Vera - 01.06.1993, Blaðsíða 12

Vera - 01.06.1993, Blaðsíða 12
FERÐAST | FLETT & FÍLÓSÓFERAÐ GUÐRÚN GÍSLADÓTTIR Flugur konu ferðast víða þegar hún þarf að dvelja aðgerðarlaus í láréttri stelllngu lengur en hún kærlr sig um. Þetta er ódýr ferðamáti og skemmtilegur. Hér á eftir fer samtíningur úr huga mínum blandað saman við mola úr útlendum blöðum. (Óyfirlýst) stríð karla á hend- ur konum hefur verið eitt helsta umræðuefni femínista undan- farin misseri. Bækur eftir Mari- lyn French, Gloriu Steinem, Susan Faludi og síðast en ekki síst Waring hafa vakið okkur til enn frekari umhugsunar um hugarfar karla þegar konur eru annars vegar og lífsvon okkar í orðsins íyllstu merkingu. Nú er svo komið málum að meira að segja fóstur eiga sér frekar lífs- von séu þau karlkyns. Á Ind- landi fæðast nú orðið ekki nema 92,5 stúlkur á hverja 100 drengi. Fósturgreiningarstöðvar gera það gott og fóstureyðingar- stöðvar í framhaldi af þeim. Þar eru tölurnar ógnvænlegar. Að- eins tvö fóstur af 100 eru karl- kyns, þ.e.a.s. af fóstrum sem er eytt. Á Bretlandseyjum er þetta ekki svona slæmt, en þó er byij- að að reyna að hafa áhrif á kyn fósturs. Fýrir 65.000 krónur er hægt að láta gera það sem kall- að er „sperm sorting”. Þetta þykir ekki siðlegt en er löglegt, ennþá a.m.k. Þar er sæðið íilter- að og Y-krómósómið, sem getur af sér drengi, er greint, tekið frá og komið íyrir í konunni. Lækn- irinn Ronald Ericsson, framá- maður í þessum iðnaði, segir þessa aðferð sína minnka „þörf- ina“ á fóstureyðingum, t.d. eins og þeim sem áður getur á Ind- landi. Haft skal í huga að það eru ekki sæðisfrumurnar sem koma sér fyrir í egginu, heldur er það eggið sem gleypir sæðis- frumuna. Sé kona vandlát þá velur hún auðvitað ekki hvað sem er. Concorde þotan er fljót í förum yfir til Bandaríkj- anna þar sem nýr forseti hefur aðra skoðun á rétti kvenna til fóstureyðinga en fyrirrennarar hans. Hann hafði ekki alveg sama hugrekki til að breyta strax lögum sem banna að samkynhneigðir séu í her landsins, her sem veitir orður fyrir að drepa en rekur fólk sem elskar ekki þá „réttu”. En konan hans sem segir frá því að hún sé í talsambandi við Eleanor Roosevelt, landsmönnum sínum til undr- unar svo ekki sé meira sagt, fær kannski skilaboð frá Ellu þess efnis að eiginmanninum sé eflaust óhætt að láta til skarar skriða. Ella þessi átti a.m.k. eina ef ekki tvær ástkonur, ef dæma má af bréfum sem nú hafa komið í réttra kvenna og manna hend- ur. Þá fer nú kannski að líða að því að þessi hópur fólks, lesbíur og hommar, sé ekki lengur álitin sorp, annars flokks þjóðfélagsþegnar. í nýlegu viðtali í Morgunblaðinu við ballerinu sem hér var stödd til að reyna að koma enn betra lagi á fótafimi íslenska dansflokksins, hjálpar spyrjand- inn henni að komast að þeirri niðurstöðu að sporna beri við því viðhorfi að karlkyns ballettdansarar séu ímynd finleika og fágunar, heldur eiga þeir að vera imynd karlmennsku og styrks. Það fyrra ku vist útiloka það síðara. Þetta myndi, skv. viðtafinu, vera liður í því að „láta til skarar skríða gegn...“ Ja, þið skiljið það sjálfar. Spurning þeirrar er tekur viðtalið var: „Kannt þú einhveija skýringu á þvi hvers vegna svona margir karldansarar eru kynvilltir?“ Þar set- ur spyijandinn svo sannarlega orð í munn viðmæl- andans, orðið kynvilltur er, mér vitanlega, ekki til í öðru tungumáli en því ástkæra ylhýra. Best gæti ég trúað að konan hafi notað orðin homosexual eða gay. Mikill er máttur Agnesar. Orðið samkyn- hneigður er ekki nógu sterkt í málvitund hennar, eða er til önnur skýring? Það merkilega við viðtalið er að spyrill gerir mikið úr því að viðmælandinn hafi verið aðalmótdansari hins fræga Nureyevs um 15 ára skeið. Rúdolf sál- ugi var hommi, þó svo reynt sé í viðtalinu að láta sem næstum enginn hafi vitað það. Hann lést úr al- næmi ekki alls fyrir löngu. Sjúkdómi sem hefur fengið svo neikvæðan stimpil í augum alls þorra al- mennings að undrun sætir. Svo mikil þykir mörg- um skömmin, að þeir/þau segja varla neinum frá því, ekki einu sinni sínum allra nánustu. Það kem- ur líka fram í viðtalinu að þessi góða vinkona Rúd- olfs þekkti hann vel eftir öll þessi ár. Hún vissi ekki af því að hann var með alnæmi. Hún er með ýmsar krúsidúlluskýringar á því af hveiju þetta margir ballettdansarar séu hommar, og að rússneskur ballett sé, eða hafi ekki verið svona gegnsýrður af kynvillu. Rifjum þá upp hver var aðalupphafsmað- urinn að ballettmennt í Evrópu í byijun aldarinnar. Hann var Rússi, hann var hommi og hann og ást- maður hans, líka ballettdans- ari, eru líklega þeir tveir sem ballettmenning í Evrópu á hvað mest að þakka. Þetta er eins og rússnesk söguskoðun, í Morg- unblaðinu, uppi á Islandi. Ekki í fyrsta skipti sem Morgunblað- ið gengur lengra en flestir. Kona ein sem var við nám í Suður- Evrópu þegar de Gaulle og Fransmenn aðrir áttu í útistöð- um við Alsírbúa sagði mér að Morgunblaðið hefði verið enn lengra til hægri en verstu hægriblöð í sjálfu Frakklandi. Það er mikið á konu lagt, þá á ég t.d. við hið eiginlega morgun- blaðsleysi. Að síðustu geri ég mér í hugar- lund afturhaldssegg sem ætlar að horfa fram á veginn, jú sá hlýtur að líta um öxl. Eða hvernig er það með útgáfufyrir- tæki sem árið 1985 gaf út ágæta bók sem heitir Þú og ég, bók um kynlífjyrir ungtfólk. í þeirri bók er fjallað um samkynhneigð á mun jákvæðari hátt en í nýju Sálfræðibókinni frá sama for- lagi. í þeirri fyrrnefndu eru samkynhneigðir fólk sem elskar manneskjur af sama kyni en í þeirri síðari eru samkynhneigð- ir þeir sem njóta kynlífs með fólki af sama kyni, þar er ekkert minnst á tilfinningar. í Sál- fræðibókinni eru foreldrar ungra drengja sem kannski stunda sjálfsfróun í hópi ann- arra drengja, huggaðir með þvi að það þurfi alls ekki að þýða það að þeir verði hommar. Höf- undurinn kemst þannig að orði að ef sonurinn væri hommi þá væri vissulega ástæða til að hafa áhyggjur. I sömu bók er líka kafii um alkóhólisma sem er alls ekki í samræmi við þær aðferðir sem hafa reynst hvað best hér á landi undanfarna áratugi. En bókaforlag sem var framfarasinnað og róttækt fyrir 50 árum þarf ekki endilega að vera það i dag. □

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.