Vera - 01.04.1993, Blaðsíða 9

Vera - 01.04.1993, Blaðsíða 9
AFTURKIPPUR Faludi segir að þrátt fyrir allan áróðurinn um að konur hafi unnið fullnaðarsigur í baráttunni um jafnrétti, þá taki þær sjálfar ekki undir það. í hverri könnun- inni á fætur annarri kemur í ljós að konum finnst þær enn eiga langt í land. Þær vilja sömu laun fyrir sambærileg störf, jöfn taekifæri til menntunar og starfa, þær þarfnast réttarins til frjálsra fóstureyðinga, þær vilja fæðingar- orlof og góðar dagvistunarstofn- anir. Bandarískar konur hafa ekkert af þessu og hvar er þá hið margumtalaða jafnrétti? Konurn- ar sjálfar kenna kvennahreyfing- unni ekki um ófarir sínar, heldur þakka henni fyrir að hafa bætt líf sitt og vilja að hún haldi áfram að beijast íyrir breyttu samfélagi. Það sem þjakar kvenþjóðina er ójafnréttið heima og heiman. Faludi skiptir bók sinni í íjóra hluta. Sá fyrsti nefnist Goðsagnir og Litið til baka. Annar hluti nefnist Afturkippurinn og al- þýðumenningin, þriðji hluti nefn- ist Uppruni andspyrnunnar og fjórði hlutinn fjallar um áhrif bakslagsins á andlega og líkam- lega heilsu kvenna. karliwannsekla OG ÓFRJÓAR KONUR Strax í upphafi hrekur Faludi nokkrar goðsagnir um stöðu kvenna. Fréttir af aukinni ófrjó- semi kvenna og hríðfailandi gift- ingarlíkum þeirra með vaxandi aldri og aukinni menntun tröll- riðu fjölmiðlum á seinni hluta níunda áratugarins og teygðu anga sína inn í kvikmyndir eins og When Hany met Sally og Fatal Attraction (Hættuleg kynni). Fréttirnar voru byggðar á vægast sagt hæpnum rannsóknarniður- stöðum, en þó svo að þær hafi verið afsannaðar fljótlega eftir að þær „slógu í gegn“ hefur gengið illa að kveða þær niður. Hamrað var á því að konur ættu ekki að fresta því að gifta sig og stofna fjölskyldu, því annars fyndu þær engan mann og yrðu ófrjóseminni að bráð. I kaflanum Litið til baka rifjar Faludi upp afturkippi fyrri tíma. í hvert skipti sem jafnrétti hefur verið í sjónmáli hafa álíka and- spyrnuhreyfingar skotið ujsp kollinum og komið i veg fyrir fullan sigur kvenna. Þá er staglast á þvi hve skaðlegt sé fyrir börn að vera fjarri mæðrum sín- um, hve húsmóðurstarfið er göfugt og gefandi en vinnumark- aðurinn að sama skapi hættu- legur konum. Fyrsta bakslagið kom í kjölfar þess að konur fengu kosningarétt í upphafi aldarinn- ar, næsta eftir seinna strið þegar konur voru hraktar af vinnu- markaði og misstu mörg nýfengin réttindi og svo núna, þegar sigur var í augsýn. FRÁ ÞVÍ AÐ VERA SJÁLFSTÆÐ OG STERK í AÐ VERA RÉTTDRÆP í öðrum hluta bókarinnar er ijallað um bakslagið í íjölmiðlum, kvikmyndum, sjónvarpi, tísku og fegrunarbransanu m. Nýja kvennahreyfingin vakti töluverða athygli fjölmiðla í upp- hafi, þó svo að gerðir hennar væru iðuiega skrumskældar og rangtúlkaðar. En iljótlega komu fjölmiðlar og auglýsendur sér saman um ákveðna „línu“ sem dró úr feminismanum og nýtti sér hann um leið til frekari markaðs- öflunar. Konur voru sagðar hafa náð fullu jafnréttí og væru því ekki að leita nýrra réttinda heldur nýs lífsstíls. Nú var farið að framleiða vörur fyrir hina „frels- uðu konu“, sem notaði Charlie ilmvatn, var með eigið krítarkort og var oftar en ekki hamingju- samlega einhleyp. En Eva var ekki lengi í Paradís. Ffjótlega skipti um tón og boðað var að konur ættu að fleygja frá sér skjalatöskunni og setja á sig svuntuna. Það væri fátt yndisfegra en að hreiðra um sig heima með manni og börnum, elda ílókna rétti og öðlast lífsfyllingu með nýjum og betri þvottaefnum. Einhleypa konan breyttist annaðhvort í aumkunarverða piparmey sem þráði eiginmann og gat ekki sofið fyrir eigin eggjahljóðum eða stórhættulegt tálkvendi sem fyrirmyndarfjö 1 - skyldum stóð ógn af, samanber Hættuleg kynni þar sem eiginkonan drap þá einhleypu... (oft við mikinn fögnuð bíógesta). Leikkonur höfðu úr sífellt færri bitastæðum hlutverkum að moða og sú mynd sem Hollywood kaus að draga upp af konum á hvita tjaldinu var allt önnur en ára- 9

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.