Vera - 01.06.1993, Blaðsíða 10

Vera - 01.06.1993, Blaðsíða 10
FERÐALAG FRAMUNDAN Nú er tími langþráðra sum- arfría runninn upp, a.m.k. hjá þeim sem fá slíkan mun- að. Ert þú ein af þeim sem gengur inn á ferðaskrifstofu, lokar augunum, réttir fram greiðslukortið og segir: „Skyndiferð tíl sólarlanda, hvenær sem er, hvert sem er“? Eða liggur þú yíir bæklingum frá ferðaskrifstofum og kynnir þér málið út í ystu æsar? Ertu ef tíl vill ein af þeim forsjálu sem nýta sér ódýru fargjöldin til draumastaðarins? Það er hægt að veija sumar- fríinu á ýmsa vegu, jafnvel heima íýrir framan sjónvarps- tækið eða í garðinum. Sumir fara í einstaka útilegu og not- færa sér sífellt íjölbreytilegri afþreyingu í heima- byggð eða á landsbyggðinni eða afþreyinga- möguleika, eins og það er kallað í ferðabransan- um. Vandamálið er ef til vill frekar að ákveða hvað skal gera og hvert skal halda. Austur íýrir Qall eða af landi brott? Er það flug og bíll, rútu- ferð, helgarferð, heimsferð eða sólarlandaferð? Þeir sem eru lítt gefnir fýrir pakkaferðir geta sest upp í bílinn sinn og ekið austur á land og tekið Norrænu. Jafnvel sameinað ferðalag um eigið fand og útlönd. Það er í raun frábært hve misjafnir mennirnir eru. Meðan sumir vilja alltaf fara á sama stað, gista í sömu íbúðinni og láta þjóninn heilsa sér með nafni, vilja aðrir sífellt breyta tíl. Framboð á ferðum er gífurlegt og hiflur bókabúðanna svigna undan ferðahandbókum. Það ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfl. Þær sem vilja fara í öðruvísi ferðir er bent á bókina Women Travel — Adventures, Advice and Ex- perience sem gætí þýtt á ís- iensku Konur á ferðalagi, æv- intýri, ráð og reynsla. í inngangi segja ritstjórar að þegar Baedeker gaf út fýrstu nútíma ferðahandbókina um 1830 hafi verið augljóst fýrlr hveija hún var: Herramenn sem voru einir á ferð eða í hlutverki fjárhaldsmanna, verndara eða leiðsögumanna lítt hæfra ferðalanga, það er „damanna í hópnum". Þó svo að Evrópuferðir hafl verið í tísku meðal betur settra kvenna og sumar jafnvel farið lengra en það, samanber frá- sögnina af Mary Henriettu Kingsley í ágúst-Veru 1992, lét höfundur sem þær væru 10

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.