Vera - 01.06.1993, Síða 15

Vera - 01.06.1993, Síða 15
JAPANSKA EFNAHAGSUNDRIÐ kvöldin og á sunnudögum. Hann reynir að eyða öllum sínum frítíma í börnin og er ekki tilbúinn að eyða honum í heimilisstörf. NÝIR TÍMAR - NÝ VANDAMÁL Margar ungar konur í Japan, sem eru komnar á þann aldur að þær vilja eignast fjöl- skyldu, láta sig dreyma um annars konar íjölskyldulíf en lýst var hér að ofan. Þær vita þó með sanni, að í náinni framtíð munu hvorki ríki né sveitarfélög greiða götu for- eldra sem vantar gæslu fyrir börn. Skattpeningar hafa alltaf verið notaðir í þágu fyrirtækja í landinu, en ekki í beina þjónustu við skattborg- arana. Stórfyrirtækin eru ekki með nein áform um að stytta vinnutíma og stórfjölskyldu- tímabilið hefur runnið sitt skeið á enda í borgunum, m.a. vegna þröngra húsakynna og vandamála vegna kynslóða- bils. Viðbrögð ungs fólks eru þau að fresta því að stofna heimili. Það vill vera frjálst lengur, skemmta sér betur, ferðast meira og njóta lífsins. Ungar japanskar konur eru ekki til- búnar tíl að leita sér að eigin- manni fyrr en 24 til 26 ára og ungir karlmenn eru ekki tíl- búnir tíl að afhenda lokað launaumslag til eiginkonu sinnar fyrr en 27 til 30 ára. Fólkið sem giftíst svona seint eignast ekki sitt fyrsta barn fyrr en konan er komin undir þritugt. Spámenn segja að í framtíðinni verði aðeins eitt barn á heimili í Japan. Þar sem meðalaldur Japana er hæstur í öllum heimi munu skapast mörg ný vandamál vegna fjölda aldinna þjóðfé- lagsþegna. BREYTINGA AÐ VÆNTA Lítíl fj ö 1 s ky 1 d u fyri r ta: ki eru nokkuð stór hluti japansks atvinnulífs. Þetta eru lítil iðn,- undirverktaka- og þjónustu- fyrirtæki, sem oft eru starf- rækt í sama húsi og fjölskyld- an býr í, þannig að báðir for- eldrar eru heima allan dag- inn. í slíkum fyrirtækjum er konan jafnvel metnaðarfyllri og áhrifameiri í rekstrinum, en gætir þess að láta ekki mikið á því bera. Stiórnmálafræðinqar innan Japans sem utan, halda því fram aó fjársterk fyrirtæki hafi öll völd í landinu, en ekki stjórnmálamenn. Ef þaö breytist ekki, þá er þaó rétt af konum aö einbeita sér frekar aö því aö komast í valdastööur innan fjársterkra fyrirtækja en að tryggja sér sæti á þingi. Helstu breytingar á stöðu kvenna í Japan síðasta ára- tuginn eru að þær urðu virk- ari í atvinnulííinu og eru orðn- ar 40% af vinnuafli utan heimila. Til að byrja með unnu þær eingöngu störf inn- an fyrirtækjanna; verksmiðju- störf, skrifstofustörf og þjón- ustustörf við annað starfsfólk. Nú taka þær meiri þátt í rekstri, sölu og þjónustu út á við. Einstaka kona hefur kom- ist í stjórnunarstöðu í fjár- sterku fyrirtæki. Þó er sagt að aðeins ein kona í Japan sé í stjórn stórs fyrirtækis án þess að vera tengd því fjölskyldu- böndum. Konur eru einnig að verða virkari í stjórnmálum. í siðustu bæjar-, borgar- og sveitarstjórnarkosningum tvöfaldaðist fjöldi kvenna sem náði kosningu. Sömu sögu er ekki hægt að segja af konum á landsþinginu og frú Takako Doi lét af störfum sem for- maður Sósíalistaflokksins í apríi 1991. Kvennahreyfingin í Japan lætur þó engan bilbug á sér finna og stefnir að þvi að árið 1999 verði konur í 30% þing- sæta. En þó að konur nái íleiri sætum á þingi jafngildir það ekki meiri áhrifum á gerð og skipan þjóðfélagsins. Stjórn- málafræðingar innan Japans sem utan halda þvi fram að fjársterk fýrirtæki hafi öll völd í landinu, en ekki stjórnmála- menn. Ef það breytíst ekki, þá er það rétt af konum að ein- beita sér frekar að þvi að kom- ast í valdastöður innan fjár- sterkra fyrirtækja en að tryggja sér sæti á þingi. Eitt er víst að ungar japanskar konur vilja öðruvisi þjóðfélag en það sem þær búa í. Umhverfismál, mannúðarmál og trygginga- mál eru þeim efst í huga og þetta eru málefni sem verður að fara að taka á af einhverj- um kraftí. Það eru fáir á mótí þvi og ef til vill er beðið eftír að þær geri það. □ Kristin ísleifsdóttir stundaði nám í japönsku og hönnun (Japan á ár- unum 1975-80. Hún var einn af stofnendum Islensk-japanska fé- lagsins og er framkvœmdastjóri pess nú. Helmildir: A Half Step Behlnd — Jane Condon, 100% Japanese — Jo Eastwood, Japan The (Comlng) Economic Crisls — Jon Woronoff. Japan Times (enskt dagblaö gefiö út í Japan) Teikningar Sigurborg Stefánsdóttlr 15

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.