Vera - 01.04.1993, Blaðsíða 38

Vera - 01.04.1993, Blaðsíða 38
og friðsælir eins og þetta litla kríli, sagði Ólöf. - Hvað er það eiginlega sem gerist? sagði Jórunn yngri hugsandi. - Það er erfðasyndin, svar- aði Jórunn eldri hraðmælt. - Erfðasyndin? Ertu rugluð, amma mín? Heldurðu að Inga litla sé fædd með einhverjar syndir frá okkur hinum á herðunum? - Amma þin meinar það ekki þannig. Hún á við að tilhneigingin til að gera illt búi í okkur öllum. - Einmitt, hrópaði Jórunn eldri. - Ég get nú ekki ímyndað mér að það sé neitt illt í henni Ingu litlu, sagði Jórunn yngri og horfði á dóttur sína. - Nei, ég held að það sé líka óþarfi að vera að velta því fyrir sér að svo stöddu, sagði móðir hennar hlæjandi. - Ég hef meiri áhyggjur af því hvernig mér sjálfri takist að hugsa um hana. - Uss, það verður allt í lagi, ég sé það á handtökunum, sagði amma hennar. - Heldurðu það? Stundum er ég svo kviðin, sagði Jórunn yngri og horfði á barnið. Jórunn eldri hrökkvið. Hún rásaði inn í eldhúsið, greip kaffikönnuna og setti hana i vaskinn. Þreif viskastykki og flögraði fram í stofu. - Hveiju kvíðirðu, Jórunn mín, spurði Ólöf. - Æ, ég veit það ekki. Þetta er bara svo mikil ábyrgð og fyrstu árin eru það sem börnin búa að allt lífið. Nú fer ég bráðum að vinna og þarf að setja hana frá mér og ef hún er ekki tilbúin til þess getur að- skilnaðurinn gert hana örygg- islausa. - Ég held að þú þurfir ekki að hafa áhyggjur af þvi ef þú finnur góða dagmömmu. - Brjóstagjöfin fer öll úr skorðum. - Hún verður orðin nærri hálfs árs, það ætti ekki að gera henni neitt. - Ég er stundum að hugsa um hvort ég eigi ekki bara að segja upp starfinu og vera heima hjá henni. Gefa mér tíma til að hugsa almennilega um hana. - Ég er nú hrædd um að það verði erfitt fyrir ykkur að lifa af kaupinu hans Hallsteins ein- göngu. Afborganirnar af íbúð- inni eru svo háar, sagði Ólöf. - Kannski eru þetta bara draumórar. En mér finnst að ég muni geta sparað ýmislegt með þvi að vera heima. Þá þarf ég ekki að borga dagmömm- unni og bensínkostnaðurinn yrði lægri. Svo mundi ég bara nota taubleyjur. - Já, eins og ég gerði, tónaði Jórunn eldri í hrifningu. - Ég mundi elda hollan mat og baka mitt eigið brauð úr lífrænt ræktuðu mjöli. Vigga sem er með mér í bijósta- mæðrahópnum ætlar að koma með fullt af uppskriftum á morgun. - Afturhvarf tif náttúrunn- ar! Ólöfbrosti. - Ég held að það sé nauð- synlegt, svaraði dóttirin með ákafa. - Það er svo hræðileg tilhugsun að maður sé að fylla jiessa litlu kroppa af gervi - og rotvarnarefnum. Vigga á vin- konu sem hefur alltaf passað upp á þetta og hún var með stelpuna sína á bijósti þangað til hún byijaði í leikskóla. Nú er stelpan orðin fimm ára og hún hefur bara einu sinni fengið kvef. - Nei er það! Þetta er alveg eins og mamma. Hún hafði Ingimar bróður á brjósti í þrjú ár af því að það voru ekki til neinar túttur fyrir vestan, sagði Jórunn eldri og strauk viskastykkinu eldsnöggt yfir bakið á stólnum sem hún stóð við. - Af hveiju sestu ekki, mamma mín, og lætur fara vel um þig þessa stund sem við stöldrum við, sagði Ólöf. - Ég er að laga kaffið. Jór- unn eldri hentist fram í eldhús og skrúfaði frá krananum. Fyllti geyminn á rafmagns- könnunni af vatni, gleymdi sér og trítlaði inn í stofu. Jórunn yngri var búin að leggja Ingu litlu á öxl sér og klappaði létt á bakið á henni. - Þetta er svo mikil ábyrgð. Ef ég geri smá mistök getur farið svo að hún bíði þess aldrei bætur, sagði hún. Okkur verður öllum eitthvað á. Þér vex þetta bara í augum af þvi að þú ert ekki búin að jafna þig almennilega eftir fæðinguna. Það tekur nokkra mánuði, sagði Ólöf hughreystandi. - Þið eigið gott að vera búnar að koma börnunum ykkar upp og þurfa ekki að hafa áhyggjur af þeim lengur, andvarpaði Jórunn yngri. Jórunn eldri kipptist við. Flokkur skæruliða marséraði af stað út úr geymslunni og sótti að henni. Hún sló viska- stykkinu þéttingsfast út í loftið og tvístraði þeim. - Gott og gott. Nú verðum við að lifa með afleiðingunum af mistökunum. Þetta er allt búið og gert og við fáum engu breytt hér eftir, sagði Ólöf. - Það er alveg rétt. Við fáum engu breytt og þess vegna er best að vera ekkert að hugsa um það, æpti Jórunn eldri. - Amma mín, það er nú kannski ekki hægt að byrgja svoleiðis lagað inni endalaust. Ég held að það sé betra að horfast í augu við það og reyna að vinna úr því, sagði nafna hennar og lagði dótturina aftur á bijóst. Jórunn eldri tók undir sig stökk fram í eldhús. Hún opnaði nokkra skápa, fálmaði eftir kuski með viskastykkinu og þreif kaffibaukinn út úr einum og stakk honum inn í annan. Hún dundaði dágóða stund við skápana og gætti þess að loka þeim öllum kyrfilega áður en hún fór aftur inn í stofu. - ... þessi endalausa sektar- kennd nagar allt innan úr manni. Mér fannst ég mega til með að gera eitthvað í málinu. Ég er ekki fimmtug enn og get ekki hugsað mér að vera með ósýnilegan hauspoka það sem ég á eftir ólifað, heyrði hún Ólöfu segja. - Mér finnst þetta frábært hjá þér, mamma. Hanna vin- kona mín er í svona sjálfs- styrkingarhópi og hún segir að það hafi hjálpað sér ótrúlega mikið. - Mér finnst það vera þess virði að reyna, svaraði Ólöf. - Veit pabbi að þú ert að fara í þetta? - Já, ég held að hann hafi verið hálfundrandi enda skilur hann ekki vandamálið. Þess- um karlmönnum er svo lagið að fria sig af ábyrgð þegar manneskjur eru annars vegar. - Þú leyfir mér að fylgjast með hvernig gengur. Hvenær byijarðu? - Annað kvöld og þú mátt hugsa vel til mín. Eg er með svolítið í maganum, sagði Ólöf og þrýsti kviðinn. - Æ, er þér illt í maganum. Á ég að hræra þér matarsóda í vatni, mér finnst það svo gott þegar ég fæ í magann, sagði Jórunn eldri og tók kipp i áttina að eldhúsinu. - Nei, nei, það er ekkert svo- leiðis, sagði Ólöf hlæjandi. - Svona svona, nú er hún búin að næra sig, sagði Jór- unn yngri og horfði með ástúð á barnið. - Er þá ekki röðin komin að okkur? Varstu með kaffi, mamma mín? spurði Ólöf - Nei, nú skal ég alveg ... Móðir hennar snerist á hæli. - Nei, vertu ekkert að hafa fyrir því, amma mín. Ég er að flýta mér. Við erum að fara með hana í barnasundið á eftir, sagði Jórunn yngri. - Æ, eruð þið að fara, ég átti eftir að tala um svo margt ... Það er geymslan ... - Hvað er nú með geymsl- una? spurði Ólöf. - Lásinn, hann er ónýtur og húsvörðurinn ... þú veist það þýðir ekkert ... æ, það skilur þetta enginn ... - Ég lít á geymsluna á leiðinni út. Ef lásinn er ónýtur skal ég kaupa nýjan. - Ætlarðu að gera það? Jór- unn eldri varp öndinni léttara. - Hann skilur þetta ekki húsvörðurinn. Dyr eru til þess að læsa þeim, sumt þarf að læsa úti og annað að læsa inni, bætti hún við í trúnaði. Jórunn yngri horfði á ömmu sína. - Amma mín, dyr eru ekki bara til að læsa þeim. Stund- um þarf að opna þær. Hún kyssti gömlu konuna og fór út á hæla móður sinni með barnið í fanginu. Jórunn eldri lokaði hurðinni kyrfilega. Svo tvílæsti hún og setti örygg- iskeðjuna fyrir. □ Framhald í nœstu Veru. Teikning Sigurborg Stefónsdóttir Iðunn Steinsdóttir skrlfar fyrsta hluta framhaldssögunnar sem nokkrar sögukonur hafa teklð að sér að skrlfa fyrir Veru. Fyrsta bók Iðunnar Knóir krakkar kom út 1982. Síðan hefur hún skrifað ó annan tug barnabóka. Sumar bóka sinna telur hún þó nólgast að vera fullorðins- bœkur, en þar sem hún hafl verlð markaðssett sem barnabókahöf- undur teljist bœkur hennar til barna- bóka. Iðunn hefur skrifað nokkur leikrit í samvinnu við Kristínu, systur sína. Mó þar nefna Síldin kemur og síldin fer og 19. júní. Nýjasta bók Iðunnar heitir Fjórsjóður 1 Utsölum. □ IÐUNN SPINNUR SÖGUÞRÁÐ 38

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.