Vera - 01.04.1993, Blaðsíða 34
ÞINGMAL
ÞETTA E R
*
JAFNRETTISMAL
Á þessu þlngi var felld tillaga
Kvennalistans um að ríkis-
stjórnin hlutaðist til um að
auka íslenskukennslu fyrir
innflytjendur. Hvernig hyggj-
umst við íslendingar mæta
sívaxandi samskiptum þjóða
heims? Hvernig eijga innflytj-
endur að gerast Islendingar
ef við gerum þeim ekki kleift
að læra tungu okkar? Sam-
rýmist það íslenskri mál-
stefnu og lýðræðisvitund
þjóðarinnar að til séu
ómálga íslendingar?
Fiöldi nýbúa
á íslandi
Orðið nýbúi kemur sjálfsagt
mörgum spánskt íyrir sjónir.
Þetta nýyrði merkir innflytj-
andi, en þykir heppilegra
vegna þess að það hefur ekki
jafn neikvæðan hljóm. Á
undanförnum árum hefur
aukist að útlendingar sæki
um atvinnu- og dvalarleyfi
hérálandi. Þann l.júlí 1992
voru 11.398 erlendir ríkis-
borgarar og íslenskir ríkis-
borgarar fæddir erlendis
skráðir með lögheimili hér.
Um íjórðungur þeirra, eða tæplega 3000 manns,
hafa flutt hingað á síðastliðnum þremur árum.
Af þessum hópi eru börn undir 16 ára aldri 738.
Hlutfallslega hefur þeim mest íjölgað sem ekki
hafa germanskt mál að móðurmáli. Guðrún J.
Halldórsdóttir, skólastjórí Námsflokkanna og
varaþingkona Kvennalistans er frumkvöðull að
íslenskukennslu íyrir nýbúa. Námsflokkarnir
hafa í samvinnu við Rauða Krossinn kennt
öllum þeim hópum flóttafólks sem íslendingar
hafa tekið á móti. Guðrún telur það jafnréttismál
að nýbúar fái kennslu í íslensku.
- Fýrst við erum að bjóða fólki að koma
hingað verðum við að veita þvi þá þjónustu sem
það þarf til að verða málfarslega fullveðja. Ef við
tökum á móti nýbúum verða börnin þeirra að
standa jafnfætis öðrum börnum. Það kostar
bæði fé og fyrirhöfn, en við höfum ekki efni á
undirmálsfólki, segir hún.
Hrikalegt ástand
Vandi skólakerfisins á þessu sviði er ærinn.
Dæmi eru um að nýbúabörn hafi þvælst i skóla
árum saman án þess að hafa tök á að skilja
nema brot af því sem þar fer fram. íslensk börn
sem flytja heim frá útlöndum, misvel á vegi
stödd í móðurmálinu, fá heldur enga aðstoð.
- Ástandið er hrikalegt, segir Guðrún. í hverri
viku er haft samband við Námsflokkana alls
staðar að af landinu og við beðin um aðstoð.
Sivaxandi hópar barna af erlendum uppruna
eru í skólum landsins. Það eru í fyrsta lagi börn
foreldra sem hafa flutt aftur
heim til íslands. Þau standa
best að vigi. í öðru lagi eru
þetta börn sem flytja hingað
frá löndum þar sem töluð
eru mál skyld íslensku. Þau
standa verr að vígi og lenda
oft í erfiðleikum, til dæmis
einelti. í þriðja lagi eru hér
börn foreldra frá fjarlægum
málsvæðum. Sá hópur
stendur verst að vígi vegna
þess að það er ekki bara
tungumálið heldur líka
hugsunarhátturinn sem er
þeim framandi.
Gildi
móöurmálsins
Tungumálið er spegill sem
bæði einstaklingar og þjóðir
spegla sig í. Tungumálið
setur mark sitt á hugsanir
okkar og afstöðu. Þeir sem
aldrei hafa þurft að nota
erlent tungumál til annars
en panta sér mat á veit-
ingastað gera sér ekki grein
fyrir hvaða áhrif tungumálið
hefur á líðan okkar og sjálfs-
mynd. Þeir átta sig ekki á
hversu erfitt það er að geta
34