Vera - 01.06.1993, Blaðsíða 38
HVERS VEGNA ÓTTAST KARLMENN
KVENNAHREYFINGUNA?
SPYR METSÖLUHÖFUNDURINN SUSAN FALUDI í NÆSTU BÓK SINNI
I bókinni Backlash sýnir Susan
Faludi með ótal dæmum hvernig
unnið var gegn konum og
kvennahreyfingunni í Bandaríkj-
unum á síðasta áratug. En hvers
vegna flnnst karlmönnum
kvennabaráttan svona hættuleg?
Þeirri spurningu ætlar Faludi að
reyna að svara í næstu bók, segir
í viðtali við hana sem birtist ný-
lega í sænska blaðinu Dagens
Nyheter.
— Það er mikið ritað og rætt um
„karlmannsímynd í kreppu” og
hversu erfiðlega karlmönnum
gangi að fóta sig í karlmanns-
hlutverkinu. Kannski er þessi
kreppa karlmennskunnar
goðsaga líkt og margt það sem
fjölmiðlar skrifa um konur, segir
Susan Faludi. I næstu bók ætlar
hún að rannsaka þetta til þess að
reyna að skilja viðbrögð karla við
kvennahreyfingunni. í bókinni
Backlash skráði hún staðreyndir,
en nú leitar hún svara. Hún seg-
ir að sífellt fleiri spurningar vakni
eftir því sem hún kafi dýpra í við-
fangsefnið og nú sé hún farin að
efast um að hún hafi orðað
spurningar sínar rétt. Kannski er
alls ekki rétt að velta þvi fýrir sér
hvers vegna karlmönnum standi
ógn af kvennahreyfingunni?
Hún segir frá fýrirtæki sem í 20
ár hefur gert skoðanakannanir
um hvað karlmennska sé í aug-
um beggja kynja. I öll þessi ár
hefur algengasta skilgreiningin
verið sú sama: Karlmenni er góð
fýrirvinna sem á fjárhagslega
ósjálfstæða konu. Þetta er ímynd
karlmennskunnar jafnvel þó að
einungis 7% bandarískra heimila
hafi eina fýrirvinnu. Hvernig
túlkar Faludi það?
— Ég held að þetta sé ómeðvit-
uð hugmyndafræði sem orðið
hefur til í kapítalísku þjóðfélagi
til þess að karlmaðurinn geti af-
borið að vinna ógeðfellda verk-
smiðjuvinnu. íklæddur fýrir-
vinnuhlutverkinu verður hann
góður starfskraftur sem alltaf er
tilbúinn að vinna aukavinnu þeg-
ar fýrirtækið þarf á að halda, seg-
ir Susan Faludi og nefnir svo aðra
rannsókn sem gerð hafi verið á
útivinnandi konum og körlum.
38