Vera - 01.04.1993, Síða 28

Vera - 01.04.1993, Síða 28
FJARMAL FJARMALIN AÐ LATA REKA A REIÐANUM EÐA HAFA ALLT I RÖÐ Fyrir tæpum þremur árum stakk ein ritnefndarkvenna upp á að tekið yrði viðtal við búkonu nokkra í Breiðholti sem rak sex manna heimili á einu kennarakaupi. Konan var holdtekja hinnar hagsýnu húsmóður, tók slátur, sultaði, bjó til kæfur, saumaði og pijónaði á alla fjölskyldumeð- limi. Eftir töluverðar umræður var ákveðið að viðtalið ætti ekki heima í Veru því að engin ástæða væri til að hampa því að konum entist ekki sólar- hringurinn til til að láta enda ná saman á því smánarkaupi sem þorri almennings yrði að láta sér lynda. Ritnefndar- konur voru heldur ekki á eitt sáttar um hvort þessi aukni áróður fyrir heimilisfram- leiðslu væri kvennabaráttunni til framdráttar. Krafan væri auðvitað sú að fólk fengi mannsæmandi laun fyrir vinnu sína og gæti framileytt fj'ölskyldunni án svona mikill- ar fyrirhafnar. En nú er ástandið í þjóð- félaginu gjörbreytt. Sífellt fleiri heimili ramba á barmi gjald- þrots og af illri nauðsyn er sparnaður að verða ný þjóðar- íþrótt. Hin hagsýna húsmóðir er að verða þjóðhetja. Vertíðar- hugsunarhátturinn er úreltur. Við getum ekki lengur treyst á uppgripavinnu til að rétta við fjárhaginn og flestir gera sér grein fyrir að draumurinn um að hreppa þann stóra í lottóinu er bara draumur. Það verður að hugsa fram í tímann og gera viðhlítandi ráðstafanir. Vera lagði nokkrar spurning- ar fyrir helstu fjármálaspeku- lanta þjóðarinnar og hér má líta svör nokkurra þeirra um sparnað. Kristín Sigurðar- dóttir, annáluð peningakona, gefur blönkum konum góð ráð og nautnabelgur sem hefur mátt þola niðurskurð hinnar hagsýnu húsmóður rekur raunir sínar. AÐ BYRGJA BRUNNINN... Flestar peningastofnanir hafa sérstaka þjónustufulltrúa á sínum snærum sem leiðbeina fólki um frumskóg íjármála- markaðarins. Að sögn Ing- veldar Ingólfsdóttur þjónustu- fulltrúa í Landsbankanum er nóg að gera því mönnum er að verða ljóst að það verður að skipuleggja heimilishaldið eins og allt annað. „Flestir verða að lifa af dagvinnulaununum einum því yfirvinna og uppgrip heyra nær sögunni til. Þess vegna er mikilvægt“, segir Ingveldur, „að setjast niður og reikna út hvað kostar að reka heimilið." Hún segir að starf þjónustufulltrúa sé mjög fjöl- breytt, „enda eiga sumir sem koma til okkar nóg og vilja ávaxta peningana sína, hjá öðrum er allt komið í óefni og svo eru það námsmennirnir sem þurfa lán til framfærslu." Allir þjónustufulltrúarnir sem Vera ræddi við lögðu áherslu á að fólk leitaði sér ráðgjafar áður en í óefni væri komið. Það væri skammgóður vermir að slá lán og mikilvægt að taka fjármálin föstum tökum, t.d. með því að halda heimilis- bókhald og gera fjárhags- áætlun. Flestir hafa líklega tamið sér einhvern óþarfa lúxus sem þeir gætu vel verið án, en eins og Ingveldur benti á þá er erfitt að spara föstu póstana og því mikilvægt að vera hagsýnn í matarinn- kaupum. „Safnast þegar sam- an kemur" á jafnt við um óþarfa eyðslu og sparnað. Ingveldur hefur heimsótt nokkra grunnskóla og frætt nemendur tíunda bekkjar um fjármál. Þar segist hún m.a. leggja áherslu á að enginn eigi að lána nafnið sitt nema að vel yfirveguðu máli. Fólk verði að gera það upp við sig hvort það sé tilbúið til að borga við- komandi lán fyrir vin sinn og hvort það geti gert það. Ef svörin við spurningunum eru neikvæð er best að neita þessari bón. VARASJÓÐUR Björg Kristinsdóttir hjá Kaup- þingi segir að allir ættu að reikna með því að lifa í a.m.k. 80 til 90 ár og búa sig þar af leiðandi undir ýmis óvænt áföll í lífinu eins og veikindi, slys og atvinnuleysi. „Til að búa sig undir slíkt þurfa allir að gera fjármálaráðstafanir og búa til varasjóð til að mæta þessum óvæntu áföllum og/eða til að nota í ellinni," segir Björg. En hveijir eiga eitthvað eft- ir af kaupinu sína í mánaðar- lok til að leggja í varasjóð? Þeir sem fást við fjármálaráðgjöf leggja áherslu á að allir geti lagt fýrir og það muni um hvern þúsundkall. „Til að geta búið sér til varasjóð þurfa allir að setja sér markmið um hvernig mynda eigi þennan varasjóð. Um leið OG REGLU og einstaklingar byija að fá reglulegar tekjur þurfa þeir að setjast niður og gera áætlanir fýrir framtíðina og taka þá tillit til væntanlegra íbúðakaupa og annarra rekstrargjalda heimil- isins. Inn í þessa áætlun ættu allir að reikna með þvi að eitthvað af tekjum heimilisins fari í sparnað til að mæta óvæntum áföllum sem upp geta komið. Síðan þarf reglu- lega að fara yfir þessar áætl- anir og skoða hvort þær hafi staðist, en ef svo er ekki þá þarf að kanna hvers vegna og endurskoða áætlunina. Það ættu allir að reyna að eiga a.m.k. 2ja til 3ja mánaða laun í varasjóði. Flestir greiða í lífeyrissjóð, en það er ekki nóg. Það er allt of algengt að fólk á miðjum aldri eigi engan vara- sjóð og eigi jafnvel ekkert nema íbúðina sem það býr í. Ef tekjur fara lækkandi eða verða mjög litlar, t.d. ef viðkomandi missir vinnuna, þá er oft á tíðum ekki um annað að ræða en að selja eignir. Til að koma sér upp varasjóði er gott að leita til sérfræðinga til að fá ráðleggingar um hvernig sé best að ávaxta sparifé sitt, því sparifé verður að ávaxta í tiyggum og öruggum bréfum til að það haldi verðgildi sínu,“ segir Björg. SPARNAÐUR Við förum í sumarfrí á af- borgunum, sláum víxil til að ferma, kaupum heimilistækin á raðgreiðslum, gripum til greiðslukortsins þegar buddan er tóm. Mottóið er: Kaupum í dag, borgum á morgun (með von um að greiðslunótan komi 28

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.