgu ef baráttan fengi jákvætt nafn og jákvæða umfjöllun. - Það eru líka til mörg ljót orð um konur, segir önnur. Ef ég heyri karla nota svona orð sný ég þeim alltaf upp á þá og þeir tiyllast. En þessi orð eru svo algeng að jafnvel konur nota þau. Talið berst að heimilis- störfum og verkaskiptingu. - Bróðir minn gerir aldrei neitt heima. Þeir eru svo verndaðir þessir karlmenn. Við verðum að ala okkar syni öðruvisi upp. - Ég held að mömmur okkar hafi reynt, en gefist upp. Við stelpurnar gerum þetta ósjálfrátt, en það þarf alltaf að jagast í strákunum. - En við vantreystum þeim líka. Við verðum að sýna þeim traust. - Foreldrar mínir hafa alltaf unnið bæði úti og skipt með sér heimilisstörfunum. Það tala allir um hvað pabbi sé duglegur, en það er eins og enginn sjái mömmu. - Mínir foreldrar eru bændur og vinna saman 17

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.