Vera - 01.06.1993, Blaðsíða 17
Konurnar við
háskólann í San José
minntust 70 ára afmælis
Liga Feminista de Costa Rica
(Kvenréttindafélags Costa
Rica) með því að bjóða til 5.
alþjóðlegu, þverfaglegu
kvennaráðstefnunnar
22.-26. febrúar 1993.
Samráðshópurinnn um
norrænar kvennarannsóknir
sá þarna kjörið tækifæri til
að kynna norrænar
kvennarannsóknir og
norræna samvinnumódelið á
alþjóðavettvangi.
Helst bjóst ég við skemmtilegri óreiðu. Það er
reynsla mín af stórum alþjóðlegum ráðstefnum
og af þeim sem höfðu verið á 4. alþjóðlegu þver-
faglegu kvennaráðstefnunni í Hunter College í
New York fyrir þremur árum var hefst að skilja
að þar hefði óreiðan verið siík að það var hend-
ing ef hittist á að fundur væri árekstrarfaus á
réttum tíma á réttum stað. En hér brá svo við að
aiit frá hinni giæsiiegu opnunarhátíð í lúxus ráð-
stefnumiðstöðinni Herradúra í útjaðri San José
þar sem framkvæmdastjóri ráðstefnunnar dr.
Mirta Conzales Saurez bauð á þriðja þúsund
þátttakendur víðsvegar að úr heiminum vel-
komna og lagði út af efni ráðstefnunnar LEIT -
ÞÁTTTAKA - BREYTINGAR - LEIT. fremsta óp-
erusöngkona landsins sannfærði mig um að til
eru erfiðari þjóðsöngvar en „Guð vors lands“ og
hin stórglæsilega forsetafrú frú Gloria Bejarano-
Calderón-Fournier sagði ráðstefnuna setta, allt
frá þeirri stundu og til lokahátíðarinnar gekk allt
eins og smurt, meira að segja þýðingarnar klikk-
uðu ekki. Opinber tungumál ráðstefnunnar
voru spænska og enska. Á pallborðsumræðun-
um sem voru í stórum sölum og voru hin veiga-
meiri atriði ráðstefnunnar voru heyrnartól og
samtímatúlkun úr spænsku á
ensku og öfugt. Á öðrum
fundum voru tvær eða þijár af
hinum fjölmörgu ungu stúd-
ínum (fáeinar þeirra voru
karlkyns) sem aðstoðuðu, ein
við að leiðbeina og leysa úr til-
fallandi vanda, ein eða tvær til
að túlka, sem þær leystu yfir-
leitt af hendi með miklum
ágætum.
FJÖLBREYTILEIKI I
VIÐFANGSEFNUM
Til að gefa ofurlitla hugmynd
um athafnasemina má geta
þess að frá þriðjudegi 23. til
föstudags 26. voru fundir frá
8.30 til 18.30. Gróft reiknað
voru t.d. 80 sessjónir á þriðju-
deginum, seminör, vinnuhóp-
ar, einstaklingsfyrirlestrar og
pallborðsumræður. Viðfangs-
efnin voru ótrúlega ljölbreytt
og spegla breiddina og áhersl-
17