Vera - 01.06.1993, Blaðsíða 34
MATUR
JÓRUNN SÖRENSEN SKRIFAR
GRASÆTAN
GERIR SÉR GLAÐAN DAG
OG FER Á VEITINGAHÚS
Síðastliðlð haust ákvað hópur
sem ég vinn með að fara út að
borða og á ball á eftir. Flestar
fysti að borða í Grillinu, þaðan
er svo stutt í Súlnasalinn.
Pegar ég pantaði borðið sagði
ég að það væri eitt vandamál
— ein okkar væri græn-
metisæta, það væri reyndar ég
sjálf. Ég skýrði elskulegri af-
greiðslustúlkunni frá því að
þegar þessi sami hópur hefði
borðað í Grillinu fyrir þremur
árum hefði ég fengið hræðileg-
an mat. Það hefði verið kallað
„gratínerað grænmeti”. Ofsoð-
ið, en samt seigt, mest
brokkóli minnir mig, drekkt í
ijóma og feitum osti svo að
mér var flökurt allt kvöldið.
Stúlkan var ósköp leið að
heyra þetta, en sagði að ég
þyrfti ekkert að óttast. Nú
væru margir nýir grænmetis-
réttir á boðstólum. Ég varð
hin glaðasta og sagði að ég
vildi auðvitað fá eitthvað ljúf-
fengt þegar ég færi út að borða
og hafa eitthvert val.
GRILLIÐ
Við mættum i okkar finasta
pússi með glampa gleðinnar í augum. Á matseðl-
um kvöldsins, sem ekki voru færri en tveir, var
enginn grænmetisréttur. Ég sagði þjóninum, in-
dælis ungmenni, frá samtalinu við stúlkuna.
Hann varð undarlegur á svipinn og sagðist ætla
að tala við sína menn. Fór og kom aftur og spurði
hvort ég vildi gratínerað grænmeti! Nei, það vildi
ég ekki. Þjónninn varð ráðvilltur og ætlaði aftur
að tala við sína menn. Kom aftur og sagði glaður
að þeir ætluðu að búa til eitthvað sérstakt fyrir
mig. Ég sagðist hlakka til að fá þennan spenn-
andi, dularfulla rétt.
Þegar diskurinn var borinn fyrir mig var eftir-
farandi á honum: Ein bökuð kartafla, einn soð-
inn tómatur, örfáar, soðnar, örsmáar gulrætur,
eitthvað lítið og gult sem líka var notað til skreyt-
inga og pínulítil brokkólígrein. Þessu var skellt
fyrir framan mig og þjónninn þaut í burtu. Við
skellihlógum allar. Engin þóttist sjá þarna
spennandi rétt. Þetta var einungis samsafn af
meðlæti raðað á disk. Hinar höfðu fengið sinn
mat og fóru að borða.
Ég ákvað að snerta ekki diskinn minn með
skreytingunum en bíða. Þjónninn vomaði í
kringum mig. Loks gat hann ekki á sér setið,
kom og spurði hvort eitthvað væri að. Ég sagðist
vera að bíða eftir matnum — ég væri bara búin
að fá meðlætið. Hann kyngdi og spurði hvort ég
hefði ekki pantað grænmetisrétt. Jú, einmitt,
svaraði ég og brosti mínu blíðasta. Þjónninn fór.
Yfirþjónninn kom. Hafði ég ekki pantað græn-
metisrétt? Jú, einmitt, svaraði ég og brosti enn
meira. Yfirþjónninn stóð eins
og þvara. Þá nennti ég ekki
meiru og útskýrði fyrir honum
að það vantaði sjálfan matinn
— eins og allir sæju væri að-
eins meðlæti og skreytingar á
disknum. Þjónninn spurði
hvort ég vildi pasta með græn-
meti í ijómasósu. Ég sagðist
frábiðja mér ijómasósuna
þeirra, en bað þá að skera
grænmeti fint, léttsteikja það í
örlítilli olíu, krydda með
grænmetiskiyddi og bera fram
með pastanu. Manninum létti
og hann fór. Það sem ég fékk
var örlítil grænmetistutla,
brimsölt og gegnsósa í olíu
plús pastað.
ÝMSIR STAÐIR í
REYKJAVÍK
Fýrir skömmu ákváðum við
tvær samstarfskonur að
halda veglega upp á árangur í
starfl okkar með því að fara út
að borða. Minnug ofan-
greindra hörmunga hringdi ég
á nokkra staði og spurði hvort
þeir hefðu grænmetisrétti á
matseðli sínum. Flestum brá
og varð fátt um svör. Þeir heið-
arlegustu sögðu hreinlega
„ekkert”. Sumir sögðust geta
útbúið eitthvað t.d. „skorið
niður grænmeti og appelsín-
ur!" Ég skaut því inn að það
væri meðlæti — ég vildi mat.
Einn sagðist myndi leggja sig
fram — hann hefði flett bók-
inni „Grænt og gómsætt”. Á
öðrum stað var boðið upp á
tvær tegundir af salati og heitt
grænmeti. Þegar ég spurði
hvað það væri var svarið „eitt-
hvað í einhverri sósu”. Einn
staðurinn hafði grænmetisfor-
rétt sem virtist vera lystugur
og geta orðið fullkomin máltíð
ef hann yrði margfaldaður. Á
einum staðnum var mér tekið
með kostum og kynjum og ég
fékk að vita að hjá þeim væri
sko ekki farið í eldhúsið og
bölvað yflr „þessu fólki”. Nei,
kokkurinn legði sig í líma við
að gera „þessu fólki” til hæfls
og um dagínn hefði hún útbú-
ið rétt úr rófum í haframjöls-
hjúp. Það hljómaði vel og má
vera að ég prófi það einhvern
daginn.
HÓTEL HOLT
Við ákváðum samt, vinkon-
urnar, að flotta okkur virki-
lega og fara á Holtið. Það var
ár og dagur síðan við höfðum
farið þangað og þar sem það