Vera - 01.06.1993, Blaðsíða 39

Vera - 01.06.1993, Blaðsíða 39
Sú rannsókn sýnir að bæði kynin dreymir jafnmikið um að draga sig í hlé inn á heimilið. — Eitt skil ég ekki, segir Faludi, ég skil ekki hvers vegna sterkir karlmenn sem náð hafa langt hafa þörf fyrir að hafa máttlausar skrautdúkkur sér við hlið. Tök- um til dæmis stjórnmálamenn sem oft eiga margar ungar ást- meyjar eða Woody Allen, sem hittir áhugaverðustu konur í heimi, en hvað gerir hann? Hvers vegna velja valdamenn valda- lausar konur? Það er óskiljanlegt! Blaðamaður Dagens Nyheter segir að Susan Faludi sé ákaflega hreinskilin og það sé erfitt að ímynda sér að nokkur geti ásak- að hana um karlhatur. Nú, þegar hún hefur lagt mikla vinnu í að kortieggja viðbrögð bandarískra karla við framsókn kvenna, hefur hún þetta að segja: — Margir feministar eyða orku í að gagnrýna karlmenn í stað þess að benda á lausnir. Hvernig vilj- um við hafa karlmenn? Hlutverk þeirra í dag er frekar laust í reip- unum. Og þeir lifa hættulegu lífi! Þeir deyja yngri en konur, sjálfs- morð eru tíðari meðal karla en kvenna og flestöll ofbeldisverk eru unnin af karlmönnum gegn karlmönnum. Hvers vegna halda bæði kynin í þessi ójöfnu kyn- hlutverk, spyr hún og er mjög meðvituð um að flestar konur halda í þessi hlutverk, annars hefðu meiri breytingar orðið á þeim. Henni finnst skiptingin á milli atvinnu og einkalífs, atvinnu og barna óeðlileg í samfélögum nú- tímans. —Og hugsið ykkur hvað mann- kynið tapar á því að annar helm- ingurinn kúgar hinn. Þvílík sóun á mannlegum verðmætum! Það er erfitt að skilja hvað stendur í vegi fyrir jafnrétti kynj- anna. Hvað er það sem hræðir karlmennina? Tilfinningalega væri miklu heilbrigðara að jafn- rétti ríkti. Og það er miklu skemmtilegra fyrir karlmenn að geta talað við konur og borið virð- ingu fyrir þeim heldur en að koma fram við þær eins og gólf- mottur. Jöfn laun myndu líka bæta lífskjör karlanna. Og hugs- ið ykkur hversu miklu skemmti- legra það væri fyrir feður að fá að hjálpa dætrum sínum að þroskast og verða að frjálsum, sjálfstæðum einstaklingum. Eig- inlega er það mjög skrítið að um- ræða um jafnréttismál skuli bara Qalla um hvort konur eigi að vinna úti eða vera heima hjá börnum. Það verður að vera til þriðja leiðin, leið sem gerir lífið auðugra fyrir konur, karla og börn, segir metsöluhöfundurinn Susan Faludi. □ Úr Dagens Nyheter. BÁ þýddi og stytti Teikning: Áslaug Jónsdóttir HEYRT UM JAFNRÉTTISMÁL Ef að konur vilja ráða eins mikfu og karlar þá ætti líka að mega beija þær jafnmikið. (12 ára strákur) Ég er einstæð móðir í námi, en fékk samt ekki leikskólapláss fyrr en barnið mitt var orðið tveggja og hálfs. Þá fékk ég pláss í Breið- holti, en ég bý í Grafavogi og er í skóla niðri í bæ. Ég verð að skrópa í einn tima á dag til að geta skipt um pössun. (Ung námskona) Það er í sjálfu sér óréttlátt að stelpa þurfi að hætta í skóla ef hún verður ólétt. En þetta er alltaf spurning um val. (Ungur námsmaður) Maðurinn minn er í karlaklúbbi og það kostar okkur næstum tvö- föld mánaðarlaunin mín á ári. Ef ég keypti eitthvað til heimilissins fyrir þann pening myndi hann segja að ég væri kaupsjúk. (25 ára verkakona) Ég þakka jafnréttisbaráttunni það hvað ég á góða konu. Ég bjó lengi í landi þar sem konurnar voru barnamaskínur, næturgögn og bóntuskur, en karlar leituðu sér sálufélaga á börunum. Ég er feginn að eiga konu sem er á sama róli í tilverunni og ég. (Karlmaður á flmmtugsaldri) Ég hugsa að pabbi haíi aldrei minnst á okkur systkinin í vinn- unni. Nú eru karlmenn farnir að tala um börnin sín — en bara sem sigurvegarar. „Sonur minn ber af öllum á leikskólanum, það segir fóstran.” Þeir geta ekki sagt frá þvi sem miður fer og fengið huggun og stuðning hjá vinnufé- lögunum. (Kona á fertugsaldri) NÍU RÁÐ TIL AD GERA LÍTIÐ ÚR KVENNAHREYFINGUNNI í norska blaðinu Kvinnejournalen lýsir Susan Faludi níu leiðum til að gera lítið úr kvennahreyíingunni. o Kenndu kvennahreyfingunni um þegar eitthvað fer úrskeiðis hjá konum. © Vitnaðu í vísindalegar rann- sóknir þegar þú ræðst á kvenna- hreyfinguna. © Ef vísindalegar niðurstöður eru ekki tiltækar skaltu leiða einhveija tiltekna konu til af- töku. o Láttu ekki staðreyndir stöðva þig í viðleitni þinni til að þagga niður í konum og kvennahreyf- ingunni. © Skammaðu konur og kvenna- hreyfinguna fyrir að segja og gera hluti sem þær aldrei sögðu og gerðu. © Fáðu konur til að ráðast hver á aðra. 0 Notaðu femíniska frasa þegar þú ræðst á kvennahreyfinguna svo að það líti út fyrir að þú sért á hennar bandi. © Ef þú ert staðinn að verki í árásum þínum á femínismann skaltu slá jjví upp í grin. © Láttu eins og femínisminn sé dauður — kannski deyr hann þá.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.