Vera - 01.06.1993, Blaðsíða 3

Vera - 01.06.1993, Blaðsíða 3
K V ENRÉTTINDAKONAN FLORENCE NIGHTINGALE | Florence Nlghtingale er ein fárra nítjándu ald ar kvenna sem hlaut viðurkenningu í op- inberu lífi. Frægð sína öðlaðist hún í Krímstríðinu, en þar náði hún og þær hjúkrunarkonur sem með henni störfuðu, ótrúlegum ár- angri við hjúkrun særðra her- manna. Á örfáum mánuðum lækkaði dánartíðnin meðal hermannanna úr 42% í 2%. Það var þó ekki fyrst og fremst þessi mikli árangur sem gerði nafn Florence Nightingale ódauðlegt. í fréttum sem sendar voru til Englands frá átaka- svæðunum var henni líkt við engil. Þvi var lýst hvernig hún gekk um meðal særðra hermanna og veitti þeim líkn. Nær- vera hennar og nærgætni, var þeim styrkur og hvatn- ing. Að stríðinu ioknu var henni fagnað sem þjóðhetju og miklar vonir voru bundnar við framlag hennar til heil- brigðismáia. Hún beitti sér fyrir margskonar endurbótum á rekstri sjúkrahúsa auk þess að beijast fyr- ir þjóðfélagslegum umbótum sem hún taldi að myndu efla heilbrigði þjóðar- innar. Hún hafði náið samstarf við marga af æðstu mönnum Bretaveldis og var óþreytandi að koma málum sínum á framfæri. Eftir Florence Nightingale liggur fjöldi ritverka, bæði útgefin rit, sendibréf og erindi af ýmsu tagi sem hún sendi vinum sínum, fjölskyldu og sam- starfsfólki. Þetta efni hefur vakið athygli fjöi- margra fræðimanna sem fjallaö hafa um ævi hennar og persónu. Þær myndir sem þessir höf- undar draga upp af Fiorence Nightingaie eru um margt ólíkar, allt frá þvi að vera nánast samfelld lofræða um hæfileika hennar og snilli, til þess að lýsa henni sem valdagráðugri og meistara í að ná fram vilja sínum, jafnvei með vafasömum aðferð- um. Hún er bæði talin ímynd hins kvenlega, en jafnframt ólík öðrum konum, því henni tókst að rj úfa múra þeirra takmarkana sem konum voru settar á nítjándu öldinni. Hún er talin hafa verið einstaklega miklum gáfum gædd. Hún var vel menntuð, talaði mörg tungumál, haíði lesið heim- speki og lært stærðfræði. Hún var mjög trúuð og áleit það hlutverk sitt í lífinu að fullkomna ætlun- arverk Guðs. í þvi sambandi taldi hún mikilvægt að skapa heilsusamlegt umhverfi og efla siðferðis- kennd meðal þegnanna. Hugmyndir Florence Nightingale um konur og þjóðfélagslega stöðu þeirra mótuðust af ríkjandi viðhorfum nítjándu aldarinnar. Á margan hátt var hún ósátt við þær þröngu skorður sem konum voru settar og ákvað m.a. að gifta sig ekki, þar sem hjónabandið gæfi henni ekki nægjanleg tækifæri til að starfa að ætlunarverkum sínum. í stærsta riti hennar, Sug- gestions for Thought, sem raunar var aldrei geíið út opinberlega, kemur óánægja hennar með hlutskipti kvenna skýrt fram. Hún er full reiði yíir þeim takmörkunum sem konum eru settar í opinberu lífl og spyr: „Hvers vegna eru konur gæddar gáfum, siðferðiskennd og bar- áttuvilja í heimi sem neitar að viðurkenna hæfileika þeirra?" Hjúkrunarstarfið var í huga Nightingale leið fyrir konur til að lifa sjálfstæðu lífi og vinna skapandi starf utan ijöl- skyldunnar. Hún lýsir því sem kvennastarfl sem á rætur að rekja til um- önnunar kvenna innan fjölskyldunnar. Nightingale gerði skýran greinarmun á hjúkrun og lækningu. Hún hafði heldur litla trú á árangri læknisfræðinnar við eiiingu heil- brigðis, en þvi meiri á hjúkruninni. í hjúkrun fólst umönnun og það að skapa heilsusamlegt umhverfi. Mikilvægur þáttur hjúkrunarstarfsins var fræðsla til almenn- ings sem miðaði að eflingu heilbrigðis. Hjúkrun- arstarfið var í eðli sínu siðferðilegt og hjúkrunar- konan beitti persónu sinni við umönnun. Night- ingale var mikið í mun að tryggja sjálfstæði hjúkr- unar, einkum þess þáttar er snéri að umönnun. í þvi sambandi lagði hún til að ráðnar væru for- stöðukonur á alla spítala og að þær sæju um dag- legan rekstur þeirra og hefðu yíirumsjón með hjúkrunarmenntuninni. Á þennan hátt tryggði hún hjúkruninni visst sjálfsforræði, þó hluti af störfum hjúkrunarkvenna væri að framfylgja fyr- irmælum lækna. Florence Nightingale haiði geysileg áhrif á þró- un hjúkrunar á Vesturlöndum á síðari hluta nítj- ándu aldarinnar og fyrri hluta þeirrar tuttugustu. Hugmyndir hennar um skipulag og áherslur í hjúkrun komu m.a. fram í hjúkrun á Norðurlönd- unum á fyrri hluta tuttugustu aldarinnar. Þessar hugmyndir náðu hins vegar ekki að þróast og endurnýjast. Með tímanum urðu þær að stein- runnum hefðum sem héldu fremur aftur af fram- þróun innan fagsins en hitt. í dag leita margir fyrirmynda og hugmynda um hjúkrun í skrifum Nightingale. Við erum kannski komnar á það stig í sögu okkar að skapa þær aðstæður i hjúkrun að áherslur hennar geti fengið að njóta sín. □ Dr. KRISTÍN BJÖRNSDÓTTIR, hjúkrunarfrœðingur 3

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.