Vera - 01.04.1993, Blaðsíða 8

Vera - 01.04.1993, Blaðsíða 8
„Hvílíkt lón aö vera kona í lok tuttugusta aldar." Þaö glymur aö minnsta kosti ó okkur. Allar hindr- anir eru úr vegi, fullvissa stjórn- mólamenn okkur um. Konur hafa „meikaö það" fagna tískusíöurnar. Bardtta kvenna fyrir jafnrétti hefur „aö mestu verið unnin" tilkynnir Time tímaritiö. Faröu í þann háskóla sem hugur þinn stendur til, fáöu vinnu hjá hvaöa lögfrceöi- stofu sem þú vilt, scektu um lán hjá hvaöa banka sem er. Konur hafa svo mörg tcekifceri núna, segja forstjórar fyrirtcekja, aö viö þörfn- umst í raun ekki jafnréttisáœtlana. Konur og karlar eru svo jöfn núna, segja stjórnmálamenn, aö viö höf- um ekkert að gera viö jafnréttis- löggjöf. ...Á sama tima og menn fagna áfangasigrum kvenna fá þcer ný og ógnvœnleg skilaboö; þaö má vel vera aö konur njóti frelsis og jafnréttis, en þeim hefur aldrei liöiö verr. Fjölmiðlar keppast viö aö sannfœra konur um aö þeim líði illa og aö jafnrétti sé í raun undirrót alls ills. Þaö er því aö kenna aö menntaðar konur eru „útbrunnar" og útivinnandi konur þjást af streitu, hárlosi, drykkjusýki, taugaveiklun og ófrjósemi. Ein- hleypar konur eru hrjáöar af karlmannseklu, barnlausar konur eru þunglyndar og örvinglaöar. Þetta eru upphafsorð bókar Sus- an Faludi, Backlash The Unde- clared War Against Women sem gæti þýtt á íslensku; Afturkippur, óyfirlýst strið á hendur konum. Bókin sem kom íýrst út í október 1991 í Bandaríkjunum er talin tímamótaverk og hefur farið sigurför um heiminn. í bókinni fullyrðir Faludi að kom- in sé upp andspyrna gegn jafn- rétti í heimalandi sínu og víðar. Þessi „andspyrnuhreyfing" hefur það markmið að grafa undan því sem áunnist hefur í jafnréttis- málum til að stöðva sókn kvenna til frekara jafnréttis. Hér er ekki um skipulagt samsæri að ræða og það gerir konum enn erfiðara um vik. Kvennahreyfingunni, sem á upptök sín í Bandaríkjunum, hefur tekist að efla sjálfsvitund kvenna og nú er staðan sú að sí- fellt fleiri konur, ekki aðeins þær sem telja sig feminista, aðhyllast grundvallar markmið kvenna- hreyfingarinnar. Það er einmitt ástæðan fýrir afturkippnum sem bandariskar konur mega þola í dag. Árið 1982 var jafnréttislög- gjöíin felld í bandaríska þinginu og lög um bann við kynjamis- munun hafa verið virt að vettugi. Það er engin opinber stefna til í Bandaríkjunum í fæðingarorlofs- og dagvistarmálum. Menn hafa skynjað áhrifamátt kvennahreyf- ingarinnar og ákveðið að svara fyrir sig og grafa undan samstöðu kvenna. Faludi rekur hvernig íjölmiðl- ar hafa gleypt við þeirri lygi að jafnrétti sé skaðlegt og margir fræðimenn og rithöfundar tekið undir áróðurinn. Meira að segja gamla kvenfrelsiskempan Betty Friedan hefur gengið til liðs við áróðursöflin og boðar að nú- tímakonur þjáist af sjálfsmyndar- kreppu og „nýju nafnlausu vandamáli". Áróðurinn er lævis og beitir fýrir sig blöðum, tímaritum, útvarpi, sjónvarpi, kvikmyndum og tísku - svo eitthvað sé nefnt. Nú er svo komið að margar konur eru farnar að trúa því að aukið jafnrétti sé ekki af hinu góða. Ef jafnréttið er í höfn, spyr Faludi, hvernig stendur þá á því að það eru mun meiri likur til þess að konur séu fátækar? Hví geta konur ekki náð jafnrétti á vinnumarkaði? Af hveiju er sífellt verið að reyna að takmarka rétt- inn til getnaðarvarna og fijálsra fóstureyðinga? Því í ósköpunum sækja konur enn í hefðbundin „kvennafög" og eiga síður kost á styrkjum en karlar? Hvers vegna hvíla heimilisstörfin enn á herð- um kvenna? 8

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.