Vera - 01.04.1993, Blaðsíða 35

Vera - 01.04.1993, Blaðsíða 35
ÞINGMAL ekkl komið hugsunum sínum á framfæri. Fólk hugleiðir mjög sjaldan gildi móðurmálsins. Saga þjóðar, atvinnuhættir hennar og landið sem hún byggir hjálpast að við að móta handa henni tungumál. í því máli eru einmitt þau orð og einmitt sú málfræði sem þjóðin þarfnast. Að skipta um tungumál er eins og að skipta um persónuleika. Til þess þarfnast fólk hjálpar. Guðrún J. Halldórsdóttir segir að það sé mjög misjafnt hvað stendur fólki af mismunandi þjóðerni fyrir þrifum við íslenskunámið. - Rússum er íslenskan auð- vitað framandi, en þeir búa yfir ríkri málfræðihugsun sem ekki er fjarlæg íslendingum. En Asíu- búum er evrópsk málfræði óþekkt fyrirbæri og hugsana- gangur okkar er þeim mjög fram- andi. Málhugsun okkar stendur Rússum miklu nær en Asíu- búum. Eins og aðrar þjóðir tölum við mikið í myndum og mál- tækjum - við erum alltaf ómeðvitað að vitna í lífshætti okkar. Það er mjög erfitt fyrir Asíubúa að skilja okkur vegna þess að lifnaðarhættir þeirra og atvinnulíf er allt öðurvísi en okkar og þessar tilvitnanir hjá þeim eru þvi fólgnar í allt öðru. Sveitamaður frá Kambódíu á til dæmis mjög erfitt með að skilja orðtækið „að róa öllum árum að einhveiju”, en það skilur Rússi auðveldlega. Það er ákaflega erfitt fyrir Asíubúa að læra tungumál okkar, en sem betur fer yfirvinna þeir yfirleitt erfiðleikana með endalausri þrautseigju, segir Guðrún J. Halldórsdóttir. Tungumál sem kúgunartæki ísland er eitt fárra landa þar sem aðeins er talað eitt tungumál. Hér eru engir minnihlutamálhópar, nema sá hópur sem tjáir sig á táknmáli. Minnihlutamálhópar hafa víðast hvar átt í vök að verjast og menn hafa ekki siður úthellt blóði fyrir móðurmálið en föðurlandið. Það hefur löngum þótt hættulegt að hafa innan landamæra ríkis málhóp sem talar annað tungumál en meiri- hlutinn, ekki sist ef hann talar tungu nágrannaþjóðarinnar. Slíkt gæti komið sér illa í styrj- öldum. í aldanna rás hafa minnihlutamálhópar verið kúg- aðir meðvitað og ómeðvitað. Um víða veröld eru hópar fólks sem fá ekki að tala sitt eigið tungumál í skólum og opinberum stofnun- um, en ráða ekki við opinbera tungumálið og verða því annars flokks fólk. Guörún J. Halldórsdóttir, frumkvööull að íslensku- kennslu fyrir nýbúa. Ljósm. S.E. - Þetta er fyrirbæri sem við eigum á hættu að komi upp hér á landi. Reyndar ekki meðal hópa heldur einstaklinga. Við höfum ekki efni á að vera með ómálga einstaklinga, segir Guðrún J. Halldórsdóttir. Angi af stærra vandamáli Guðrún segir að íslenska mennta- keríið standi frammi fyrir tvenns konar vanda i tengslum við íslenskukennslu. - Skólinn verður að búa öllum sem hingað koma þau skilyrði að þeir geti náð færni í tungumálinu. En hann verður líka að sjá til þess að ekki vaxi upp meðal ís- lendinga stórir hópar fólks, sem er illa læst og skrifandi vegna skorts á íslenskum málskilningi. Þetta er stórt vandamál sem komið hefur upp vegna aukinnar fjölmiðlatækni, minni bóklesturs og þess að meira er hlustað á erlend tungumál. Allt þetta tak- markar orðaforðann, segir Guð- rún. Hún telur að ekkert nema byiting á viðhorfum fólks til verðmæta geti bjargað íslenskri tungu. - Vinnuþrælkaðir íslenskir foreidrar hafa ekki tíma til að tala við börnin sín á hinum miklu mótunarárum bernskunnar og hvað þá að deila með þeim bók- menntum. Þetta er félagslegt, pólitískt og viðhorfslegt vanda- mál. Ég vil bylta viðhorfum fólks til verðmæta. Ég vil setja stytt- ingu vinnutímans í lög svo að fólk eigi rétt á meiri tíma með börn- unum sínum. Ég vii reka áróður fyrir breyttu verðmætamati þvi verðmætamat fijálshyggjunnar sem upp á okkur hefur verið þröngvað er stórhættulegt, bæði fyrir íslendinga og mannkynið í heild. Það þýðir ekkert að tala um að gera breytingar á mennta- keríinu ef því kerfi sem gerir foreldrum ókleift að vera með börnum sínum er ekki breytt. □. TVÍTYNGI EÐA HÁLFTYNGI? Mjög margir íslendingar eru bú- settir i Sviþjóð og hafa notið góðs af þeirri tungumálakennslu sem út- lendingar þar eiga rétt á og þeirri hjálp sem nýbúum er veitt til að komast inn í samfélagið. Fyrir ekki svo ýkja löngu var sænskt þjóðfélag næstum jafn einsleitt og það ís- lenska. Sænska var eina málið sem þar var talað fyrir utan lítil minni- hlutamál, samísku og finnsku. Nú er um áttundi hver Svii af erlendu bergi brotinn og um 40 tungumál eru kennd í sænskum grunn- skólum. Frá þvi á 8. áratugnum hef- ur það verið stefna stjórnvalda að leggja áherslu á að innílytjendur geti viðhaldið móðurmáli sínu. Talið er að þannig öðlist jieir jákvæðari sjálfsmynd og að hamingjusamt fólk sé líklegra til að aðlagast nýju samfélagi. Einnig er talið mikilvægt að foreldrar geti talað móðurmálið við börn sín vegna þess að það er auðveldara að tjá tilfinningar á móðurmálinu en á erlendu máli. Síðast en ekki síst þykir þessi tungumálakennsla ómetanleg fjár- festing fyrir þjóðina nú á dögum mikilla alþjóðasamskipta. Það eru lögfest réttindi barna og unglinga af fyrstu og annarri kyn- slóð innílytjenda að fá kennslu bæði í sænsku og móðurmálinu. Mark- miðið er að stuðla að „virkri tvityngi” eins og það er kallað þegar menn frá barnæsku eru jafnvígir á tvær tungur. Talið er að menn sem ekki skjóta rótum í móðurmálinu geti ekki lært erlend tungumál og hætta sé á að innflytjendabörn verði „hálf- tyngd" fái þau ekki að læra móður- málið. Nú á þessum krepputímum hefur móðurmálskennsla fyrir nýbúa orðið fyrir skurðarhnífnum, bæði af efna- hags- og faglegum ástæðum. Nýjustu rannsóknir benda til að það sé enn mikilvægara fyrir innflytjendur að komast fljótt inn í nýja málið heldur en að læra móðurmáfið vel. í Sviþjóð fá þau nýbúabörn sem það þurfa stuðningskennslu í sænsku og full- orðnir nýbúar eiga kost á að fara á sænskunámskeið á fullu kaupi. Svo mikilvægt þykir að fólk læri sænsku lljótt og vel. Það er í raun forsenda lýðræðisins að allir hafi jafnan rétt til að tjá sig. □ 35

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.