Vera - 01.04.1993, Blaðsíða 10
tuginn á undan. Nú fundu konur
hamingjuna með hring á fingri og
barn í fangi, þær sem voru enn að
streðast við að verða „eitthvað"
höfðu flestar verra af.
Tískan breyttist einnig, frá því
að vera einföld og þægileg í að
vera íyrirferðameiri og „barna-
leg“. Einfaldar línur viku fyrir
tjulli og blúndum. Dragtir og
annar fatnaður sem kenndur er
við konur á framabraut hvarf af
snögum margra verslana, þrátt
íyrir að mikil eftirspurn væri eftir
þeim. Margar konur sem fögnuðu
frelsi sínu upp úr 1970 með þvi
að henda magabeltum og brjósta-
höldurum fengu sér nú sokka-
belti og önnur „kynþokkafuH"
undirföt til að tolla í tískunni. Og
lýtalæknar létu sífellt meira til
sín taka. Tískuheimurinn notaði
tungumál feminismans og reyndi
að höfða til „meðvitaðra" kvenna
sem höfðu fullkomna stjórn á lífi
sínu og líkama. Að láta stækka á
sér brjóstin var ein varðan á leið
til fullkomins kvenfrelsis, það
sýndi að konur áttu sig sjálfar og
gátu gert hvað sem var til að
verða sáttari við sjálfar sig.
HUGMYNDA-
FRÆÐINGARNIR
Þriðji hlutinn fjallar um hug-
myndafræðinga afturkippsins,
baráttu „nýja hægri vængsins“
gegn konum og öfugstreymi í
stjórnmálum.
Öll afturhaldsöfl þurfa á
blóraböggli að halda, hjá þeim
sem vildu takmarka innflytjenda-
straum til Bandaríkjanna voru
það kaþólikkar, hjá Ku Klux Klan
voru það blökkumenn og hjá nýja
hægri vængnum er það kvenna-
hreyfingin. Að þeirra sögn ráðast
kvenréttindakonur að hornstein-
um samfélagsins því þær vilja
breyta hinni hefðbundnu Qöl-
skyldu. Aðalhættan er fólgin í
hugmyndum þeirra um breyting-
ar á eiginmanns- og föðurhlut-
verkum. Þegar þessir íhalds-
menn, sem voru flestir prestar í
árdaga hreyfingarinnar, hösluðu
sér völl í pólitík héldu þeir norna-
veiðum sínum áfram. Þeir kom-
ust fljótlega að því að það var fátt
áhrifameira en að láta konur
flytja fagnaðarerindið. Þegar úti-
vinnandi konur, sem voru lík-
legar til að taka undir kröfur
kvennahreyfingarinnar áttu í
baráttu við sjálfsásakanir og efa
um lífsstíl sinn sem afturkippur-
inn kom inn hjá þeim, blómstr-
uðu kynsystur þeirra sem voru
málsvarar afturhaldsins. Því um
leið og þær boðuðu kvcnljandsamleg viðhorf
tileinkuðu þær sér kenningar kvenna-
hreyfingarinnar um sjálfsákvörðunarrétt,
jafnrétti og valfrelsi í eigin lífi og lifnaðarháttum.
Það var í lagi að þær yfirgæfu eiginmann, heimili
og börn í þeim heilaga tilgangi að koma öllum
öðrum konum inn á heimilin.
Konur hurfu úr pólitík, bæði af þingi og úr
ráðuneytum. Harkalegum aðferðum var beitt
gegn konum sem höfðu á sér feminískan stimpil.
Skorið var niður til allra félagsmála, sérstaklega
þeirra sem gögnuðust konum.
Hinir öfgafullu afturhaldsmenn hefðu aldrei
getað markaðssett afturkippinn einir. Það urðu
margir til að leggja þeim lið af ráðnum hug eða
án þess að það hafi verið ætlunin. Margir fyrrum
boðberar kvenréttinda snéru við blaðinu og
hlutu óskipta athygli afturhaldsaflanna. Þeirra á
meðal er Robert Bly sem vill breyta mjúka
manninum í villimann (sjá júní Veru 1992).
Faludi segir að bók Betty Friedan, The Second
Stage, beri merki af bakslaginu og ómögulegt sé
að vita hverju upphafsmaður kvennahreyfing-
arinnar trúir í dag. Fáar kenningar um „öðru-
vísileika" kvenna hafa verið eins rangtúlkaðar og
misnotaðar í þágu andspyrnunnar eins og
kenningar Carol Gilligan um „hina röddina". í
bókinni In a Different Voice sem kom út 1982
leitast hún við að sýna fram á hvernig siðferðis-
þroski kvenna hefur verið rangtúlkaður og
vanmetinn af því að skalinn sem sálfræðingar
notuðu væri miðaður við karla og því kæmu
konur illa út úr mælingum. Gilligan hélt þvi
fram að konur færu aðra leið til að komast að
niðurstöðu, en það þýddi ekki að siðferðisþroski
þeirra væri minni. Hugmyndir hennar um mis-
munandi nálgun kynjanna voru rangtúlkaðar og
mikið gert úr því hve kynin væru ólík og því
mishæf til ólíkra verka. Þessi rangtúlkun var
vatn á myllu andspyrnunnar sem hélt því fram
að konur væru frá náttúrunnar hendi hæfari til
heimilisstarfa og barnauppeldis, þrátt íýrir að
Gilligan hefði tekið skýrt fram að munurinn væri
að mestu uppeldislegur.
ÁHRIF Á LÍKAMA
OG SÁL
Fjórði og síðasti hluti bókarinnar rekur áhrif
andspyrnuhreyfingarinnar á konur, á atvinnu
þeirra og andlega og líkamlega líðan.
Höfundar metsölubókanna Klárar konur/uit-
laust val og Konur sem karlmenn elska/Konur
sem karlmenn yjirgefa eru sannfærðir um að
kvennahreyfingin hafi afvegaleitt konur. Það sé
kvennahreyfingunni að kenna að konur hafi lagt
alla áherslu á starfsframa í stað þess að leggja
rækt við samband sitt við hitt kynið. Sjálfstæði
kvenna hafði þær afleiðingar að þær töldu sig of
klárar fyrir hvaða mann sem var og gerðu því
þau regin mistök að fresta giftingu og láta þess í
stað aðra drauma rætast - og urðu svo
taugaveiklun og annarri vanlíðan að bráð. Þegar
leið á áratuginn skiptu höfundarnir um skoðun
og héldu því nú fram að sálræn vandamál
kvenna stöíúðu af því að konur hugsuðu ekki of
litið um sambönd heldur of mikið. Það eina sem
kæmist að hjá konum væri að ná sér í mann.
Fyrst skutu þeir á konur og æddu svo af stað til
að setja plástur á sárin. Konur
skyldu í meðferð og þar var þeim
sagt að þær yrðu að breyta sér,
láta af óraunhæfum kröfum
o.s.frv., en ekki að karlmenn
gætu og ættu að lireytast líka. í
kjölfarið komu bækur eins og
Konur sem elska of mikið: Þegar
þú heldur í vonina og óskina um
að hann muni breytast með
viðeigandi námskeiðum og með-
ferðum.
Andspyrnan gegn konum á
vinnumarkaði jókst en varð jafn-
framt duldari. Launamunurinn
varð meiri þrátt íýrir að hinu
gagnstæða væri haldið fram í
fjölmiðlum. Síl'ellt fleiri konur
10