Vera - 01.04.1993, Blaðsíða 30

Vera - 01.04.1993, Blaðsíða 30
FJÁRMÁL KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR SKRIFAR UM FJÁRMÁL H JÁLP É G E R ALLTAF BLÖNK Nýlega hitti ég gamla kunn- ingjakonu mína á förnum vegi. Hún var heldur daufleg að sjá. Hún sagðist vera þreytt á ástandinu og peningaleysið væri að gera út af við sig. Á öðrum degi mánaðarins væri hún ekki bara blönk heldur með yfirdráttinn fullnýttan. - Þú verður að segja mér hvað ég get gert til að komast úr úr þessu, sagði hún. - Ertu tilbúin að fara í erfiðar aðgerðir til að snúa þessu við? spurði ég. - Það getur varla orðið verra, þetta ástand er að gera mig brjálaða. Ég velti málinu íyrir mér um stund, en sagði svo að hún yrði að skera niður útgjöld og spara í langan tíma. Hún svar- aði vonleysislega að hún hefði reynt, en alltaf misst á því tökin og kortið hefði líka hjálpað henni til þess. - Þú verður að byija á að skoða og skilgreina ástandið, sagði ég. Þú þarft að gera áætl- un um útgjöld - bæði fastar mánaðarlegar greiðslur og neyslu. Taktu niður allar fast- ar reglulegar greiðslur, áætl- aðu liði sem eru reglulegir en misháir, húsnæðiskostnað, af- borganir, hita, rafmagn, síma, áskriftir o. fl. Eru þarna liðir sem þú getur og treystir þér til að fella niður? Viltu til dæmis hætta að kaupa dagblöð í nokkurn tíma? Skoðaðu þessa liði vel. Passaðu þig að bæta ekki við nýjum afborgunum. Ég mæli ekki með gömlu ís- lensku aðferðinni að taka nýtt lán til að rétta sig af. Þá hefur ekkert breyst nema nýjar afborganir og vaxtakostnaður bætist við. Þegar þú dregur reglulega kostnaðinn frá út- borguðum launum þínum sérðu hvað þú ættir að hafa til ráðstöfunar. Nú þarftu að áætla neyslu þína næstu tvo til þijá mánuði. Taktu einn mán- uð í senn. Áætlaðu alla liði, reyndu að tína allt til. Þú getur notað upplýsingar af korta- nótunum og úr heftinu þínu ef þú heldur ekki heimilisbók- hald. Gleymdu ekki afmælum, giftingum og fermingum. Ef þú nú lítur yfir þessa áætluðu neyslu er hún þá raunhæf? Er eitthvað þarna sem þú getur breytt? Nú ertu tilbúin að setja þér markmið. Að hveiju viltu stefna? Ná yfirdrættinum nið- ur í núll á einum eða tveimur mánuðum? Draga kortareikn- inginn niður í ákveðið lág- mark? Settu þér raunhæf markmið sem þú getur náð án þess að líða píslir. Með hliðsjón af markmiðinu og endurskoð- aðri áætluninni um neysluna þarftu að festa ákveðnar upp- hæðir á hvern neysluþátt. Beittu þig hörðu til að halda þig innan áætlunarinnar. Færðu bókhald. Endurskoð- aðu áætlunina strax í lok mánaðarins. Getur hún gengið eða þarf að breyta einhverjum liðum? Þarf kannski að breyta markmiðinu lítillega? í sumum bönkum er hægt að fá sérstakt eyðublað til að gera á fjárhags- áætlun. Það eru til ýmis gömul húsráð um sparnað sem sakar ekki að hafa í huga. Til dæmis að gera nákvæman matseðil íýrir vikuna og versla í hann en ekki annan mat í óvissar birgð- ir. Fara aldrei svöng í innkaup. Gera lista yfir ódýrar máltíðir, nota oft það besta af honum. Hafa með sér nesti fremur en kaupa dýrt snarl eða mat í vinnunni. Hafa skynsemina með sér í innkaup fremur en leiðann - reyna ekki að kaupa eitthvað sér til skemmtunar, huggunar eða til að bæta upp leiða tilverunnar. Slíkar hugg- anir reynast oft skammvinnar, áhrifin á budduna eru yfirleitt langvinnari. Þess vegna er það líka mikilvægt í svona erfiðri endurskipulagningu að þú munir eftir sjálfri þér. Lestu góðar bækur sem þú átt ólesnar heima eða færð að láni, hittu góða vini og skemmtilegt fólk, farðu á sýn- ingar eða hvað annað sem kostar litið en er þér til skemmtunar. Verstu óvinir þínir eru ákvarðanir sem þú tekur þegar þú ert hungruð, leið og döpur eða í uppnámi. Forðastu að fara að versla í slíku ástandi. Þegar þú hugar að stærri innkaupum skaltu spyija sjálfa þig hvort þau séu óhjákvæmileg og hvort |iú getir staðið undir íjárfestingunni annaðhvort með auknum sparnaði eða auknum tekjum. Hún hafði hlustað á mig af mikilli athygli langa stund. Mér ílaug í hug að hún hefði ef til vill viljað stutt og yfirborðs- kennt svar. Hún leit snöggt á mig, ákveðin á svip og sagði: - Ég ætla að reyna þetta. Ég hef allt að vinna og engu að tapa! □ Telkning: Anna Guöjónsdóttir 30

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.