Vera - 01.04.1993, Side 11

Vera - 01.04.1993, Side 11
AFTURKIPPUR ráku sig á hið svo kallaða „gler- þak" (komust ekki alla leið á toppinn), krafan um sömu laun íyrir sambærileg störf fékk æ minni hljómgrunn, tölur um „innrás" kvenna í hátt launaðar stéttir eins og lögfræðinga- og læknastétt voru stórlega ýktar, sífellt minna fé var varið til rann- sókna á mismunandi stöðu kynj- anna á vinnumarkaðinum, verkalýðsfélögin brugðust konum og karlmenn beittu öllum brögð- um til að koma í veg fýrir að kon- ur hösluðu sér völl í hefðbundn- um karlastörfum. Þegar hin gömlu vopn dugðu ekki, t.d. að hengja klámmyndir af konum út um allt, láta þær fá það óþvegið í vinnunni, halda því stöðugt fram að þær gætu ekki og ættu ekki að vera þarna, var gripið til nýrra og þó gamalla ráða: „verndar- ákvæða" og „vísindalegra sann- ana“ um að konur vildu frekar vera í hefðbundnum og illa laun- uðum störfum. HVER Á KVENLÍKAMANN? Á níunda áratugnum fjölgaði þeim sem vildu skerða rétt kvenna til getnaðarvarna og fijáisra fóstureyðinga. Aðalbar- áttumenn gegn fengnum réttind- um á þessu sviði óttuðust aukið kynferðislegt freisi kvenna og litu á kvennahreyfinguna sem helsta andstæðing sinn. Árið 1880 voru fóstureyðingar löglegar í ölium íýlkjum Bandaríkjanna og al- menningsálitið var svo að segja hlutlaust gagnvart þeim. Það var ekki fyrr en kvennahreyfingunni óx fiskur um hrygg að andstaða gegn fóstureyðingum kom upp á yfirborðið. Barneignir móta líf kvenna. Öll viðleitni þeirra til að takmarka barneignir vekur mikil viðbrögð úti í samfélaginu, bæði með og á móti. Þegar árið 1918 sagði hin virta kvenréttindakona Chrystal Eastman að það skipti ekki máli hvaða stefnu innan kvennahreyfingarinnar konur aðhylltust, þær yrðu allar að styðja við bakið á Margaret Sanger sem var einn ötulasti málsvari getnaðarvarna. Uppúr 1980 fjölgaði krossför- um gegn fijálsum fóstureyðing- um með þeim afleiðingum að sífellt fleiri fýlki bönnuðu fóstur- eyðingar og hættu allri kyn- fræðslu í skólum. Mjög var dregið úr fjárveitingum til rannsókna á nýjum getnaðarvörnum og jafn- vel hætt við sumar sem voru langt komnar. Og sífellt meiri áhersla var lögð á rétt fósturvísa og ófæddra barna, oft á kostnað kvenna. Við lok áratugarins hafði fóstrið á mörgum sviðum meiri iagalegan rétt en lifandi barn. í fyrstu voru sett lög sem vörðu fóstrið fýrir utanaðkomandi aðila sem ógnaði móðurinni, en þróunin varð sú að meiri áhersla var lögð á að verja fóstrið fýrir hinni tilvonandi móður, t.d. ef hún fylgdi ekki ráðum læknis, reykti eða drakk áfengi á meðgöngunni. Samtímis því að sjúklingar voru að öðlast laga- legan rétt tii að neita meðferð, töpuðu barnshaf- andi konur sífellt fleiri orrustum í striði sínu við fæðingarlækna. Kona í Chicago sem átti von á þríburum, var bundin niður í sjúkrarúm með hand- og öklajárn eftir að hafa neitað að láta taka börn sín með keisaraskurði fýrir tímann. í stað þess að leyfa henni að fá fæðingarhjálp annars staðar fékk spítaiinn umráðarétt yfir ófæddum börnum hennar og réttarúrskurð urn að neyða hana til að hlýta meðferð. Þegar velja þurfti á miili lífs eða heilsu móður og barns varð sífellt algengara að barnið væri valið. í hefðbundnum karlastörfum lentu konur jafnvel í því að sett væru lög sem vörðu ófædd (og ógetin) börn þeirra. Sum fyrirtæki stilltu konum upp við vegg og sögðu að þær yrðu að velja miili vinnunnar og þess að geta eignast börn. í einu tilviki „völdu" fjórar konur að fara i ófijósemis- aðgerð tii að halda vinnunni, en voru samt reknar. BEYGÐAR EN EKKI BROTNAR Faludi leggur áherslu á að þrátt fyrir alla þessa andspyrnu gegn konum þá hafi þær aldrei gefist upp. Þær héldu áfram að slá hjónabandinu á frest, takmarka barneignir, flykkjast út á vinnu- markaðinn og reyna að samræma mismunandi hiutverk sín. Þótt sjónvarp og kvikmyndir hampi huggulegum heimavinnandi húsmæðrum eins og Hope í þáttunum ÁfertugsalcLrí þá vilja konur frekar horfa á sjálfstæðar og sterkar konur. Þrátt fýrir aukna andstöðu heima og heiman þá varð sífellt íleiri konum ljóst að þær höfðu ekki annað val en að halda áfram baráttu sinni fýrir betra lífi. Þó andspyrnuhreyfingunni tækist kannski að draga kjarkinn úr konum þá tókst ekki að beygja þær. Þvi það var ekki hægt að koma í veg fýrir að konur hlustuðu á sína innri rödd „hvað sem hver segir". Og það var innri röddin sem hvatti konur áfram þegar öli sund virtust lokuð. Það sem háir konum og gerir þeim erfitt um vik, segir Faludi, er að þær gera sér enga grein íýrir þeim völdum sem þær hafa, til dæmis sem neytendur, kjósendur, viðskipta- vinir, lesendur og áhorfendur. Faludi segir að tími kvenna sé iöngu kominn og sigurinn hljóti að vera þeirra því krafan um jafnrétti kvenna og karla sé réttlætismál og verði því aldrei brotin á bak aftur. □ RV Myndskreytingar: Áslaug Jónsdóttlr UM HÖFUNDINN Susan Faludl er bandarísk, fœdd 1960. Hún lauk próti fró Harvard hóskóla I sögu og bókmenntum áriö 1981. Síöan hefur hún unnið sjálfstœtt vlö grelnaskrif, t.d. fyrir The Wall Street Journal. Hún hefur hlotiö fjölda viðurkennlnga fyrir grelnaskrif sín, þ.á m. Pulitzer-verðlaunin 1991 fyrlr fréttaskýringu. Susan Faludl býr í San Franslsco í Kaliforníu. HEYRT UM JAFNRÉTTISMÁL Manneskja sem berst fyrir jafnrétti er útskrifuð úr MH í kringum ’68, búin að læra fé- iagsfræði, illa klædd í komm- únistakiæðnaði með óraun- hæfar skoðanir og kröfur út í hött. í raun vill hún ekki jafn- rétti heldur vill hún snúa öliu við og troða sér alls staðar inn. (Strákar í framhaldsskóla) Feminismi er dulbúinn marx- ismi. Það gengur ekki lengur að markaðssetja þessar hug- myndir undir vörumerkinu sósíalismi því þá þykja þær gamaldags. Fyrir tuttugu ár- um átti kvennabaráttan rétt á sér þvi konur áttu sér bar- áttumái. Nú er hún tíma- skekkja því konur hafa ekkert að berjast fyrir lengur. (Menntamaður um fimmtugt) Ef á að vera jafnrétti ættu konur að ráða öilu í nokkur þúsund ár og svo gætu karlar og konur farið að stjórna saman. (12 ára strákur) Fæðingarorlof og barnabætur eru forréttindi barnafólks. Barnlaust fólk ætti að fá einhver fríðindi í staðinn. Auk þess ætti það að fá auka sum- arleyfisdaga í stað daganna sem barnafólkið er heima hjá veikum börnum. (Menntamaður ó þrítugsaldri) Karlmenn eru farnir að væla yfir því að vera beittir ofbeldi á heimilum. Það er endemis þvæla. Þeir skilja ekki hvað ofbeldi gagnvart konum er. Þeir skilja ekki hvað það er að verða láta í minni pokann fyrir einhverjum sem er líkamlega sterkari. (Fertug kona) Ég veit um fimm stráka sem búa saman. Einn er svolítið húslegur en hinum finnst óþarfi að eyða tíma í að taka til af því að ruslið kemur alltaf aftur. Nú ætla þeir að fá sér au-pair. Ég meina það, manni dettur í hug Soffia frænka og ræningjarnir þrír! (Tvítug stúlka) 11

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.