Vera - 01.06.1993, Blaðsíða 11

Vera - 01.06.1993, Blaðsíða 11
AÐ UTAN ekki til. Hann hefur líklega ekki kært sig um að ýta undir slíkt athæfi. Það eru breyttir tímar og nú þykir ekki tiltöku- mál þótt konur leggist í ferðalög, jafnvel þó þær kjósi að fara einar. En leiðsögubækurnar gera ekki enn ráð fyrir konum og sjónarmið karla eru þvi ríkjandi segja ritstjórar Women Travel. Fæst- ar bækur taka á því sem konur fysir að vita, því þó nauðsynlegt sé að vita hvernig vegakerfið og hótelin eru og hvort vegabréfsáritun sé nauðsyn- leg, þá ræður það iíklega úrsiitum um ferðina hvort óhætt sé fyrir konur að ferðast á viðkom- andi stað. Bókin gengur út frá því að konur séu einar á ferð, með vinkonunum eða börnum sín- um. Bent er á hvað beri að varast í klæðaburði og háttum og hvort auðvelt sé að nálgast hrein- lætisvörur eins og t.d. dömubindi. Bókin Women Travel er því tilraun til að leysa úr biýnni þörf. Henni er ekki ætlað að leysa aðrar ferðabækur af hólmi heldur að fylla upp í eyðurnar. Bókin byggir á persónulegri reynslu yfir hundrað kvenna sem lýsa kostum og göllum þess að ferð- ast um jafn ólík iönd sem Indland og ísland. Ferðasögurnar fá aukið gildi þar sem landinu er einnig lýst með fáum orðum með aðaláherslu á stöðu kvenna. í hagnýtum upplýsingum er sagt frá tungumáli, samgöngum, gististöðum, sér- stök vandamál eru tilgreind og bent á aðrar góð- ar ferðahandbækur. Að lokum er bent á tengla- net (í íslenska kaflanum er bent á Kvennafram- boðið og Veru) og góðar bækur, aðallega eftir inn- lendar konur. Ritstjórar auglýstu eftir ferðasögum sem rigndi inn. Um sum lönd er ein lýsing látin nægja en á öðrum eru þær fjórar. Ferðasögurnar eru bæði fróðlegar og skemmtilegar enda eyddu ferða- langarnir dijúgum tíma á ferðalaginu. Sfysta ferðin var ein vika í Víetnam, en flestar ferðirnar stóðu mun lengur, allt upp í tvö ár. Margar unnu í viðkomandi landi, sumar sem enskukennarar aðrar sem sjálfboðaliðar. Sú sem ritar um ísland vann í átta mánuði í frystihúsi á Flateyri áður en hún lagði land undir fót. Glöggt er gestsaugað og lýsing hennar er skemmtileg þrátt fyrir nokkrar rangfærslur, eins og að matur sé aðallega fluttur inn frá Danmörku. Sagt er frá óhefðbundnum ferðum um hefð- bundna ferðamannastaði eins og Grikkland, Spán, Ítalíu, Bandaríkin og Bretland. Ferðalýs- ingarnar eru á vissan hátt enn meira spennandi frá Afríku, Suður-Ameríku, Asíu og Austurlönd- um nær og fjær. Má þar nefna ferð þriggja amer- iskra vinkvenna frá ísrael til Sínai á kameldýr- um. Hjólreiðaferð í Súdan eða mánaðargöngu- ferð eftir árbökkum Nílar. Bresk einstæð móðir fór með tveggja ára dóttur sína í vetrarfrí til Marokkó. Það besta við ferðina segir hún, er að dóttir hennar kom henni í kynni við innfæddar konur. Hún mælir með ferðinni, nema ef konur ætli sér í frí því þetta flokkist fremur undir ævin- týrí. ^^öguleikarnir eru óþrjótandi. Hvernig væri að gefa ævintýraþránni tækifæri? Kynntu þér mál- ið, vel má vera að það sé ekki eins ílókið og það lítur út fyrir að vera! Og þó það geríst ekki strax þá kemur annar dagur eftir þennan. □ RV ÁLEIÐ TIL LUNDÚNA? Sértu stödd í Lundúnum og hafir fengið þér í annan fótinn og jafnvel pínulítið í hinn, hvert leitarðu þá til að fá far heim? Að sögn bresku lögreglunn- ar Scotland Yard tengist fjórð- ungur allra nauðgana í London ólöglegum eða hálf- löglegum lefgubílum, svoköll- uðum „minicabs" sem kalla má greiðabíla. Með því að fá far með slíkum bílum taka konur töluvert meiri áhættu, en með þvi að taka svörtu leigubílana sem eru eitt af táknum Lundúnaborgar. „Bíllinn nam staðar fyrir utan húsið mitt og þegar ég ætlaði að borga bílstjóranum snéri hann sér við, renndi höndinni undir pilsið mitt og spurði mig hvort ég vildi ekki borga farið með öðrum hætti.“ Það var eftir þessa reynslu sem Beverfy Hendrick stofn- aði „Rides“ leigubílastöð í Lundúnum þar sem konur einar eru ökumenn. „Ég varð ekki fyrir alvarlegri árás, en þetta nægði til að ég gerði mér grein fyrir því hve konur eru varnarlausar í leigubílum." í Lundúnum er krafa um hreinan skjöld greiðabílstjóra ekki skilyrði eins og hjá öku- mönnum svörtu leigubílanna. Þvi getur leynst misjafn sauð- ur í mörgu fé hjá greiðabílun- um, eins og Frank Welton sem dæmdur var fyrir að nauðga spænskri stúlku sem var far- þegi hans. Hann sagði fyrir rétti að hann liti á kynlíf með farþegum sem ein af hlunn- indum starfsins. I ljósi þessa og mála þar sem greiðabílstjórar hafa hlustað á talstöðvar leigubíl- stjóra og orðið á undan þeim, hafa sum leigubílafyrirtæki boðið upp á félagskort þar sem konur geta fengið leyni- númer og heimilisfangið er sent gegnum tölvu til bílstjóra í stað þess að fara um talstöð- ina. Þær fá að auki upplýsing- ar um nafn viðkomandi bíl- stjóra. Einnig hafa leigubíla- stöðvar sem hafa eingöngu kvenbílstjóra verið stofnaðar víða um Bretland. Hér fara svo nokkur ráð til þeirra kvenna sem vilja ferðast með leigubílum. ♦ Hafið ávallt til taks númer hjá viðurkenndri leigubílastöð og forðist að láta aðra heyra til ykkar er þið pantið bíl og stig- ið ekki upp í bíla sem eru að leita farþega. ♦ Fáið nafn væntanlegs bíl- stjóra uppgefið og grennslist fyrir um vinnureglur stöðvar- innar. Flestar almennilegar stöðvar gefa ekki upp hús- númer fyrr en bílstjórinn er kominn að götunni til að tryggja að óviðkomandi bíl- stjóri sé ekki á undan. ♦ Spyijið bílstjórann frá hvaða stöð hann sé, hvert sé nafn hans og hvern hann sé að sækja. Látið hann ekki vita nafn ykkar að fyrra bragði. Setjist aftur í og verði ykkur órótt, biðjið þá bílstjórann að stansa við fjölfarna götu, haf- ið peninga tilbúna og borgið þegar þið eruð komnar út úr bílnum. Hér eru svo símanúmer leigubílastöðva þar sem ein- ungis konur eru bílstjórar: Lady Cabs sem þjóna miðborg og norðurhluta Lundúna, 071 923 2266. Rides sem þjóna suð-vestur Lundúnum, 081 890 6688. Lady Drive sem þjónar suð-austur Lundún- um, 081 558 9696. Femme Fleet sem þjónar vestur Lundúnum, 071 229 7373. Að lokum er svo Ladycabs í Manchester, 061 442 1442. □ Þýtt og endursagt úr The Guardian. 16. des. 1992 Forvitnileg ferðahandbók um Lundúnir: Jennifer Clarke; In Our Grand- mothers’ Footsteps. A Virago Guide to London. 11

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.