Vera - 01.06.1993, Blaðsíða 21
skýrari vinnureglur. Mál
„Nödu” er ekkert einsdæmi.
Árið 1987 var tyrkneskri
ekkju, sem hafði verið mis-
þyrmt kynferðislega, veitt
hæli sem flóttamaður. Það
fékk hún sem aðili úr ákveðn-
um samfélagshópi — hópi
ógiftra kvenna í landi Mú-
hameðstrúar án verndar karl-
kyns skyldmennis. Fjölmörg
svipuð mál hafa verið tekin til
umfjöllunar, en stór hluti
þeirra var ekki jafn farsællega
til lykta leiddur og þessi tvö
áðurnefndu. Þó að konur og
börn séu um 80% af flótta-
mönnum heimsins hefur að-
eins lítið brot þeirra efni og
tök á að komast til Kanada.
Tveir þriðju hlutar þeirra sem
sækja um hæli sem pólitískir
flóttamenn í Kanada eru karl-
ar.
JAFNRÉTTI SEM
MÆLISTIKA Á
SAMFÉLÖG
íslendingar fylgdust áhuga-
samfr með framgangi Banda-
rikjahers í Persaflóadeilunni.
Arabarikin eru að verða aðal-
óvinurinn eftir að Sovétríkin
fyrrverandi hættu að leika það
hlutverk. Ötulir fjölmiðlar
fræða vestrænan almenning
um íslamska illsku og nú er til
að mynda sprottinn upp heil-
mikill áhugi á stöðu kvenna í
Arabalöndum. Að nota stöðu
kvenna sem mælistiku á hvort
samfélög séu góð eða vond
eykur ekki endilega jafnréttið
í þessum samfélögum, en það
getur aukið andúð umheims-
ins á þeim. Og þessi mælistika
er aldrei notuð þegar Vestur-
lönd íjalla um sjálf sig og jafn-
rétti heima fyrir. í augum
Vesturlandabúa er skikkjan
tákn kúgunar og undirokun-
ar. En hún hefur einnig mikla
trúarlega og menningarlega þýðingu og getur
jafnvel skoðast sem vörn gegn yíirgangi vest-
rænnar menningar, líkt og aukin afturhaldssemi
íslamskra bókstafstrúarmanna.
Á undanförnum árum hefur feðraveldið
styrkst í sessi í Arabalöndunum og réttindi
kvenna, sem áður voru af skornum skammti,
hafa enn minnkað. Samkvæmt Kóraninum veg-
ur vitnisburður kvenna fyrir rétti aðeins helming
á móti vitnisburði karla og ef svo ber undir verða
þær að láta sér nægja að vera ein af íjórum leyfi-
legum eiginkonum. Þó á margt af því misrétti
sem nú markar líf kvenna í þessum löndum ekki
rætur sínar að rekja til upphafs sjöundu aldar-
innar eða Kóransins, heldur er það töluvert
nýrra af nálinni.
Það virðist til dæmis ekki í anda Múhameðs að
banna konum að keyra bíl. Hann taldi að konur
ættu rétt á menntun, kynferðislegri fullnægingu
og þeim arfi sem þeim hlotnast eftir maka eða
skyldmenni. íslömsk trúarbrögð eru reyndar
ekki bara trúarbrögð, heldur einnig lög sem ber
að lúta í einu og öllu.
KVENNASAMTÖK BÖNNUD
í kjölfar írönsku byltingarinnar 1979 kom víða
afturkippur í hægfara jafnréttisbaráttu ís-
lamskra kvenna, en hún var mjög misjafnlega
langt á veg komin. í nokkrum landanna höfðu
konur náð sæmilegum árangri, en kjör þeirra
hljóta að ráðast af þáttum eins og þjóðerni, stétt
og því hversu heitt trúarlífið er. Kjör þessara
kvenna þykja sjaldan fréttnæmt umfjöllunar-
efni. Undantekningar eru þó gerðar þegar um
öfgakennda atburði er að ræða, eins og þegar
bókstafstrúarmaður í Mascara í Alsír hellti elds-
neyti yfir systur sína og kveikti í henni árið
1990. Hann hafði reiðst þvi að hún sem hjúkr-
unarfræðingur annaðist karlsjúklinga. Fréttin
komst í heimspressuna.
Það er erfltt fyrir vestrænan almenning að gera
sér grein fyrír því hvernig konur í múhameðstrú-
arlöndum haga lífi sinu án réttinda sem okkur
þykja sjálfsögð. í nokkrum þessara landa hafa
konur náð sæmilegum árangri. í írak eru konur
t.d. menntaðar og vinna úti — að vísu á lág-
markslaunum — en fjölkvæni sem þarlendar
konur hafa barist á móti er ennþá leyfilegt.
Samtökin Arab Women Solidarity Association
voru stofnuð í Egyptalandi árið 1982. Markmið
þeirra var að standa vörð um hagsmuni kvenna
og veita fræðslu og stuðning. Haustið 1990 lagði
félagsmálaráðherra landsins
til að samtökin yrðu bönnuð
vegna and-íslamsks áróðurs
og tímaritsútgáfa þeirra yrði
stoppuð vegna gagnrýnnar
umfjöllunar um menn og mál-
efni. Jafnframt var lagt til að
ferill formanns samtakanna,
Nawal E1 Saadawi yrði rann-
sakaður sérstaklega, en hún
var þá þegar á svörtum lista í
Saudi-Árabíu ásamt rúmlega
50 öðrum rithöfundum og
fræðimönnum. I júní 1991
voru samtökin bönnuð. Þeim
úrskurði var áfrýjað, en nokk-
ur ár munu líða áður en sú á-
frýjun verður tekin til með-
ferðar.
EYRU MÍN ERU OPIN
Það er vissulega til margra
hluta nytsamlegt að vikka út
sjóndeildarhringinn og skoða
allt öðruvísi líf og baráttu
kvenna í öðrum heimshlut-
um. Það er heldur ekki loku
fyrir það skotið að þessi þróun
kvenréttinda í íslömskum trú-
arbrögðum hafi áhrif á um-
heiminn. Víða glíma konur við
ólæsi og þekkingarleysi auk
þess sem trúin heldur konum
föstum í mjög þröngri hlut-
verkaskipan.
Hugsanlega gefur sú mynd
sem konur í þessum löndum
hafa af Vesturlöndum þeim
ekki tilefni til að sækja stuðn-
ing hingað, en það gerist þó.
Þær þurfa þó eins og aðrir að
mæta því grundvallaratriði í
baráttu sinni að ná eyrum
fólks og ég veit að mín verða
opin. □
Bergljót Gunnlaugsdótfir býr í
London í Ontarlo-fylki í Kanada,
gœtir þar bús og barna og sœkir
ýmis nómskeið.
Teikning Sigurborg Stefánsdóttir
ra
# KgmexQote Kjrmex^ote K^mex^*ote K^mex^*ote Kymex[;ote K^mexjjjjote Kymex[*ote
Ö
o
V
ra
LÍTIL LOSUN MENGUNAREFNA
VIÐ FRAMLEIÐSLU
Prentað á umhverfisvænan
OLAFUR
ÞORSTEINSSON & Co HF.
VATNAGARÐAR 4, PÓSTHÓLF 551, 121 REYKJAVÍK, SÍMI (91) 6 88 200, FAX (91) 6 89 925