Vera - 01.04.1993, Blaðsíða 32

Vera - 01.04.1993, Blaðsíða 32
ÍSLENSKT VAÐMÁL AT HAFNAKONA U R SILFRI OG KOPAR Á verkstæði sínu við Skólavörðustíginn vinnur Katrín Didriksen við það að vefa málm. Hversu ótrúlega sem það hljómar vefur hún skartgripi úr kopar, silfri, stáli og hrosshári í gömlum barnavefstól. Stundum notar hún ull og lopa með. Hjá henni getur að líta ýmis konar skartgripi, til dæmis nælur og eyrnalokka, sem þola öll veður, allt í hennar sérstaka stíl. Katrín er gullsmiður. Hún er ein þeirra kvenna, sem hefur notið góðs af og notfært sér árangur kvennabaráttunnar og valið sér starf, sem nær eingöngu karlar höfðu aðgang að, til skamms tíma. Katrín segir að viðhorfin hafi breyst mikið á undanförnum árum og nú skipti ekki lengur máli hvors kyns umsækjandi í gullsmíðanám er. Hún lauk sveinsprófi í Gull- og silfursmiðjunni Ernu í Reykjavík 1985, en hélt þá utan, til Kaup- mannahafnar, þar sem hún sótti framhaldsnámskeið í eitt ár, en tók síðan tveggja ára hönnunarnám við Guld- smedhoiskolen þar í borg. Það er skóli sem tekur bara inn útlærða gullsmiði með reynslu í verkstæðisvinnu. Ekki atvinnurekandi Á meðan Katrín var i námi hugsaði hún ekki sérstak- lega um það, hvernig hún ætlaði að haga atvinnu sinni síðar. En að því kom, að námi var lokið og þótt henni byðist vinna erlendis ákvað hún að reyna íyrir sér á íslandi. Til að byija með vann hún ræstingarstörf, en hönnunarnám hjálpar gull- smiði í atvinnuleit ekki mikið. Hún kom sér þvi upp eigin verkstæði, Katrínu gull- smiði á Skólavörðustíg 17b, fyrir rétt tæpum tveimur árum, í maí 1991. Enn- fremur tekur hún þátt í sýningum bæði hérlendis og erlendis og hefur fengið góða gagnrýni í Danmörku. Katrín leggur áherslu á, að hún verði ekki sjálfkrafa atvinnurekandi við það að reka verkstæði og hún er mótfallin hugmyndum um að Iðnaðarmannafélagið og Vinnuveitendasambandið sameinist í einu félagi. Það tekur tvö til þijú ár að sjá hvort dæmið gengur upp. Gullsmíðaverkstæði er ekki eins og fatabúð; gull- smiðurinn er að kynna nýja línu og það tekur sinn tíma. „Þegar konur fara út í svona, gera þær það af hugsjón", segir hún. Hún vill ekki selja annað en sitt. Hún hefur ekki áhuga á að laga sig að markaðinum. Katrin segir að konur kaupi mikið skartgripi hver fyrir aðra. Þeir eru oftast til gjafa. Sú sem á von á gjöfinni lætur vita hvaða gullsmiður höfðar mest til hennar. Katrín reynir að halda verð- inu niðri. Til þess að konur 32

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.