Vera - 01.04.1993, Qupperneq 18

Vera - 01.04.1993, Qupperneq 18
AFTURKIPPUR allan daginn. Á kvöldin liggur pabbi í sófanum en mamma gerir húsverkin. Hann getur ekki skilið að mamma vinnur líka úti, jafnvel þó að þau standi hlið við hlið allan daginn. - Ég held að það sé langt í jafnrétti á heimilinu, segir sú elsta. Ég bý með þriðja manninum og mér finnst sárt að þurfa að segja það, en ég lít á karlmenn sem börn. - Ég held að það sé miklu betra að eiga hjásvæfil úti í bæ, segir önnur. Ég hef alltaf séð fyrir mér að ég yrði einstæð móðir. En mér finnst sorglegt hvernig litið er á konur sem búa einar. Ég fór á vinnustað til að vinna verkefni fyrir skólann og um kvöldið hringdi þaðan maður, þekktur maður í þjóðfélaginu, og vildi fá að heimsækja mig. Mér finnst grátlegt að geta ekki talað við karlmenn án þess að þeir séu komnir ofan i strenginn hjá manni. Ein stelpnanna er lesbía í sambúð með eldri konu. Hún segir að almennt um- beri fólk samband þeirra en ræði það aldrei af fyrra bragði. - Svo eru margir sem segjast vera fordómalausir, en um leið og maður snýr við þeim bakinu er farið að pískra. Annars er mörgum sama ef maður er ekkert að reyna við þá, en það er alltaf gengið út frá þvi að maður sé kynóður. - Ég fékk tár í augum um daginn, segir önnur, þegar stelpa hér í skólanum fór upp í ræðustól niðri á sal og lýsti þvi yfir að hún væri lesbía. Þvílíkt hugrekki! Stelpurnar eru komnar á skrið og næstum óstöðvandi. - Þegar ég fer að hugsa um það er ég alveg gáttuð á hvað lítið er talað um jafnréttismál. Mér finnst vanta umræðuhópa. Það þyrfti að vinna að þessu í mörgum litlum hópum. - Það er rosalega mikið unnið í þessum málum án þess að maður viti af því, alla vega ráð og stofnanir sem maður veit ekkert hvað eru að gera. - Ég myndi vilja vera í einhveijum umræðuhópi. Það er svo gaman að tala um þetta. Ég sé að ég verð að fara að pæla miklu meira í þessu með jafnrétti, segir ein og endirinn varð sá að þær ákváðu að stofna umræðuhóp um jafnrétti. Nokkrum dögum seinna hitti ég sex stráka úr sama framhaldsskóla. Þeir hafa ákveðnar skoð- anir og liggja ekkert á þeim. Fyrst berst talið að útivinnandi konum og húsmæðrum. - Það er að mörgu leyti óhagkvæmt að kerlingar fari út að vinna, af því að þá þarf að borga fyrir pössun og slíkt. Rauðsokkur eru búnar að gera svo lítið úr húsmóðurstarfinu með því að tala niðrandi um það. Staðreyndin er sú að það er ekkert niðurlægjandi að vera húsmóðir. Það er fínt starf, segja strákarnir sem gætu allir hugsað sér að vera húsfeður ef þeir ættu íyrirvinnu. - Hitt er svo annað mál að konur eru betur til þess fallnar að hugsa um börnin af því að þær geta veitt þeim móðurást. Við erum ekkert hræddir við húsmóðurstarfið, það er bæði gefandi og skemmtilegt, en við teljum að það eigi betur við konur. Það er eðli konunnar að vera heima. Kvenréttindakonurnar gleyma því að þetta er mikilvægasta starf sem til er og þær hafa spillt öðrum konum. Allir eru sammála um þetta nema einn sem bendir á að það sé ekki eingöngu rauðsokkum að kenna að konur vinni úti, heldur ráði launa- kjör miklu um atvinnuþátttökuna. Auk þess hafi til dæmis heimsstyijaldirnar haft áhrif á þessi mál. Hann nefnir það líka að konur ráði ef til vill ekki svo miklu um hvort þær séu heima eða vinni úti. - Auðvitað hafa þær val, segja hinir. Ekki viljum við negla þær inn á heimilin. En einhver verður að vera heima. Börn hafa ekki gott af því að alast upp á stofnunum, það hafa bæði félags- og afbrotafræðingar sannað. En hins vegar verða hjón að leysa þetta vandamál í sameiningu. En er ekki nokkuð ljóst hver lausn þeirra verður ef konan hefur lægri laun en maðurinn?, spyr ég. - Ég held að launamis- rétti sé ekki til staðar á ís- landi í dag, segir einn þeirra. - Það er mjög mikið launamisrétti, segir sá með- vitaði. Ég skrifaði um það ritgerð í fyrra. Konur geta ekki unnið eins mikið úti vegna barnanna. Þær ná þess vegna ekki eins miklum frama og fá lægri laun. - En horfum á náttúr- una. Alls staðar í lífríkinu er það hlutverk kvenkynsins að sjá um afkvæmin. - Lestu nú líffræðina þína betur, segir sá meðvitaði. En strákar, segi ég, vilduð þið snúa þróuninni við og kvænast konum sem væru í sömu sporum og mæður ykkar og ömmur? Löng þögn. - Þetta var erfið spurn- ing, segir einn. - Ég bý hjá afa og ömmu, segir annar. Ég dauðvor- kenni ömmu sem snýst allan daginn í kringum afa. Ég myndi aldrei koma konunni minni upp á svona lagað. Svona stöðluð kynhlutverk mættu hverfa. - Með okkar kynslóð hverfa þau alveg, segja hinir. - En ég skil ekki þessar konur. Þær vilja jafnrétti, en samt ekki alveg. Þær kvarta undan því að það vanti rómantík og að við séum dónalegir við þær. En þegar maður er búinn að grafa skurð með konu allan dag- inn þá fer maður varla að opna íyrir henni bílhurðina á leiðinni heim úr vinnu. - Og maður vinnur við hliðina á konu á togara og hún skilar minni afköstum en fær sömu laun. Maður veit ekki alveg hvernig mað- ur á að taka þessu. - Konur eiga að fá sömu laun íýrir jafnverðmæt störf, segir sá meðvitaði. Mamma hans er áskrifandi að Veru. - Jafnréttisbaráttan hef- ur að mörgu leyti verið til góðs, en hún hefur þróast út í smá vitleysu. Konurnar vilja fá það góða, en losna við 18

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.