Vera - 01.04.1993, Blaðsíða 21

Vera - 01.04.1993, Blaðsíða 21
AFTURKIPPUR inisma” um það hvað karl- menn eru hræddir við þær sem kynverur eftir að þær náðu frama í starfi. Vissulega voru og eru til agnarsmáir hópar sem vilja láta bera sveinbörn út og stofna sæluríki kvenna. En það er stundum eins og öll hin umræðan um hvernig jafnrétti hlýtur að koma báðum kynjunum til góða hafi aldrei farið fram. Allt í einu er okkur sagt að eina gjaldgenga kvení- myndin sé barnung ókyn- þroska stúlka í gegnsæum dulum - svo hentugt í gróð- urhúsinu þar sem við eigum allar heima! Virðuleg dagblöð birta greinar eftir miðaldra karl- menn um það að auðvitað sé draumadís sérhvers manns ekki deginum eldri en sextán og ráðsettur veitingahúsa- gagnrýnandi eyðir heilum dálki í að fjalla um „forljóta feminista sem kunna hvorki að elda mat né borða”. Það er talað um „vinnandi” konur sem sérstakan öfgahóp, sem hefur valið sér þá aðferð í baráttunni við að brjóta niður samfélagið að vinna utan heimilis. Einstæðum mæðrum er kennt um upp- lausn fjölskyldunnar og vaxandi glæpaöldu meðal unglinga. Menntuðu millistéttar- karlmennirnir, sem ráða ríkj- um í fjölmiðlaheiminum, virðast ekki hafa hugmynd um, að þegar vinna utan heimilis er annars vegar hafa fæstar konur hér lengur neitt val, frekar en í öðrum iðnvæddum ríkjum í vaxandi kreppu, hvað þá að þær hafi sama rétt og karlmenn til að ráðstafa lífi sínu. Samkvæmt þessu er hin „feminiska” drauma- staða að búa í hripleku háhýsi í fátækrahverfi í stórborg með heilan hóp af glasabörnum (þær voru jú allar einar þegar börnin urðu til) og draga fram lífið í illa launaðri vinnu meðan glasabörnin ræna gamalt fólk á götum úti. Þetta vildu þessar undarlega innrættu konur og sjá hvernig komið er fyrir bresku þjóðfélagi, af því að karlarnir voru ekki nógu fastir fyrir. Þó að flestir sannir karlmenn liggi núorðið í valnum og fái sig hvergi hrært, þá reynir einstaka hreystimenni að sporna við þessari óheillaþróun, eins og nokkrar bækur sem kornið hafa út nýlega vitna um. Ein þeirra heitir „Ekki meira kynjastríð”, eftir Neil nokkurn Lyndon. Hann heldur þvi fram að helsta afleiðing svo- kallaðrar jafnréttisbaráttu kvenna hafi verið að nú leyfist konum að vera illgjarnar, ruddalegar, dónalegar og ofbeldshneigðar í garð karla, en ekki öfugt. Fleiri svipaðar bækur, þar sem sárir karlar gráta frenjuskap kvenna, hafa fylgt í kjölfarið og verið slegið upp i fjölmiðlum, enda ekki seinna vænna að mennirnir fái að kvarta undan því að hafa orðið undir i baráttunni um að fá að vera illgjarnir og dónalegir, sem er auð- vitað það sem okkur dreymir öll um. Reyndar kom fram að kona Neil Lyndons þurfti að draga hann l'yrir rétt til að fá hann til að borga með- lagið með barnahópnum eftir að hann yfirgaf hana fýrir nokkrum árum. En hvers vegna skyldu karlmenn líka ofan á allt annað þurfa að borga með afkvæmum illgjarnra og dónalegra kvenna? Þó að það sé að bera í bakkafullan lækinn að minnast á konungsfjölskylduna, þá er oft fróð- legt að sjá hvernig bresk lífsviðhorf kristallast í umræðunni um hana. Útganga Díönu prinsessu virðist til dæmis hafa gert mörgum Bretum grein fyrir því í fyrsta skipti. að konur geta farið ef þeim finnst á sér troðið, sama hvort eiginmaðurinn er prins eða pípulagninga- maður. Hefndarhugurinn í garð Díönu í skrifum um hana þessa dagana er í sam- ræmi við áfallið sem þessi uppgötvun hefur greinilega verið mörgum. „Hinrik átt- undi kunni lagið á svona kvensum”, segja dálkahöf- undar dreymnir og stjórn- málamenn tala í fullri alvöru um nauðsyn á afturhvarfi til gildismats Viktoriutímans. Sjálf vildi ég gjarnan hitta þann sagnfræðing sem gæti bent mér á þætti í lífi breskra kvenna á miðri átjándu öld, sem ástæða er til að sakna í dag. Var kannski svona gaman að bíta á jaxlinn og hugsa um England í rúminu á kvöldin? Hér hefur verið tínt til eitt og annað af ótalmörgu sem kemur illa við mann í dag- legri umræðu hér - og ekki endilega það stórvægileg- asta. Það er af mörgu að taka og verður gert áður en langt um líður. Þvi má hins vegar ekki gleyma að Bretland er eitt af örfáum löndum heimsins þar sem konur geta að mestu gengið óáreittar á götu og að sú kurteisi og til- litssemi, sem tíðkast í almennum mannlegum samskiptum hér í landi gerir jafnt konum sem körlum lífsbaráttuna bæði þægilegri og skemmtilegri. □ HVERNIG Á VERA AÐ VERA? Frá vlnstrl: Arndís Lllja, Slgrún, Slgurborg kennarl, Anna Karen, Ólöf, Þrúður (sltjandi), Ásgeir, Örn Smárl og Dagur, Ljósmynd: Anna FJóla Gísladóttlr. IMemendur á öðru ári í auglýsingadeild Myndlista- og handíðaskólans unnu frumraun sína í útlitshönnun í febrúar síðastiiðnum undir leiðsögn kennara síns Sigurborgar Stefánsdóttur. Nemendurnir fengu nokkr- ar óbirtar greinar frá Veru, myndskreyttu og komu með tillögur að útliti og forsíðu. Flest þeirra þekktu lítið til Veru og þau vörðu því töluverðum tíma í að skoða og lesa gömul blöð og velta fyrir sér greinunum sem þau fengu í hendur. Vera kom mörgum þeirra á óvart, ein sagði að sér hefði létt þegar hún sá að einhvers staðar væri fjallað um þessi mál og mörg tóku fram að blaðið væri miklu skemmtilegra en þau hefðu búist við! Vera vakti upp nýjar og fjörugar umræður innan bekkjarins og piltarnir segjast hafa gert sér grein fyrir þvi hve kúgaðir þeir eru heima og heiman. Nemendurnir voru sammála um að það hefði verið mjög skemmtilegt að fást við alvöru greinar þó svo að afraksturinn birtist ekki allur á prenti. Eftirfarandi blaðsíður (22-24) eru sýnishorn af vinnu nemendanna og er hver síða merkt höfundi sínum. Einnig gerði Örn Smári tillögu að forsíðunni. Fleiri tillögur nemendanna eiga eftir að birtast síðar í Veru. Starfskonur Veru höfðu bæði gagn og gaman af samvinnunni og hlakka til frekara samstarfs. ■

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.