Vera - 01.06.1993, Blaðsíða 2

Vera - 01.06.1993, Blaðsíða 2
VERA TÍMARIT UM KONUR OG KVENFRELSI LEIÐARI HVERS VEGNA VARÐ RANNVEIG EKKI RÁÐHERRA? Fjölmargar konur hafa haft samband við okkur í kjölfar síðustu Veru sem fjallaði um afturkipp í kvennabarátt- unni. Ein sagðist vera komin með bakslagið á heilann og sjá þess alls staðar merki. Hún sagði að samstarfs- konur hennar heíðu náð í blaðið og leslð upp til agna. „Og þær sjá einnig merki andspyrnu gegn konum viða í samfélaginu. Er það kannski ekki dæmi um andspyrnu gegn konum þegar karlmenn eru tilbúnir til að deila völdum með öðrum körlum, en ekki konum? Hvers vegna varð Katrín Fjeldsted ekki borgarstjóri, Inga Jóna Þórðardóttir ekki útvarpsstjóri, hvers vegna varð ekki kona Þjóðleikhússtjórí, leikhússtjóri Borgarleikhúss, dagskrárstjóri Rásar tvö eða ríkissjónvarpsins — og síð- ast en ekki síst hvers vegna varð Rannveig Guðmunds- dóttir ekki ráðherra? Menn geta ekki lengur afsakað sig með því að engin hæf kona hafl sóst eftir fyrrnefndum stöðum. Það þurfti ekki að ganga eftir þeim, þær voru til í slaginn." Ráðherraskiptin í ríkisstjórninni hljóta að vekja kon- ur til umhugsunar um stöðu kvenna innan hefðbund- inna stjórnmálaflokka. Formaður Alþýðuflokksins tal- aði um kynslóðaskipti í flokknum. Er svona mikill ald- ursmunur á Rannveigu og Guðmundi Árna? Og hvenær fór aldur að skipta máli í pólitík? Mega konur kannski ekki vera „vitlausu megin" við fertugt? Lára V. Júlíus- dóttir sagði í viðtaii við fréttastofu útvarpsins að Alþýðu- flokkskonur væru óánægðar því nú hefði flokkurínn getað rétt hlut kvenna. Konur í Sjálfstæðisflokknum vilja einnig að vegur kvenna innan flokksins verði meiri, það kom skýrt fram á 19. landsþingi sjálfstæðiskvenna sem haldið var í jún- íbyijun. Þingfulltrúar höfðu áhyggjur af minnkandi stuðningi kvenna við Sjálfstæðisflokkinn og leggja á- herslu á að sjónarmið kvenna innan flokksins komi fram í ríkara mæli fyrír næstu kosningar. Þrátt fyrir samþykkt stjórnmálaályktunar á síðasta landsþingi, en þau eru haldin annað hvert ár, um að Sjálfstæðisflokk- urinn ætti að beita sér fyrir þvi að fleiri konur yrðu kall- aðar til ábyrgðarstarfa á öllum sviðum þjóðfélagsins í samræmi við stóraukna menntun þeirra, hefur staða kvenna innan Sjálfstæðisflokksins lítið breyst. Alþýðuflokkurinn kaus ekki að rétta hlut kvenna. Sjálfstæðiskonur vilja meirí völd innan flokksins. Al- þýðubandalagskonur hittast á sérstökum kvennafund- um og vilja einnig meirí völd. Á flokksþingi Framsókn- arflokksins sl. haust var starfandi sérstakur áætlunar- hópur sem ræddi hvernig auka mætti hlut kvenna inn- an flokksins. Það er yflrlýst stefna flokksins að bæta hlut kvenna og vegur framsóknarkvenna hefur reyndar batnað undanfarín ár, en þær vilja meira. Siv Friðleifs- dóttir, sem sat i áætlunarhópnum, vildi helst fá sérstak- an kvóta en það var ekki samþykkt innan hópsins held- ur lögð fram mjög almennt orðuð ályktun. Er ekki útséð um að flokksforysta þessara flokka vilji láta konur hafa meirí völd — hvort sem er innan flokks eða utan? Flokkskonur geta e.t.v. tekið undir orð einn- ar sem hafði samband við okkur vegna umræðunnar um bakslagið: „Nú skil ég svo margt betur og er tilbúin að snúa vörn í sókn“. RAGNHILDUR VIGFÚSDÓTTIR I ÞESSARI VERU: Að búa á tveimur stöðum, útheimtir að oft þarf að setja í ferðatösku. Hér má sjá hvernig Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, þingkona Kvennalistans á Vestfjörðum, slœr tvœr flugur í einu höggl og afgreiðir hárlagninguna í leiðlnnl. KVEÐJA TIL MAGDALENU SCHRAM 8 JAPANSKA EFNAHAGSUNDRIÐ 13 Kristín ísleifsdóttir skrifar um konur í Japan ENGAR KVENNARANNSÓKNIR ÁN KVENNAPÓLITÍKUR 16 Guðrún Ólafsdóttir segir frá alþjóðlegri kvennaráðstefnu í Costa Rica í febrúar 1993. BAK VIÐ BLÆJUNA 20 Bergljót Gunnarsdóttir skrifar frá Kanada GLERKASSAMENNING 22 Þórhildur Þorleifsdóttir rœðir um íslenska menningarstefnu, PINGMÁL 26 AÐ AUKI FJALLAR VERA UM FERÐALÖG, GRÓÐURRÆKT, VINNUVERND, MAT OG FRAMHALDSSAGAN „MÆÐUR OG DÆTUR" ER Á SÍNUM STAÐ. 3/1993 - 12. árg. VERA blað kvennabaráttu Pósthólf 1685 121 Reykjavík Kt. 640185-0319 Sími: 91-22188 Útgefandi: Samtök um Kvennalista Forsíða: Leonardo da Vinci Ritnefnd: Ása Richardsdóttir Guðrún Ólafsdóttir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Ingibjörg Stefánsdóttir Kristín Karlsdóttir Lára Magnúsardóttir Nína Helgadóttir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Ritstýrur og ábyrgðarmenn: Björg Árnadóttir Ragnhildur Vigfúsdóttir Skrifstofustýra: Vala Valdimarsdóttir Umsjón með útliti: Harpa Björnsdóttir Ljósmyndir: Anna Fjóla Gísladóttir Sóla Kristín Bogadóttir Bonni Myndskreytingar: Áslaug Jónsdóttir Slgurborg Stefánsdóttir Nemendur í Myndllsta- og handíðaskóla (slands Auglýsingar: Áslaug Nielsen Setning, tölvuumbrot og filmuvinna: Þrentþjónustan hf. Prentun og bókband: Frjáls Fjölmiðlun Plastpökkun: Vlnnuheimilið Bjarkarás © VERA ISSN 1021-8793 Ath. Greinar í Veru eru birtar á ábyrgð höfunda sinna og eru ekki endilega stefna útgefenda. 2

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.