Vera - 01.06.1993, Síða 31

Vera - 01.06.1993, Síða 31
ATHAFNAKONUR í GRÓÐRARSTÖÐINNI FÍFILBREKKU UNA ÞÆR BEST í SÆLD OG ÞRAUTUM A móts við Keldnaholt við Vesturlandsveg standa nokkr- ar gróðrastöðvar í þyrpingu. Ein þeirra er Fífllbrekka, eina garðyrkjustöðin á höfuðborg- arsvæðinu sem rekin er af konum. Guðrún Bjarnadóttir og Dagbjört Snæbjörnsdóttir hafa rekið Fífilbrekku í átta ár og þær eru þekktar fyrir að hafa á boðstólum plöntur sem ekki fást annars staðar. Þeirra hjartans mál er að rækta upp tegundir sem þrífast vel við ís- lensk skilyrði. Dagbjört er íyrrverandi tengdamóðir Guðrúnar og amma sonar hennar. Þegar hún frétti að tengdadóttirin ætlaði í Garðyrkjuskólann á- kvað hún að skella sér með. Það var árið 1982 og Dagbjört stóð á fimmtugu. Aður hafði hún unnið meðferðarstörf, en langaði alltaf út í sólskinið. Hún valdi garðplöntubraut, en Guðrún ylræktarbraut. Það þótti þeim góður grunnur fyrir sameiginlegan atvinnu- rekstur. —Við fengum þetta land hjá borginni árið 1985 og þá varð ekki aftur snúið. Við byrjuð- um á að byggja átta bogahús og stunduðum lífræna rækt- un, ræktuðum aðallega gul- rætur og steinselju. Við gerð- um reyndar tilraunir með er- lendan áburð í tveimur hús- arina, en lífrænt ræktaða grænmetið var miklu ljúffeng- ara. Það seldum við meðal annars til veitingastaðarins Á næstu grösum. En svo fuku gróðurhúsin í óveðri og þetta féll um sjálft sig. Við vorum að hugsa um að fara út í rósa- rækt, en stofnkostnaður var of mikill. Á þessum tíma áttu allir peningar að fara í mink, ref og lax og við fengum ekkert stofnlán. Árið 1987 byrjuðum við í smáum stíl að rækta tré, runna og fjölærar garðplöntur vegna þess að okkur langaði til að rækta eitthvað sem héldi áfram að vaxa í görðunum hjá fólki. Það er auðvelt að byrja smátt í slíkri ræktun og hún er ódýr, nema náttúrlega ef við Dagbjört og Guðrún í Gróðrarstöðinni Fífllbrekku. Ljósm. Anna Fjóla færum að reikna með alla vinnuna sem við leggj- um í þetta. Hér í Fífllbrekku seljum við eigin framleiðslu og auk þess seljum við sumarblóm sem við fáum hjá öðrum og lífrænt ræktað græn- meti frá Sólheimum í Grímsnesi, segja Guðrún og Dagbjört. Vi& erum fyrst og fremst ræktunarmenn. Við viljum fást viá ræktun, en höfum ekki áhuga á innflutningi og sölu. Þaö er ekki garðyrkja í okkar augum. Guðrún hefur margháttaða reynslu af ræktun. Hún hefur meðal annars unnið við Náttúru- lækningahælið í Hveragerði og í Grasagarðinum í Laugardal. — Þaðan hefur hún líklega grasagarðsárátt- una, segir Dagbjört. Þær leggja mikið upp úr ræktun og tilraunum með nýjar tegundir. Gróðrarstöðin Fífllbrekka er þekkt íýrir að selja tegundir sem ekki fást annars staðar — harðger- ar jurtir sem þrífast vel við íslenskar aðstæður. Dæmi um tegundir sem Guðrún og Dagbjört hafa ræktað upp eru klukkurós, blómstrandi kirsubeijatré, blóðhegg, villiepli, ýmsar tegundir af þyrni, sem lítið hefur verið prófaður hér á landi og aðrar tegundir af hlyn en hér eru al- gengastar. —Við erum fýrst og fremst ræktunarmenn, segja þær. Við viljum fást við ræktun, en höfum ekki áhuga á innflutningi og sölu. Það er ekki garðyrkja í okkar augum. En samkeppnin hefur aukist á síðustu árum og það er æ meira flutt inn. Við viljum framleiða plöntur á íslandi vegna þess að þær eru sterkari en hinar innfluttu. Ef við hættum að geta framleitt okkar eigin piöntur ætlum við að hætta þessum rekstri. En það mun alltaf verða til fólk sem vill kaupa innlendar plöntur og ef við komum okkur upp nógu stór- um hópi kaupanda sem vill okkar vöru þá getum við hald- ið áfram. Draumurinn er að geta lifað af þessu þó ekki væri nema á sumrin. Við at- hugum á hverju ári hvort við förum upp á við og ef við höf- um gert það ákveðum við að halda áfram eitt ár enn, segja Guðrún og Dagbjört, sem reka Fífilbrekku af hugsjón og vegna þess hve gaman það er að sjá nýtt iíf verða til og vaxa. Báðar eru þær í annarri vinnu með garðyrkjunni. Dagbjört vinnur enn á meðferðarstofn- un, en Guðrún var að ljúka tölvunámi í Iðnskólanum og fékk strax vinnu i faginu. í Fíf- ilbrekku vinna þær allar helg- ar frá febrúar og fram á haust. En aðalvertiðin er mjög stutt, yfirleitt aðeins um tveir mán- uðir yflr hásumarið, en getur orðið þrir þegar vorar snemma eins og í ár. — Ég verð oft vör við vorkunn- semi hjá fólki, segir Dagbjört. Vinnufélagarnir eru hræddir um að ég detti dauð niður. „Farðu nú að hætta þessari vitleysu þarna upp frá" segja þeir því þeim flnnst ég of bundin. Ég ætti að vera að ferðast, leika mér og vera með barnabörnunum. Fólk kemur oft hingað uppeftir til að heim- sækja mig af þvi að það veit að hér er mig að flnna og fjöl- skyldan leitar mikið hingað um helgar vegna þess að það er næstum eins og að vera uppi í sveit að vera hér. Ég er að verða of gömul í þetta púl, en á vorin fer ég alltaf að velta fýrir mér hvort plönturnar hafl lifað af veturinn og þegar ég flnn angan moldarinnar get ég ekki hugsað mér að hætta, segir Dagbjört skáldlega og vitnar óbeint í orð þjóðskálds- ins sem orti til jurtanna „yður hjá ég alla stund uni best í sæld og þrautum". 31

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.