Vera - 01.06.1993, Blaðsíða 29

Vera - 01.06.1993, Blaðsíða 29
Þ I N O M Á L eins 16 af 97 tillögum þeirra voru samþykktar sem álykt- anir frá Alþingi, fjörum var vísað til ríkisstjórnarinnar, sem er viss viðurkenning á réttmæti efmsins, einni var vísað frá og ein felld i at- kvæðagreiðslu. Af þessu má sjá, að frumvörp og tillögur ríkisstjórnarinnar hafa algjör- an forgang í störfum Alþingis, en að sjálfsögðu hafa þing- menn möguleika til áhrifa í nefndarstörfum, og oft taka þingmál talsverðum breyting- um í umfjöllun þingsins. ^Ltla mætti af fréttaflutningi, að stjórnarsinnar og stjórnar- andstæðingar stæðu alltaf gráir íyrir járnum hverjir á móti öðrum, en staðreyndin er sú, að býsna mörg þingmál eru meðhöndluð og afgreidd í þó nokkru samlyndi og sátt. Af merkum lagasetningum má nefna breytingar á lögum um atvinnuleysistryggingar, ný hjúskaparlög, lög um mat á umhveríisáhrifum vegna fram- kvæmda, samkeppnislög, skaða- bótalög, stjórnsýslulög, breyting- ar á sveitarstjórnarlögum til að greiða fýrir sameiningu sveitarfélaga, endurskoðuð umferðarlög og lög um upp- lýsingamiðlun og aðgang að upplýsingum um umhverfis- mál. En snúum okkur þá að þingmálum Kvennalistans og afdrifum þeirra. ÞINGMÁL KVENNA- LISTANS Ingibjörg Sólrún var fyrsti flutningsmaður tillögu til þingsályktunar þess efnis, að aðild íslands að EES yrði bor- in undir atkvæði allra kosn- ingabærra manna í landinu, áður en Alþingi tæki afstöðu til frumvarpsins um samning- inn. Tillagan var borin fram af þingflokkum Kvennalista, Framsóknarflokks og Alþýðu- bandalags og hafði víðtækan stuðning utan þings, en var felld með þriggja atkvæða mun á Alþingi. Anna Ólafsdóttir lagði ásamt öðrum þingkonum Kvenna- listans fram tillögu um sveigj- anlegan vinnutima. í tillög- unni var gert ráð fyrir, að rík- isstjórnin hefði samráð við fé- lög opinberra starfsmanna um sveigjanlegan vinnutíma hjá ríkisstofnunum, en jafn- framt yrðu teknar upp við- Ætla mætti af fréttaflutningi aó stjórnarsinnar og stjórnarandstæbingar stæóu alltaf gróir fyrir |órnum hverjir ó móti öórum, en staöreyndin er sú áb býsna mörg þingmól eru meðhöndluó og afgreidd í þó nokkru samlyndi og sótt. ræður við aðila vinnumarkaðarins um sveigjan- legan vinnutíma í sem flestum atvinnugreinum. Hér var vitanlega verið að hugsa um möguleika foreldra til að haga vinnutíma eftir þörfum fjöl- skyldunnar, en kerfið er fast fyrir, og tillagan fékkst ekki afgreidd úr nefnd. Og enn huga Kvennalistakonur að hagsmunum fjölskyldunnar með tillögu um foreldrafræðslu, sem Guðný Guðbjörnsdóttir hafði frumkvæði að. Þar var lagt til, að tekin yrði upp foreldrafræðsla í skólum, fjölmiðlum og á heilsugæslustöðvum og með öllu móti reynt að styrkja foreldra í hlut- verki sínu. Það skorti ekkert á skilning og stuðn- ing þingmanna í fýrstu umræðu um málið, en þrátt fyrir mikinn eftirrekstur fékkst tillagan ekki afgreidd frá menntamálanefnd þingsins. Því réði eitthvað annað en áhugi á málefninu sjálfu. ICristín Ástgeirsdóttir flutti ásamt öðrum þing- konum Kvennalistans tillögu þess efnis, að skip- uð yrði nefnd sagnfræðinga, fornleifafræðinga, þjóðháttafræðinga, íslensku- fræðinga og fólks úr ferða- þjónustu til að setja fram til- lögur um það „.. hvernig nýta megi sögu þjóðarinnar, sögu- staði, þjóðhætti, verkmenn- ingu og bókmenntir til að efla og bæta ferðaþjónustu hér innan lands“. Tillagan var samþykkt sem áfyktun frá Al- þingi, og er ástæða til að fagna því, þar sem of lítið hefur ver- ið hugað að þessum þætti í ferðaþjónustu. Jóna Valgerður hafði frum- kvæði að frumvarpi til breyt- inga á lögum um Lánasjóð ís- lenskra námsmanna. Þar var lagt til, að ef breyting yrði á reglum um úthlutun náms- lána, þá gæti námsmaður val- ið um að fá lánað eftir þeim reglum, sem giltu, þegar hann hóf nám sitt, eða að taka lán eftir nýju reglunum. Tilgang- urinn með frumvarpinu var að draga úr öiyggisleysi náms- manna, sem hafa mátt sæta sífelldum breytingum á regl- um um námslán. Ekki reynd- ist stuðningur við frumvarpið í sölum Alþingis. Ingibjörg Sólrún var fyrsti flutningsmaður tveggja frum- varpa þingflokks Kvennalist- ans um breytingar á meðlags- greiðslum. Annað þeirra varð- aði upphæð meðlags, sem að vísu var hækkuð nokkuð í tengslum við efnahagsaðgerð- ir ríkisstjórnarinnar skömmu eftir að frumvarpið kom fram. Kvennalistinn lagði til, að tryggingaráð gerði árlega til- lögu um lágmarksmeðlag, byggða á könnun á kostnaði við framfærslu barns að frá- dregnum bótum til einstæðra foreldra, og skyldi upphæðin aldrei nema lægri upphæð en helmingi þess kostnaðar. í hinu frumvarpinu voru lagðar til breytingar á þrennum lög- um, sem varða greiðslu auk- ins meðlags, og var tilgangur- inn sá að auðvelda slíkar greiðslur. Hvorugt frumvarpið hlaut afgreiðslu Alþingis. ICristin Einarsdóttir var fyrsti flutningsmaður tveggja til- lagna Kvennalistans varðandi umhverfismál. Önnur var um umhverfisgjald, sem hefði það að markmiði að efla umhverf- isvernd og draga úr mengun. Gjaldið yrði lagt á mengandi starfsemi og lækkaði eftir þvi 29

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.