Vera - 01.06.1993, Blaðsíða 36

Vera - 01.06.1993, Blaðsíða 36
SÖGUÞRÁÐUR, 2. KAFLI ÁSTA ÓLAFSDÓTTIR MÆDUR OG DÆTUR Ásta Ólafsdóttir tekur við af Iðunni Steinsdóttir. Iðunn skrifaði fyrsta kafla og kynnti tll sögunnar fjóra œttliði kvenna. Þar sagði fró heimsókn mœðgnanna Ólafar og Jórunnar yngri til Jórunnar, móður Ólafar. Með þeim í för er Inga, nýfœdd dóttir Jórunnar yngri. Jórunn eldri býr í þjónustuíbúð fyrir aldraða og að henni sœkja erfiðar minningar. Jórunn leit í kring um sig eins og hún ætti von á því að einhver gestanna heíði orðið eftir í íbúð- inni. Hún strauk flötum lófa yfir dúkinn á sófaborðinu og tók upp auglýsingabækling frá ferða- skrifstofu sem lá á gólflnu. Hún settist stirðlega í hægindastólinn og fletti blaðinu. Hana svimaði. Hún fékk þessi svimaköst svo til daglega. Hún heíði kannski átt að segja Ólöfu frá þeim. Börnin hafa nú rétt á að fylgjast með líðan foreldra sinna. -Ég hefði nú sagt henni frá svim- anum ef hún hefði spurt, hugs- aði Jórunn með sjáifri sér, en hún hefur svo sem nóg á sinni könnu. Þetta er svo erfitt hjá henni. Það eru stöðugt einhver námskeið og klúbbar sem hún þarf að sinna. Það er sjáffsagt mjög erfitt þetta sjálfstyttingar .... eða hvað það nú var aftur, lík- lega saumanámskeið. Fólk þarf að iæra eitt og annað fram eftir öllum aldri núna þvi það er aiitaf verið að finna upp ný námskeið. Og svo þarf að læra heima. Það voru nú þessi ósköp sem 36 hún sjálf þurfti að læra utan- bókar áður en hún fermdist. Þótt fermingarundirbúningur- inn geti nú varla talist nám- skeið. Það kom vandlætingar- svipur á Jórunni. Þar lærði hún blessað guðs- orðið og engum vorkunn að læra það. Það hafði ætíð dugað henni vel í hvers kyns mótlæti að fara með eitthvað eftir Hallgrím. Hann var kraftaskáld og ef það dugði ekki þá var hægt að bæta Bólu-Hjálmari við. Henni fannst þeir báðir ná- lægir. Hún horfði út undan sér til sófans. Þeir sætu þar kannski og horfðu skömmustulegir á hana minnugir fermingardags- ins hennar. Þoka af minningum hvelfdist yfir hana. -Víst hefur drottins orð alla tíð dugað mér vel, muldraði hún án sannfæringar. Niðurbældar efa- semdir hennar hrúguðust upp í stóran moldarbing sem um- myndaðist í marga þykka púka. Þeir nálguðust hana smjaðurs- lega og klesstu sér upp að henni. Þeir gerðu henni ekkert. Hún var orðin vön þeim. Hún ætlaði samt einhvern tímann að spurja Ólöfu hvort til væru námskeið fyrír fólk sem þyrfti á eigin vernd að halda. Einhvern tímann ætlaði hún líka að segja Ólöfu frá hon- um. Hana langaði svo til þess að Ólöf skildi sig betur. -Æi, hvað ætii það breyti nokkru, mótmælti hún sjálfrí sér, dætur skilja ekki mæður sínar. Það er svo margt sem ekki er hægt að tala um við börnin sín. Jórunn lýndi í bækiinginn og fletti af ákafa fram og tilbaka svo blaðsíðurnar nærri rifnuðu úr. Hún staðnæmdist við ljósmynd af sléttum Afríku. í forgrunni myndarinnar voru nokkrir inn- fæddir menn að skera út styttur og áhöld íyrir framan strákofa sína. Hún hallaði sér aftur í stólnum. Fýrír utan kyngdi niður snjó. Það var farið að skyggja. Henni fannst sem það hefði snjóað linnulaust vikum saman. Hún hafði ekki komist út í rúman mánuð vegna hárra snjóskafla og ófærðar. En hún hafði sval- irnar til allrar hamingju. Nokkrum sinnum í viku bjó hún sig vel og tók sér gönguferð á svölunum. -Jórunn, Jórunn, heyrði hún karlmannsrödd kalla. Hún hnipraði sig saman og leit flóttalega til veggja og síðan til svalahurðarínnar. -Jórunn, Jórunn, heyrði hún aftur kailað og nú fannst henni sem kallið kæmi úr fataskápn- um í svefnherberginu. Hún seig niður í stóiinn með axlirnar settar í kryppu og bærði ekki á sér. Hún reyndi að hætta að anda. Hún gjóaði aug- unum eftir hlut sem nota mætti sem barefli eða einhverju til að skýla sér með, teppi eða pottloki. Ekkert hljóð heyrðist annað en í bílunum sem óku eftir veg- inum fýrir utan blokkina. Eftir dágóða stund sigu axlir hennar smámsaman niður. Það var hætt að snjóa. - Hann skal aldrei þvinga mig aftur, tautar hún á milli saman- bitinna tannanna. Ég skal veija mig. Ég fer á námskeið. Síminn hríngdi. Jórunn staulaðist upp úr stólnum og tók upp tólið og setti það að eyra sér án þess að segja orð. -Mamma? Hún heyrði rödd dóttur sinnar. -Sæl Ólöf mín, Jórunni létti, varst þú nokkuð að kalla á mig. -Ha? Heyrðu mamma. Ég athug- aði lásinn á geymslunni og það er ekkert að honum. Heldurðu ekki að þú notir bara vitlausan lykil? Svo gfeymdi hún Jórunn mín að færa þér rósavöndinn sem hún keypti handa þér. Hún segist hafa lagt hann í sófann. Svo sætur búkettur. Þú setur hann í vasa... Það var bankað á dyrnar. Jór- unn leit skelfd til harðlæstra dyranna. -Var ekki verið að banka hjá þér? Ertu að fá aðra heimsókn? Þú segir mér frá því seinna. Bless mamma mín. -Bless..., heyrðu annars Ólöf. Hvernig getur maður lært að veija sig... En það var búið að leggja á. Hún heyrði aðeins langa, mjóa þögn. Jórunn gekk að dyrunum og opnaði hikandi lásana og gægð- ist út um dyrnar. Fýrir utan

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.