Vera - 01.06.1993, Blaðsíða 16

Vera - 01.06.1993, Blaðsíða 16
ENGAR KVENNARANNSÓKNIR ÁN KVENNAPÓLÍTÍKUR GUÐRÚN ÓLAFSDÓTTIR Það er víst óskaplega langt tll Costa Rlca og fáir sem vllja fara þangað. Ferðaskrifstofan átti enga bæklinga um landið. í C-unum í ferðabókahorninu hjá Eymundsson? Canary Is- lands, Channel Islands, Corfu, Costa Brava, Costa del Sol - já; Costa Rica - nei. Loks hjá Steinari í Bergstaða- strætinu innan um flnu lista- verkabækurnar fann ég bók um Central America - Mið Ameriku og þar í var að sjálf- sögðu allt sem ferðamaður þarf að vita um Ríkuströnd. Lönd sem eru svona langt í burtu koma greinilega í kipp- um í ferðabókum hér heima! En þegar vel er að gáð er ekki svo ýkjalangt til Costa Rica; Keflavík - New York - Miami - San José; ferðin tekur ekki nema einn langan dag ef vel stendur á flugi. Einn dag í febrúar frá snjókomu á ís- landi, slyddu og slabbi í New York í sól og 20° hita í þurrka- tímanum í San José, höfuð- borginni í landinu þar sem er eilíft sumar, sól og þónokkur rigning sem tryggir hitabeltis- gróður svo mikinn að það þarf að fara þúsund metrum ofar tindi Öræfajökuls til þess að komast upp fyrir skógarmörk. Og þarna í landinu á milli Panama og Nicaragua, sem við heyrum eiginlega aldrei um í fréttum af þvi það er svo friðsælt, mætist jurta- og dýralíf Norð- ur- og Suður-Ameríku svo að óvíða í heiminum gefur að líta jafn mikla fjölbreytni í dýra- og jurtaríkinu. Þegar við bætast stórbrotið lands- lag, með hrikalegum fjallgörðum upp í næstum 4000 metra milduðum af ríkulegum gróðri upp á efstu tinda, eldfjöll, kvik og virk ekki síður en okkar, tælandi hvítar og svartar sandstrendur með ævintýralegum kóralbreiðum inn á milli, baðaðar hlýjum öldum Kyrrahafsins í vestri og Karíbahafsins í austri, gefur það heimamönnum nokkurn rétt til að kynna land sitt sem paradís. Ja, hvers er meira hægt að óska sér? Glaðlega, vingjarnlega og fijálsmannlega þjóð sem er stolt af lýðræðislegum hefðum sínum og af því að hafa lifað í friði innbyrðis og við nágranna sína um langan aldur í heimshluta sem er þekktur fýrir annað en frið og lýðræði, enda eru Costa Rican- ar einstakir fyrir þá sök að þeir lögðu niður her- inn árið 1948 og þeim þykir heldur heiður að því að forseti þeirra, Oscar Arias Sánchez, hlaut friðarverðlaun Nobels. íbúarnir eru eitthvað á 4. milljón þótt landið sé helmingi minna en ísland enda er þar gott undir bú. Banana-, kakó- og olíupálmaekrurn- ar þekja óhemju svæði á láglendi, kaffirunnarn- ir og sykurreyrinn teygir sig upp eftir hlíðunum þar til mjólkurkýr, holdanaut, jafnvel sauðkind- ur, maís- og hveitiakrar taka við. Enn ofar er ræktað grænmeti, jarðarber og skrautblóm fyrir Bandaríkjamarkað. Samt er Costa Rica svokall- að þróunarland eða þriðja heims ríki, að vísu með þeim betur stæðu. Þessi heimur er nú einu sinni svo öfugsnúinn að það eru ekki þeir sem framleiða og flytja út matvæli sem fá mest í handraðann. Til að hressa upp á fjárhaginn hafa þarlendir þróað sérstaka tegund ferðamennsku þar sem þeir reyna að samræma hana náttúruvernd. Þeir bjóða ferðamenn vel- komna í svokallaðar „Eco- tours“ („vistferðir" á ís- lensku?). Skoðaðir eru ein- hveijir hinna fjölmörgu þjóð- garða og liffræðingar fræða um furður náttúrunnar sem þar er að sjá. FIMMTA ALÞJÓÐLEGA ÞVERFAGLEGA KVENNARÁDSTEFNAN í Costa Rica búa líka konur þótt þess sé ekki getið í ferða- bókum eða bæklingum. Kon- urnar við háskólann í San José, þar sem 37 þús. stúd- entar stunda nám, minntust 70 ára afmælis Liga Feminista de Costa Rica (Kvenréttinda- félags C.R) með því að bjóða til 5. alþjóðlegu þverfaglegu kvennaráðstefnunnar 22.-26. febrúar 1993. Samráðshóp- urinn um norrænar kvenna- rannsóknir sá þarna kjörið tækifæri til að kynna norræn- ar kvennarannsóknir og nor- ræna samvinnumódelið á al- þjóðavettvangi og bauð fram efnið við undirbúningsnefnd ráðstefnunnar sem svaraði um hæl og bauð okkur vel- komnar og þá var bara að undirbúa smá fyrirlestur um íslenskar kvennarannsóknir, huga að fjármögnun og panta farmiða án þess að hafa nokkra raunverulega hug- mynd um við hveiju mætti búast. 16

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.