Vera - 01.06.1993, Blaðsíða 4

Vera - 01.06.1993, Blaðsíða 4
P I S T I L L AÐ UTAN TOGARINN DAGRÚN #4 kaffistofunni í vinnunni minni er margt reifað og rætt og iljúga um loftið ótal hugmyndir um hvernig megi leysa hin ýmsu þjóðfé- lagslegu vandamál. Ýmislegt viturlegt en íyrst og fremst skemmtilegt kemur úr þeim umræðum eins og við er að búast á vinnustað þar sem lífsreyndar og kátar konur koma saman. Á dögunum var verið að velta íyrir sér hvenær meðferðarheimili íyrir vegalaus börn liti dagsins ljós. Einni varð þá að orði hvort ekki myndi reynast skyn- samlegt að nýta þá upphæð sem samtökin Barnaheill söfnuðu í landssöfnuninni góðu til þess að hjálpa Bolvík- ingum að kaupa hlut í togaranum Dagrúnu gegn þvi að konur á Bolungarvík tækju að sér að reka meðferðarheim- ili fýrir vegalaus börn. A Bolungarvík er fagurt mannlíf, um það voru allar sam- mála, og einstök náttúrufegurð. Þarna færi þá saman mannrækt í orðsins íýllstu merkingu og verndun byggðar- lagsins. En hvort konur á Bolungarvik hafi áhuga á slíku verkefni og hvort hægt væri að fá þangað það fagfólk sem þyrfti til að koma á slíku heimili látum við ósagt um. Hinu er ekki að neita að í áranna rás hafa íslenskar konur í dreifbýlinu annast börn og unglinga af höfuðborgarsvæðinu, sem mörg hver hafa átt við ýmsa erfiðleika að stríða og hefur starf þessara kvenna farið hljóðlega fram. Ég segi konur, því í miklum meiríhluta hafa konurnar átt frumkvæði að þvi að taka til sín börn í tímabundið fóstur eða sumardvöl, en bændur þeirra hafa vitaskuld tekið þátt í umönnunar- hlutverkinu. Á hveiju ári hafa félagsmálastofnanir á land- inu milligöngu um að senda u.þ.b. 250 börn í sumardvöl í sveitir landsins og tugir barna og unglinga fara í tíma- bundið fóstur út á land. Til eru þeir sem hafa reynt að gera lítið úr hlutverki þess- ara kvenna með þvi að segja með glotti á vör að nú séu bændur í auknum mæli farnir að snúa sér að snoðdýra- rækt í stað loðdýraræktar. En sumum vex það nefnilega í augum að konur í sveit fái greidda þóknun fyrir að annast börn og unglinga, og kemur þar til gamalgróið viðhorf, að umönnun barna sé varla starf. Þegar umræða um byggðastefnu stendur hvað hæst verð- ur mér oft hugsað til þessara sveitaheimila og starfsliðs fá- mennra skóla á landsbyggðinni sem hafa tekið virkan þátt í uppeldi fjölda barna úr þéttbýlinu í áraraðir og hafa ekki talið eftir sér að gefa ómælda ástúð og umhyggju. Þessi mannrækt fer að mestu fram í kyrrþey og þær eru margar „hvunndagshetjurnar“ sem vinna sigra á degi hverjum. Á tímum þar sem skortur á tilfinningalegum tengslum vex með miklum hraða og fer að verða ein stærsta ógn við velferð manna, er margt hægt að læra af þeim sem enn helst á dýrmætasta auðnum, að hafa hæfileikann til að gefa af sjálfum sér. □ REGÍNA ÁSVALDSDÓTTIR félagsráðgjafi HVER ELDAR? í British Social Attitudes birtist fýrir skömmu könnun um það hvernig skipting eldamennsku hjá pörum væri háttað. Góðu fréttirnar eru þær að meir en helmingur aðspurðra, eða 54% töldu að skipta ætti eldamennskunni jafnt á milli para, en slæmu fréttirnar eru þær að þannig er það aðeins í um 20% tilfella. U.þ.b. 70% kvenna sjá oftast um kvöld- matinn og þvi sem honum fýlgir s.s. innkaup. Það er ýmislegt í heimilislífinu sem hægt er að slá á frest eða fá utanaðkomandi aðila til að sjá um, en fæstir hafa efni á því að fara daglega út að borða. Daglegur málsverð- ur er því þegar upp er staðið stór póstur vinnunnar á heimilinu. Misréttið felst í sjálfu sér ekki í því að karlmenn eldi aldrei, því það gera þeir, heldur er grundvallaratriðið það að svo virðist sem það séu þeir sem geta valið um hvort þeir elda eða ekki. Konur eiga í flestum tilfellum engra kosta völ, því þótt meiri hluti fólks telji daglega elda- mennsku ekki eiga að vera kvenmannsverk er það því mið- ur ennþá í reynd tengt kvenímyndinni. Spurningin; „Hver eldar á heimilinu?" sem var í fullu gildi í byijun sjöunda áratugarins, en þótti úrelt á þeim áttunda og níunda, mætti gjarnan vakna aftur nú þegar tíska sjöunda áratug- arins iyður sér til rúms. □ Þýtt og endursagt úr The Guardlan, 23. nóv. 1992 BARNSHAFANDI BRÚÐA Nú er komin á markaðinn í Bandaríkjunum enn ein eftir- mynd Barbie. Þessi nýja dúkka er jafn ljóshærð og bláeygð og fyrirrennararnir. En „Judith” getur alið börn! Eigandi ó- léttu dúkkunnar getur á einfaldan hátt gert á henni keis- araskurð. Hann þarf bara að lyfta upp egglaga maganum og taka út lítið, rauðhært gúmmíbarn. Þvinæst er stóri maginn lagður á hilluna og sléttur plastmagi settur í stað- inn. Vaxtarlag Júditar verður fullkomið strax eftir fæðingu án þreytandi leikfimisæfinga og megrunarkúra! Auðvitað á Judith barnsföður, Charlie, sem oft fær að vera viðstadd- ur hina einföldu og sársaukalausu fæðingu. □ 4

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.