Vera - 01.06.1993, Síða 14

Vera - 01.06.1993, Síða 14
 JAPANSKA EFNAHAGSUNDRIÐ Venjulegur launamaður færir konu sinni lokað launaumslagib hún afhendir honum vasapeninga og ókvebur síban hve stór hluti fer í tryggingagreibslur, menntun barna, afborganir og annað slíkt. að aðeins 3% giftra kvenna vita ekki hvað eiginmaðurinn fær í laun. Almannatiyggingar eru í algeru lágmarki, svo að hugsa verður fyrir elliárunum og hugsanlegum heilsubresti. Menntun barna verður alltaf að greiða að einhverju leyti, en því betur sem börnin standa sig því minna þurfa foreldr- arnir að kosta til menntunar þeirra. Hlutverk fjölskylduföð- urins er að sjá heimilinu fyrir nægum tekjum með þvi að taka allri þeirri vinnu, sem fyrir hann er lagt og helst meira en það. Vinnuálag í japönskum fyrirtækjum er miklu meira en í sambærileg- um fyrirtækjum á Vesturlönd- um. Vinnuvikan er til dæmis átta klukkustundum lengri en í Þýskalandi og Frakklandi. Sumarfrí er aðeins ein vika. Japanskar konur taka beinan þátt í atvinnulífinu í fullu starfi í tvö til sjö ár, eftir þvi hvort þær hefja vinnu eftir menntaskóla eða háskóla, en hætta oftast eftir að þær eign- ast annað barnið. KONUR Á VINNUMARKADI Konur sækjast eftir að vera lengur á vinnumarkaði. Árið 1965 hættu 49% kvenna í vinnu eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn, en árið 1981 var hlutfallið 22%. í stóru við- skiptafyrirtækjunum er ætlast til að konur sem eiga tvö börn hætti að vinna, þó að lög um jafnrétti kynjanna til vinnu banni það. Aðferðirnar sem notaðar eru til að þvinga kon- ur til að hætta er að lækka þær í stöðu, lækka launin vegna fleiri forfalladaga og jafnvel að einangra þær og láta þær ekki vita af því sem er að gerast í fyrirtækinu. En ekki sækjast allar jap- anskar konur eftir að vinna utan heimilis og mörgum flnnst lítt eftirsóknarvert að gangast undir þá miklu þrælkun sem fram fer i japönskum fyrirtækjum og að eyða e.t.v. tveimur til þremur klukkustundum á dag í að komast til og frá vinnu. Þær velja frekar þann kostinn að hafa budduna léttari og skipuleggja fjármálin betur. Margar hafa þó ekkert val og verða að vinna til þess að ná endum saman. MENNTUNARMÖMMUR Ábyrgð á menntun barnanna er í höndum foreldranna. Ef börnin fá ekki næga undir- stöðu í grunnskólum til að komast inn í menntaskóla, geta þau átt erfitt með að fá bitastæð störf og örugga at- vinnu. Mæður leggja á sig ómælda vinnu við að hjálpa börnum sínum við námið og fylgja þeim í einkatíma eða aukatíma. Fundir með kenn- urum, þar sem hæfileikar og geta barnsins er aðalumræðu- efnið, eru afar tiðir. Afrakstur alls þessa er mjög vel upplýst þjóð, sem á fram- úrskarandi góða vísindamenn og hugvitsmenn á öllum svið- um. Vegabréfið inn í land vel- megunarinnar er gott próf- skirteini frá viðurkenndum skóla. Japanskar konur hafa lagt alla krafta sína í það að stuðla að menntun þjóðarinn- ar og það er þeirra hlutur í efnahagsundrinu. En eru þær að ganga of langt? Mesta vandamál barna og unglinga er ofþreyta og leiði. Það er að verða æ út- breiddara vandamál að líkam- lega hraust börn frá góðum heimilum neiti algerlega að fara í skólann. Það er líka orð- in ástríða margra foreldra að barnið þeirra eigi að vera BEST í ÖLLU. JAFNRÉTTI í MENNTUN KYNJANNA Japanir leggja jafn mikla áherslu á að mennta stúlkur sem drengi. Það þarf mennt- aða konu til að geta fylgst með framgangi mála í þjóðfélaginu og gera sér grein fýrir því hvað kemur sér best fyrir börnin í framtíðinni. Menntun á há- skólastigi er samt að meðaltali lengri hjá karlmönnum. Kon- ur hætta ekki námi vegna sambúðar, giftingar eða barn- eigna. Þess háttar hlutir eru látnir bíða þar til þremur eða fjórum árum eftlr sérskóla- eða háskólapróf. Fram að þessu hafa konur frestað gift- ingu þar til þær eru 22 til 24 ára og karlmenn til 24 eða 26 ára aldurs. Síðustu tvo ára- tugi hafa hjón eignast að meðaltali tvö börn. Eftir að börnin eru orðin tvö er konan heimavinnandi, eins og áður sagði, og maðurinn eina fyrir- vinnan í fullu starfi. Hann er lítið heima við og þá helst á 14

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.