Vera - 01.04.1993, Side 36

Vera - 01.04.1993, Side 36
MATUR KRISTÍN ÍSLEIFSDÓTTIR SKRIFAR UM JAPANSKAN MAT FÆ.DA ÚR SJÓ, FJALLI OG AKRI Totto chan heitir bók eftir þekkta japanska konu, Tetsuko Kuroyanagi. Bókin hefur selst í tugmilljóna tali, bæði á japönsku og öðrum málum. í bók þessari segir íjöllistakonan og dýravin- urinn Kuroyanagi meðal annars frá skólagöngu sinni í einum vinsælasta grunn- skóla Tokíóborgar á árum síðari heimsstyijaldarinnar. Markmið skólastjórans var fyrst og fremst að kenna börnunum að njóta þess að vera fijáls og lifandi. Hann blandaði geði við nemendur sina á hveijum degi og varði oftast hádegisverðartíman- um til þess. Að sögn Kuroy- anagi varð sá tími jaínvel mikilvægasta kennslustund- in því skólameistarinn kenndi börnunum að borða allt. Það að geta borðað hvað sem er kæmi manni alltaf til góða. Á erfiðleikatímum gæti maður alltaf sætt sig við matinn og í góðæri gæti maður skemmt sér við að borða allt milli himins og jarðar. Hádegisverðartiminn í skóla Kuroyanagi fór yfir- leitt þannig fram að börnin söfnuðust saman og opn- uðu nestisboxin sín. En áður en byijað var að borða þurftu þau að kanna hvort innihald þeirra væri sniðið eftir þeirri meginreglu að hver máltíð yrði að vera samsett úr einhveiju úr sjónum og einhveiju af akrinum eða fjallinu. Á meðan börnin tugðu matinn í rólegheitum íhuguðu þau samsetningu og bragð mál- tíðarinnar og hvað væri hægt að fá frá móður nátt- úru sér til næringar og ánægju. Úr sjónum er hægt að fá þang, þara, humar, rækjur og alls konar fisk bæði hvitan og bleikan, sem hægt er að borða hráan, soðinn, reyktan eða steikt- an. Af akrinum fáum við gijón, korn, maís, allt græn- metið og eitthvað af ávöxt- um. Og úr fjallinu fást sveppir, ber og ávextir. Þó að fáir Japanir hafi átt þess kost að ganga í áðurnefndan skóla hugsa þeir mikið um mat, tala mikið um hann og síðast en ekki síst borða þeir afskaplega mikið. Samt eru þeir grannholda, langlífir og ein atorkusamasta þjóð í heimi. Ef til vill er leyndarmálið rétt samsetning fæðunnar. Hvað eigum við að hafa fyrir börnunum okkar hér á ísaköldu landi? Eitthvað úr sjónum, segjum við. Ooj bara, segja þau. Eitthvað úr fjallinu, segjum við. Þar er bara gijót, segja þau. Eigum við þá að segja eitthvað frá Ameríku og eitthvað frá Evrópu? Nei, við skulum hafa það svona: Eitthvað frá bóndanum, eitthvað frá sjómanninum og eitthvað frá garðyrkjumann- inum. Uppskriftin sem fylgir þessum hugleiðingum mínum er japönsk og er kölluð Tempura. Hún er þó upphaflega komin frá Portúgölum, en Japanir hafa aðlagað hana bragðlaukum sínum. Það hafa þeir aðallega gert með sósunni, sem öliu er dýft í áður en maður leggur góðgætið sér til munns. Hráefnið kemur bæði af láði og úr legi og er auðfengið í öllum stórmörkuðum og heilsu- húsum. JAPÖNSK TEMPURA (fýrir fjóra) Hráefni: 2 kartöflur (eða ein sæt kartafla) 14 rækjur (eða 8 úthafsrækjur) 1 roðlaust ýsuílak (eða annar hvítur fiskur) 1 /2 blaðlaukur (eða laukur) 4 kínasveppir (eða aðrir ferskir sveppir) 1 gulrót 1 rauð paprika 12 myntublöð (þegar þau fást) Hveitideig (Orlydeig); 2 eggjarauður 11/2 dl ískalt vatn með tveimur ísmolum 11/2 dl hveiti SOSUR (bornar fram í þremur litlum skálum): 1. skál: 1 bolli fiski- eða grænmetissoð úr teningi 5 msk soyasósa (Kikkoman) safi úr einni sítrónu 1 msk sherrý (eða saké) 2. skál: 250 gr röspuð hrá kínahreðka 3. skál: 150 gr raspað, hrátt engifer Grænmeti, fiskur og rækjur þvegið, þurrkað og skorið frekar smátt, þannig að það steikist fljótt. Hráefni í sósu undirbúið: Vökvum blandað saman í fyrstu skálina. Kinahreðka skorin og röspuð í aðra skálina og ferska engi- ferið afhýtt og raspað í þriðju skálina. Orfy-deigið undirbú- ið. Athugið að hafa vatnið nógu kalt til þess að húðin verði stökk eftir steikingu. Veltið öllu sem á að steikja upp úr deiginu og steikið. Best er að djúpsteikja græn- metið og fiskinn í 180° heitri, nýrri olíu. Það má að sjálf- sögðu líka steikja á pönnu. Látið olíuna renna af á pappír áður en sett er á disk. Gott er að borða þetta með soðnum hrísgijónum. Hver og einn blandar sinn skammt af sósu úr skálunum þremur. □ Ljósmyndir: Sóla

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.