Vera - 01.06.1993, Blaðsíða 30

Vera - 01.06.1993, Blaðsíða 30
P I N G M Á L En hvort sem þær flytja langar ræður eða stuttar, um dæmigerð dægurmál eða kvennapólitíska framtíðarsýn, er ómetanlegt að vita af þeim þarna í húsinu við Austurvöll, vita með vissu, að kvenfrelsi?baráttan á sína góðu fulltrúa á Alþingi Islendinga. sem mengunarvarnir skiluðu árangri. Hin tillagan gerði ráð íyrir, að framvegis yrði skylt að láta meta hugsanleg áhrif nýrrar löggjafar á umhverfi þegar á undirbúningsstigi á sama hátt og ætlast er til, að fjárhagslegur kostnaður við nýja löggjöf sé metinn. Báðar þessar tillögur strönduðu í þingnefnd. Ouðrún J. Halldórsdóttir hafði frumkvæði að tillögu um aukna þjónustu við nýbúa- börn. Kvennalistakonur höfðu lagt til aukið framlag til þeirra mála við afgreiðslu fjár- laga, en án árangurs. Tillagan gerði ráð fyrir móttökudeild fyrir nýbúabörn í Reykjavík og farþjónustu fyrir nýbúabörn utan Reykjavíkur. í síðustu Veru er rætt við Guðrúnu um þessi mál, sem hún hefur kynnst vel í starfi sínu hjá Námsflokkum Reykjavíkur. Anna Ólafsdóttir Björnsson flutti ásamt öðrum þingkon- um Kvennalistans frumvarp um breytingar á lögum um heilbrigðisþjónustu, þar sem lagt var til, að við sjúkrahús starfi sérstakir trúnaðarmenn sjúklinga. Slíkir trúnaðar- menn skulu vera talsmenn sjúklinga og að- standenda þeirra gagnvart sjúkrahúsum og heii- brigðisyfirvöldum, afla upplýsinga fýrir þá og greiða úr spurningum og efla á allan hátt sam- vinnu miili starfsfólks heilbrigðisstétta, sjúk- linga og aðstandenda þeirra. Frumvarpið varð ekki útrætt. Ingibjörg Sólrún var fyrsti flutningsmaður til- iögu um að fela dómsmálaráðherra að breyta lögum um meðferð opinberra mála til þess að styrkja stöðu brotaþola við meðferð kynferðis- brotamála. Tilgangurinn var að ýta á eftir fram- kvæmd tillagna nefndar, sem sett var á laggirn- ar árið Í984 að frumkvæði Kvennalistans til að kanna meðferð nauðgunarmála og gera tillögur um úrbætur. Að tillögunni núna stóðu allar kon- ur á Alþingi nema þingkonur Sjálfstæðisflokks- ins, sem af einhveijum ástæðum kusu að vera ekki með. Að lokinni umfjöllun í þingnefnd var tillögunni vísað til ríkisstjórnarinnar. Kristín Ástgeirsdóttir lagði fram tillögu ásamt Valgerði Sverrisdóttur, þingkonu Framsóknar- flokksins, þess efnis, að ríkisstjórnin beitti sér fyrir stofnun hönnunarmiðstöðvar, sem heíði það hlutverk að efla nýsköpun og þróun í iist- og heimilisiðnaði. Ætlunin var, að það yrði gert í samráði við sveitarfélögin, samtök listamanna, Heimilisiðnaðarfélag ísiands og þá aðila, sem vinna að list- og heimilisiðnaði. Tillagan var ekki afgreidd, enda kom hún seint fram eins og þær, sem hér koma á eftir. Jóna Valgerður lagði fram tillögu ásamt Jóni Kristjánssyni, þingmanni Framsóknarflokksins, þess efnis, að við endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga vegna niðurfell- ingar aðstöðugjalds yrði sér- staklega kannað, hvernig mætti lækka hlutfall fast- eignaskatta í tekjum sveitar- félaga. í greinargerð er bent á þá staðreynd, að fasteigna- skattar hafa hækkað mikið hér á landi á síðustu árum og vega mun þyngra í skatttekj- um sveitarfélaga en annars staðar á Norðurlöndunum. ICvennalistakonur hafa margsinnis rætt nauðsyn þess að stytta vinnutíma fólks almennt, ekki síst til þess að fjölga samverustundum fjöl- skyldunnar. Með því ætti einnig að vera unnt að fjölga störfum, og sá var ekki síst til- gangur tillögu um styttingu vinnutíma, sem Kvennalista- konur lögðu fram á Alþingi. Anna var fyrsti flutningsmað- ur tiliögunnar, sem gerði ráð fyrir, að vinnuvika í dagvinnu yrði stytt í 35 stundir í áföng- um og án kjaraskerðingar. Haft yrði samráð við aðila vinnumarkaðarins og jafn- framt kannað, hvort slík að- gerð gæti verið liður í kjara- samningum. Fjórar varaþingkonur sátu þetta þing nokkrar vikur í senn, Ágústa Gísladóttir, Guðný Guðbjörnsdóttir, Guð- rún J. Halldórsdóttir og Þór- hildur Þorleifsdóttir. DÆGURMÁL EÐA FRAMTÍÐARSÝN Ekki er hér rúm til að tíunda hátt á sjöunda tug fýrir- spurna Kvennaiistakvenna tii ráðherra, né heldur nefndar- álit þeirra og breytingartillög- ur við þingmái. Enn síður er hægt að gera skil framlagi þeirra til umræðna í þingsöl- um, sem þekja mundi margar síður, enda þótt þær séu sem betur fer ekki jafn yfirgengi- lega málglaðar og sumir hátt- virtir þingmenn gömlu flokk- anna. En hvort sem þær flytja langar ræður eða stuttar, um dæmigerð dægurmál eða kvennapólitíska framtíðarsýn, er ómetanlegt að vita af þeim þarna í húsinu við Austurvöll, vita með vissu, að kvenfrelsis- baráttan á sína góðu fulltrúa á Alþingi íslendinga. Kristín Halldórsdóttir er starfskona Kvenna- listans ó Alþlngl Ljósmyndir úr einkasöfnum þingkvennanna sýna stundlr mllll stríöa. 30

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.