Vera - 01.04.1993, Blaðsíða 13

Vera - 01.04.1993, Blaðsíða 13
AFTURKIPPUR FÓRNARLÖMB AFTURKIPPSINS EÐA HUGMYNDAFRÆÐINGAR? Susan Faludi segir að kvenkyns fulltrúar hins „móralska meiri- hluta“ í Bandaríkjunum verji nær öllum tíma sínum í að þeytast milli fyrirlestrasala, eða við að skrifa greinar, þar sem þær hvetja konur til að vera heima og sinna börnum og búi af alúð og kostgæfni. „Hinn móralski meiri- hluti“ telur það engum hollt, hvorki konum, börnum né körl- um, að konur séu að vasast mikið á opinberum vettvangi - eins og framákonurnar í mórölsku- hreyfingunni gera. Aðrar konur eiga að vera heima, en sjálfar kunna þær best við sig í hringiðu atvinnulífsins. Samkvæmt boð- skap þeirra er það afar slæmt íyrir börn ef mæðurnar gæta þeirra ekki dag og nótt, en þeirra eigin börn eru þó á dagheimilum eða í umsjá ráðskonu. Fæstar þessara kvenna lifa því í raun í samræmi við það sem þær boða. Ef benda ætti á sambærilegt dæmi hér á landi kemur Rósa Ingólfs fyrst upp í hugann því það er langt frá því að hún sé þessi „fyrirmyndar kona“ sem hún hampar í ræðu og riti. í bók sinni Róswnál segir hún m.a.: „Ég hef meint hvert einasta orð [af því sem hún hefur sagt í blaðavið- tölum, innskot RV[, enda mæti ég alltaf vel undirbúin, og þess vegna hef ég verið óhrædd við að standa fyrir máli mínu. Þetta er jú mín innsta sannfæring! Það er frekar að ég sjái eftir að hafa ekki stundum kveðið enn fastar að orði. Ég hefði til dæmis átt að vera enn harðari í umíjöllun um rauðsokkur og aðrar kvenrétt- indaskessur og segja beint út: „Snautið heim til ykkar!" En ég hélt dálítið aftur af mér. Ég vildi ekki vera gjörsamlega eins og naut í flagi - meðal annars vegna þess að ég stóð ein í þessari baráttu. Það var enginn sem studdi við bakið á mér.“ Á meðan fáir rugla Þórði hús- verði og Ladda saman gera marg- ir ekki greinarmun á Rósu Ingólfs innan sviðs og utan. í skemmtanalífinu hefur Rósu tekist að hasla sér völl sem fjandmaður kvennahreyfingarinnar númer eitt á sama tíma og hún nýtir sér margt úr henni í einkalífinu. Hún vinnur fulla vinnu utan heimilis, auk þess að vera eftirsóttur skemmtikraftur, og er ein með tvö börn. Rósa var ekki tilbúin að færa þær fórnir fyrir hjónabandið sem hún segir að konur eigi að færa (t.d. að hætta að vinna úti). Rósa gerir út á andspyrnuna gegn konum og hefur kvennahreyfinguna að féþúfu. Mörgum finnast frasar Rósu um konur og kvennabaráttu orðnir ansi þreyttir og fáum kvenréttindakonum hefur fundist „kenningar" hennar svaraverðar. Margar hafa líka lúmskt gaman af henni, líkja henni jafnvel við Madonnu sem dregur karlana á tálar, lætur þá halda að þeir séu ofan á, þegar það er í raun og veru hún sem hefur undirtökin. En hvers vegna höfða skemmtiatriði Rósu til þorra almennings (a.m.k. þeirra sem eru í karla- klúbbum)? Hvers vegna seldist bók hennar ekki meira en raun ber vitni? Og hvers vegna hampa sumir fjölmiðlar henni svona mikið? Er það tilviljun að sömu fjölmiðlar hampa einnig Sigríði Dúnu og „sinnaskiptum" hennar? Er eitthvert samhengi milli viðhorfa fjölmiðla og almennings til þessara tveggja kvenna? GOÐSAGAN UM „BROTTREKSTUR“ SIGRÍÐAR DÚNU ÚR KVENNALISTANUM Undanfarin ár hafa fjölmiðlar búið til nokkurs konar „Sigriðar Dúnu syndróm Kvennalistans" þar sem hamrað er á að Kvennalistinn hafi „hafnað" Sigriði Dúnu fyrrverandi þingkonu listans vegna hjónabands hennar og Friðriks Sophussonar. Þegar Kvennalistinn bauð fram í fyrsta sinn árið 1983 voru margir „óbreyttir borgarar" fullir efa- semda um erindi Kristínar Hall- dórsdóttur inn á listann, því hvernig gæti eiginkona Jónasar Kristjánssonar ritstjóra DV verið kvenréttindakona? Það kom íljót- lega í ljós að Kristín gekk ekki erinda hans á þingi og raddirnar hljóðnuðu. í Kvennalistanum hafa konur hvorki verið látnar gjalda þess, né njóta, hveijum þær eru giftar, enda væri slikt fáránlegt. Það var þvi löngu kom- in hefð fyrir þvi að Kvennalista- konur væru giftar körlum með ólikar pólitískar skoðanir þegar Sigríður Dúna og Friðrik tóku saman og því hæpið að kenningin um „höfnun" Sigríðar Dúnu eigi við þau rök að styðjast. Sigríður Dúna hefur sjálf sagt að hún hafi viljað láta skipta sér út og sam- band sitt við Friðrik hafl ekki valdið sér neinum erfiðleikum í starfinu innan kvennahreyfing- arinnar „Slík vantrú á mér sem sjálfstæðri manneskju" segir Sigríður Dúna, „væri heldur ekki i miklu samræmi við hugmyndir Kvennalistans um konur." (Morg- unblaðið 11. júní 1989). Það hlýtur að vera einkamál hverrar konur hvernig og hve lengi hún leggur kvennahreyf- ingunni lið. En er það ekki dæmi um andspyrnu gegn kvenna- hreyfingunni hvernig fjölmiðlar hampa hinum nýja lífsstíl Sigriðar Dúnu með því að gera svona mikið úr starfi hennar sem ráðherrafrúar? Það má vel lesa milli línanna hvernig vissurn mönnum finnst hún hafa séð að sér og sannað hið fornkveðna að aðlaðandi er konan ánægð, allt tal um kvenfrelsi hafi verið orðin tóm. Það hlýtur vægast sagt að vera leiðinlegt fyrir konu sem hefur átt jafn mikinn þátt í að móta nýju kvennahreyfinguna eins og Sigríður Dúna, að lenda í því að vera notuð í baráttunni gegn henni. □ RV 13

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.