Vera - 01.06.1993, Síða 24

Vera - 01.06.1993, Síða 24
GLERKASSAMENNING Um menningarstefnu Kvenna- listans segir Þórhildur að stundum hafi verið að flnna á stefnuskrá hans orð um fjöl- breytni, grasrót og lággróður á menningarsviðinu. „Kvennalistinn setti svosem á blað og flutti lengi framan af tillögur um að veita meira fé til menningarmála og í orðum út- færði hann meiri menningar- stefnu en aðrir flokkar, en auð- vitað hefur Kvennalistinn ekki haft vald til að breyta neinu. Ég get heldur ekki sagt að ég verði vör við djúpar, alvarlegar þenkingar um þessi mál innan Kvennalistans sem stofnunar, þó að ég finni mikinn áhuga einstakra kvenna. En um áhuga einstaklinga hef ég ekki samanburð við aðra flokka.” AÐ ALA UPP ÞÆGA NEYTENDUR Islenska þjóðin er mjög upp- tekin af efnislegum gæðum og leggur meira upp úr magni en innihaldi. Við viljum geta brugðið einhverri mælistiku á alla hluti. Þórhildur telur að sú ofuráhersla sem lögð er á nyt- semi sé mjög skaðleg. „Nytsemi menningarinnar er ekki mælanleg og hún verður því utangátta í þessu praktíska, efnahagslega plani, sem öll pólitisk umræða er á hér á landi. Og ég held að þetta risti dýpra. Þvi Qær sem fólk er menningarlegum þroska því virkari neytendur er það og gagmýnislausari á alla þessa gagnlausu neyslu. Að ala fólk ekki upp, í menningarlegu til- liti, tryggir þægari neytendur sem ganga inn í hið snauða efnahagstal. ^Aér flnnst svolítið svakalegt að ef efnt er til skemmtunar fyrir börn og unglinga er hin svokallaða íslenska menning, sem þó þykir svo mikilvæg, ekki þar. Þar eiga að vera keppnir og skemmtidagskrár og það eru settar upp greini- legar girðingar á milli skemmt- unar og menningar. En ég hef stundum verið að kenna ung- lingum og orðið vör við mikinn þorsta eftir menningu. Ég hef séð átakanleg dæmi um það, sérstaklega meðal drengja. Menningin á ekki að vera þeirra svið, það eru stelpurnar sem halda uppi menningarlíf- inu í grunnskólum og í fram- haldsskólum er nánast ekki til nein menning. Þess vegna eru 24 strákarnir feimnir að viður- kenna þennan þorsta. Ég verð vör við að þegar unglingar eiga að velja sér texta til að vinna með taka sumir það fyrsta sem þeir flnna, en flestir velja sér texta af kostgæfni og oft mjög tilfinningaþrungna texta, sem snerta þá djúpt. En ef sá sem velur slíkan texta er karlkyns byijar hann gjarnan á að til- kynna að „mamma hafl valið hann." Mér er minnisstæður hópur sem kom frá Mennta- skólanum við Hamrahlíð á sýningu á Pétri Gaut. Hópur- inn kom mjög vel undirbúinn en Ingibjörg Hafstað talaði við þau uppi í skóla og ég hitti þau að sýningu lokinni. Verkið hafði haft mikil áhrif á þau, það haíði auðsjáanlega vakið hjá þeim grundvallarspurn- ingar um lífið og tilveruna. Kennararnir voru mjög ánægð- ir og einn orðaði það þannig að þetta væri eins og að leiða þjrrstan mann að brunni. Því miður fannst Þjóðleikhúsinu tíma sínum og fé betur varið til annars en að veita fleiri skól- um þessa þjónustu þrátt fyrir beiðnir þar um. Lestrarkeppnin sem haldin var hér í vetur fannst mér al- veg furðuleg og gott dæmi um þá áherslu sem lögð er á magnið á kostnað skilnings á innihaldinu. Svona lestrar- keppni finnst mér ekki vera menningarstefna í rétta átt. Það er alltaf verið að tala um þörfina á skapandi skólastarfi. í einhverri könnuninni kom fram að foreldrar teldu for- gangsverkefni skólans vera samfelldur skóladagur og auk- ið skapandi starf. En samt sem áður er það álltaf skorið fyrst niður, vegna þess að ekki er hægt að sýna fram á nyt- semi þess.” AD RÆKTA MENNINGARARFINN í aðalnámskrá grunnskóla segir að kjölfesta hverrar þjóð- ar sé menning hennar og grunnskóli þurfi að efla vitund um menningararfleifð þessa og standa traustan vörð um menningu þjóðarinnar. í þing- ræðu um grunnskólann árið 1989 sagði Þórhildur: „Það er ekki hægt að ætfast til að börn eða unglingar flnni það upp hjá sjálfum sér að hafa áhuga á því sem íslenskt er og áhuga á fortíð sinni, menningararfl og landi þegar fátt eitt sem að þeim er haldið gefur tilefni til þess.” Það væri synd að segja að ís- lenska þjóðin vanrækti menn- ingararf sinn í orði, en Þórhildi flnnst lítið gert til að fólk geti tileinkað sér þennan menning- ararf og bætt við hann, en arf- urinn er einskis virði ef ekki er stöðugt bætt við hann. „Ég skil ekki hvaðan það kemur að fólk skuli þrátt fyrir allt hafa áhuga á menningu. Kannski er ástæðan sú að helmingur þjóðarinnar er al- inn upp á aktívu menningar- svæði, þar sem fólk getur enn- þá tekið virkan þátt í sköpun menningararfsins. Ég skil ekki af hveiju fólk á landsbyggðinni leggur ekki miklu meiri á- herslu á að benda á þennan kost við að búa úti á landi. Ég held að stjórnmálamenn hugsi of mikið sem svo að ef atvinna er í boði og samgöngur í lagi þá skorti ekkert. Auðvitað er grundvallarforsenda búsetu að fólk hafi viðurværi, en fleira skiptir máli. Það kom mörgum á óvart þegar Byggðastofnun birti könnun þar sem kom fram að fólk setur menningar- og félagslíf í þriðja sæti, þegar talin eru upp atriði sem skipta máli við val á búsetu,” segir Þórhildur. VERUM FORVITNAR Það er staðreynd að konur eru áhugasamari um menningar- mál en karlar, bæði sem skapendur og njótendur. Nem- endur listaskóla eru í meiri- hluta konur og Þórhildur nefn- ir töluna 70% í sambandi við þátttöku kvenna í menningar- viðburðum. Hún hefur eftir miðasölukonunum í gamla Iðnó að þegar slæðst hafl karl- menn í miðasöluna hafl þeir sagt að frúin vildi endilega sjá þetta stykki. Samt hafa konur lítil áhrif á menningarstefnu þjóðarinnar. „Kannski væri þessu áhuga- sviði kvenna gert hærra undir höfði ef konur hefðu meiri völd,” segir Þórhildur. „1 fjöl- miðlum er menningu gerð lítil skil vegna þess að þar sitja konur ekki á valdastólum. Þó eru gerðir á Rás 1 mjög margir og margvíslegir menningar- þættir. Mér þætti gaman að vita hversu margir karlmenn vinna á Rás 1. Valdaleysi kvenna birtist líka í því hvað menningin á undir högg að sækja í skólakerflnu. Þó að meirihluti kennara séu konur eru þær hvorki ráðandi í mót- un menntastefnu né í stjórnun skóla og því er menningin hornreka í skólakerfinu.” Það hefur líklega aldrei verið kannað hér á landi hvers vegna áhugi kynjanna á menn- ingarmálum er svo mismikill. Ef til vill er skýringa að leita til þeirra tíma þegar það töldust kvenlegar dyggðir að spila á pí- anó og vera viðræðuhæf um bókmenntir. Hugsanlega felst hluti skýringarinnar í því að það hefur löngum verið hlut- verk konunnar að sjá um fé- lagslega hlið fjölskyldunnar á meðan karlmaðurinn sér um þá efnahagslegu. „Kannski er skýringin sú, segir Þórhildur „að konur eru forvitnar. Þegar sagt er að kon- ur séu forvitnar er það yfirleitt notað í neikvæðri merkingu. Ég held að það sé mikil rang- færsla. Forvitni er ekki nei- kvætt orð. Forvitni er áhugi á mannlífinu í sínum margvís- legustu myndum. Ég held að ég geti fullyrt að staða menn- ingarmála myndi breytast. með

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.