Vera - 01.04.1993, Page 16

Vera - 01.04.1993, Page 16
AFTURKIPPUR DÆMI UM AFIURKIPPINN? Þegar ákveöiö var aö taka afturkippinn í kvennabar- áttunni til umfjöllunar vildi ritnefnd Veru leita dœma hérlendis. Eftirfarandi tilvitn- anir eru dœmi úr íslenskri þjóömálaumrœöu. Eru þau dœmi um afturkippinn í kvennabaráttunni? Dœmi nú hver fyrir sig. BIRNA HREIÐARSDÓTTIR, LÖGFRÆÐINGUR Birna gegndi stöðu fram- kvæmdastjóra Jafnréttisráðs síðastliðið haust. Þá sagði hún á landsfundi Kvenréttindafélags íslands: „Jafnréttisbaráttan hefur leitt til tvöfalds vinnuálags kvenna ... úti og heima" - Hvað meinaröu, er vinnuálagið jafnréttisbaráttunni aö kenna? „Jafnréttisbarátta síðustu áratuga opnaði konum leið til mennta og út á vinnumarkað- inn, en verkaskipting á heimil- um hefur því miður ekki verið í takt við þá þróun. Hér kemur eflaust margt til en að þessu leyti stenst ofangreind fullyrð- ing. í Danmörku er atvinnu- þátttaka kvenna svipuð og hér á landi en þar er mun meira jafn- ræði milli kynjanna þegar kemur að verkaskiptingu á heimili. Hvað er til ráða? Ég tel vænleg- ast til árangurs að taka upp skipulagða jafnréttisfræðslu í efri bekkjum grunnskóla og freista þess að ná til ungs fólks meðan það er enn móttækilegt fyrir nýjum stefnum og straum- um.“ ÖRN CLAUSEN, HÆSTARÉTTARLÖGMAÐUR Örn sagði í viðtali við Pressuna um kynferðisafbrot 4. mars sl: „Konur vilja meina að nauðgun sé ofbeldi, en ekki af kynferðislegum toga. Ég held að þetta sé ekki síður hömlu- leysi og dómgreindarleysi. Menn fremja ekki svona brot af því að það sé vandamál að fá kynferðislega útrás á íslandi. Ef við lítum á skemmtistaði á íslandi og sjáum hvernig laus- lætið grasserar - hvernig kven- fólkið hegðar sér - þá sést að það er eitthvað bogið við menn sem þurfa að beita ofbeldi til að hafa sitt fram. Mér er sagt að menn eigi fót- um fjör að launa að sleppa undan kvenfólki á skemmti- stöðum og því miður hefur það viljað loða við íslenskt kven- fólk hvað það er lauslátt." - Ef það er svona auðvelt fyrir karlmenn að fá þaö hjá íslensk- um konum, eins og þú heldur fram, hvers vegna er konum þá nauðgað? „Nú það er eins og ég sagði, þetta eru brenglaðir menn sem fremja svona verknaði." - Þú sagðir einnig að þeir væru oft á tíðum ekki sakhæflr, hvers vegna ekki? „í mjög mörgum tilfellum er þetta svo mikil brenglun að mennirnir geta vart talist sak- hæfir þó svo að íslenskt réttar- kerfi telji svo.“ - Er þetta þá einhvers konar stundarbrjálæði? „Já, það hlýtur að vera, þetta er auðvitað ekkert annað, það slær út í fyrir þeim, þessir menn vita að það kemst upp um þá, þeir geta hlotið allt að 4-5 ára dóm, hvað er þetta annað en stundarbrj álæði?" - En ef þeir eru ekki sak- hæfir, hvað á þá að gera við þá? „Þessir menn þurfa náttúru- lega læknishjálp." - Þú telur nauðgun ekki of- beldi? „Nei, þetta er sambland af brenglun, drykkju og kynferðis- legri þörf sem þeir verða að fá útrás fyrir.“ RITSTJÓRI Ellert sagði eftirfarandi í leiðara DV þann 27. febrúar sl: „í vaxandi mæli gerist það að börn eru án umhyggju og verndar foreldra. Fyrir það fyrsta er krafan sú að báðir foreldrar vinni utan heimilis. Síðan koma aðrar aðstæður til viðbótar. Einstæð foreldri, ábyrgðarleysi, atvinnuleysi, óregla, fátækt, vanþekking og vangeta til að sinna uppeldi..." - Leggur þú einstœð foreldri, sem oftast eru konur, að jöfnu við ábyrgðarleysi, atvinnuleysi, óreglu, fátœkt, vanþekkingu og vangetu til að sinna uppeldi? „Nei, ég er að tala um einstæða foreldra og það verður hver að leggja út af því eins og hann vill sjálfur. Auk þess þarf ég ekki að svara fyrir það sem ég skrifa, það sem er skrifað er skrifað." GUÐRÚN HELGADÓTTIR, ÞINGMAÐUR Guðrún sagði eftirfarandi í um- ræðum um jafnréttismál á Alþingi íyrir nokkrum árum: „Ef við setjumst niður og spyrjum okkur: Hvað hefur breyst til batnaðar? Ég hika ekki við að segja nákvæmlega ekki neitt. Við lifum í heldur verra þjóðfélagi en við gerðum áður. Ég endurtek þetta, hv. þingmenn Kvennalistans. Þjóðfélagið okkar er heldur verra en það var. Hver er ánægðari? Konur? Nei. Karl- menn? Nei. Börnin? Nehei, því sannleikurinn er sá að allt þetta brölt hefur orsakað það að börn landsins og gamal- menni eru útigangsfólk í þjóð- félagi okkar. Það er enginn til að hugsa um þau.“ - Ert þú á móti kvennaóar- áttunni? „Ég er ekki andvíg ábyrgri baráttu fyrir félagslegu jafnrétti kvenna og karla á vinnumark- aðnum, en ég tel að sú barátta verði að haldast í hendur við jafnrétti allra þeirra sem ekki eru þar. Sjálfhverf einhliða barátta íyrir auknum réttindum kvenna án samhengis við nauð- synlegar breytingar á sam- félaginu, er engum til góðs eins og átakanleg dæmi sanna.“ 16

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.