Vera - 01.06.1993, Blaðsíða 32

Vera - 01.06.1993, Blaðsíða 32
Teikning og útlit: Dagur Hilmarsson. Myndlista- og handiðaskóla Islands KQNUR OG T VINNUVERND V innuverndarári í Evrópu er nýlokið. Efnahagsbandalagið átti frumkvæðið að þvi, að efnt yrði til vinnuverndarárs í aðildarlöndum bandalagsins, EFTA-löndin sigldu í kjölfarið. Akveðið var að þemu ársins yrðu fjögur, hreint loft á vinnustað, öryggi á vinnustað, vellíðan á vinnustað og varnir gegn hávaða og tltringi á vinnustað. Fór það framhjá þér, að það var vinnuverndarár á íslandi? - Hefur fólk ekki um annað en vinnu- verndarmál að hugsa, þegar þreng- ir að í þjóðfélaginu og margir missa atvinnuna? Það er staðreynd að fólk verður hrætt, þegar atvinnuleysi eykst og þorir ekki að gera þær kröfur, sem eru ekki aðeins réttmætar, heldur nauðsynlegar til að fólk haldi líkamlegri og andlegri heilsu. Um langan aldur hafa verið gerðar rannsóknir á atvinnusjúkdómum og íyrsta bókin um það efni kom út um 1700. f 300 ár hefur fyrst og fremst verið hugað að atvinnusjúk- dómum og vinnuaðstæðum karla, enda hafa þeir verið fjölmennari en konur á vinnumarkaðinum. Kvenna er þó getið í þessari fyrstu bók. Höfundur veitti því m.a. at- hygli, að nunnum hætti fremur en öðrum konum til að fá bijósta- krabbamein og kenndi því um að nunnur lifðu einlífi og eignuðust ekki börn. Þessi áfyktun er enn í fullu gildi, svo maðurinn var afar glöggskyggn, þó bijóstakrabbamein teljist varla atvinnusjúkdómur. Skilningur manna hefur á siðustu árum aukist mjög á því, að vinnan er ekki einangrað fyrirbæri í lífi manneskjunnar, heldur hluti af þeim flókna vef, sem mannlífið er samsett úr. Rannsóknir sem við höfum staðið að á atvinnusjúkdómum kvenna á íslandi hafa sýnt, að lífshættir hafa mikið að segja um heilsuna. Vinnan er hluti af iífsháttunum. Konur þjást af ýmsum atvinnusjúkdóm- um og vanlíðan í vinnu, sem þjakar þær bæði andlega og líkamlega. Á síðustu árum hefur vaknað áhugi á að skoða, hvort vinnuumhverfi hafi sömu áhrif á konur og karla, en ýmislegt bendir til að ekki sé unnt að segja að niðurstöður rannsókna meðal karla gildi einnig fyrir konur. Rannsóknir hafa sýnt, að fleiri konur en karlar í fiskvinnu líða af álagssjúkdómum, sem geta leitt til varanlegs heilsutjóns. Allir vita að ef alvarlegt vinnusfys verður er úrbóta þörf. En hin hljóða vanlíðan er ekki eins áberandi og ekki sami vilji til að bæta úr henni. En það eru einmitt hinir ósýnilegu og ómæl- anlegu kvillar sem hijá konur frekar en karla, t.d. vöðvabólga og óþægindi vegna innilofts. IConur hafa oft ætlað sér annað á vinnumarkaðinum en karlar. Þær hafa ætlað sér minni hlut, líklega vegna þess, að þær hafa metið uppeldi barna og skyldur gagnvart fjölskyldu meira en frama í starfi. Það er skammt síðan ímynd hinnar eftirsóknarverðu konu breyttist úr þvi að vera undirgefin og hljóð í skugga tilvonandi eiginmanns, í sjálfstæða veru með eigin framavilja og kröfur fyrir sjálfa sig. Margar konur verða enn fyrir þeirri bitru reynslu, að hinar kvenlegu dyggðir eru óarðbærar í hörðum heimi sam- keppninnar og þær standa ekki í skugga elskaðs eiginmanns heldur framagosa á vinnustað. IConur og karlar eru ólík. Þau taka ólikt á málum og beita ólíkum aðferðum. Konum hættir t.d. til að fara með vinnuna heim - ekki að- eins í bókstaflegum skilningi heldur einnig í huga sér. Þær velta fyrir sér vonbrigðunum og viðfangsefnunum löngu eftir að heim er komið og karlarnir í vinnunni hafa lokað á eftir sér í öllum skilningi. Mismun- ur karla og kvenna í vinnu lýsir sér á marga vegu. En mismunurinn á ekki að leiða til mismununar. Við vonum að konur viti að þær eru verðmætir starfskraftar. Áliir vilja í raun fá að njóta sin og það þrífast fá blóm í skugga. Vinnu- verndarmál eru ekki síður mikilvæg fyrir konur en karla. Við verðum að taka þau föstum tökum og koma þannig i veg fyrir atvinnusjúkdóma og slys. □ HÓLMFRÍÐUR GUNNARSDÓTTIR hjúkrunarfrœðingur og HULDA ÓLAFSDÓTTIR sjúkraþjálfari. Þœr vinna báðar hjá Vinnueftirllti ríkisins. 32

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.