Vera - 01.06.1993, Blaðsíða 7

Vera - 01.06.1993, Blaðsíða 7
LESENDABRÉF MEGUM VIÐ FÁ MEIRA AÐ HEYRA KÆRA VERA Þakka þér fyrlr að vera! í síð- asta hefti þínu var fjallað um bakslagið og hvernig það berst eins og bylgja um löndin og beinist gegn konum. Hvort sem það er staðreynd eða ekki, því að kvennabarátta virðist ævinlega ganga með hæðum og lægðum, þá frétt- um við af skipulegri athugun á þvi að utan, frá Ameríku. Þó að hollustan byrji heima og hverri okkar sé nauðsynlegt að rækta sinn garð og huga fyrst og fremst að íslenskri kvennabaráttu og aðstæðum er okkur samt mikill fengur í þvi að fylgjast með öðrum konum erlendis. Það færir hlutina í stærra samhengi, gerir mótbyr bærilegri og sannfærir okkur um það að við erum ekki einar. Tiguleg og óbuguð blökku- kona í Kenya, Wangari Maat- hai, hefur átt frumkvæði og hlúð að hreyíingu íimmtiu þúsund kvenna sem hafa gróðursett þar meira en tíu milljón tré til að binda jarðveg og eiga sprek í eldinn. Hún brosir til mín af sjónvarps- skjánum og fyllir mig trú á konur, á sjálfa mig. Nokkrum sinnum í viku rekst ég á ein- hveijar fréttir af konum í öðr- um löndum og því sem þær hafa fyrir stafni. Ekki eru allar fréttirnar góðar en alltaf langar mig að segja íslenskum konum frá því og stund- um kem ég því í fréttabréfið okkar en oftar þiýt- ur timann og örendið. Því ber mig nú brátt að er- indinu við þig Vera góð. Hvernig væri að hafa eina síðu þína með fréttum að utan? Þá gætu konur sent ritstjórninni það sem rekur á fjörur þeirra, jafnvel útbúið stutta frásögn sjálfar. Kannski yrðu síðurnar tvær ef ástæða þætti til og stundum gætu erindin orðið að greinum, kveikt hugmynd að þema o.s.frv. Það fennir svo ótrúlega fljótt í sporin okkar kvenna og við verð- um að vera duglegar að sópa úr sporum samtim- ans til að sjá hvert leið kvenna liggur, vita um verk þeirra, læra af mistökum, styrkjast af vel- gengni, fá nýjar hugmyndir, vaxa af samstöð- unni sem vaknar með okkur. Hjá mér liggja nú úrklippur um listsýningu kvenna í tilefni af 125 ára afmæli samtaka lista- kvenna í Berlín, fréttir af fyrsta málþingi og meg- instefnumálum sænska kvennalistans, val Clintons Bandaríkjaforseta á konum í embætti og hvernig þeim farnast, starfsöiyggi og aðstæð- ur austur-þýskra kvenna sem láta gera sig ófrjó- ar til að halda vinnu, frásögn af frönskum fem- inistum og erótískri bók sem ein þeirra 72 ára hefur skrifað (það er greinilega aldrei of seintlj, samþykkt fundar evrópskra stjórnmála- og á- hrifakvenna um vald og konur sem haldinn var í Grikklandi sl. haust, umfjöllun um val á hinni Evrópsku Konu Ársins 1993, blaða- og mann- réttindakonunni Zuzana Szatmaiy, en hún er forstjóri Charta 77 í Slóvakíu. Einnig viðtöl við aðrar konur sem sóttust eftir þessari útnefn- ingu, en hún er viðurkenning sem stofnað var til af níu barna móður, Angéle Verdin, sem var stjórnmála- kona og fannst vanta fyrir- myndir fyrir konur. Þessum konum er svo reyndar jafn- framt ætlað að vinna dyggi- lega að sameiningu Evrópu, (og hvað vilja svo evrópskar konur innan og utan EB þeg- ar öllu er á botninn hvolft?), ný bók króatísku blaðakon- unnar Slavenku Drakulic um stríðið á Balkanskaga, um- fjöllun um bók eftir Al- essöndru Piontelli, barnageð- lækni og sálgreinanda sem hefur greint persónubundna hegðun einstaklinga allt frá fósturstigi að fjögurra ára aldri með sónarskoðun og at- hugun á hegðun þeirra eftir fæðingu, umdeild bók sem gæti nýst þeim vel sem eru andvígir fóstureyðingum en hún segist þó afdráttarlaust siyðja rétt kvenna til að velja sjáfar, bréf frá konu í Chile sem ætlar að bjóða sig fram til þings og vantar m.a. fjárhags- legan stuðning. Ýmislegt fleira liggur og skýtur rótum hjá mér í stað þess að ferðast og fá vængi í hugskotum kvenna. Svona hlýtur þetta að vera hjá mörgum öðrum konum. Hvernig líst þér á Vera mín? □ GUÐRÚN AGNARSDÓTTIR TÍMAMÓT Spare Rib er dáið, 22 ára gamalt! Þetta kann enga þýðingu að hafa fyrir ykkur „ungu konur“ en fyrir mörgum öðrum er dauði tímaritsins vissulega “an end of an era”. Lesið greinina, ekki síst síðustu orð- in frá Robin Morgan (ritstjóra Ms) og segiði í smáklausu í Veru að Spare Rib hafi farið á hausinn. Við getum e.t.v. lært af reynslu þeirra í Englandi. Kveöjur, Malla P.s. Sendi líka búta i draumadálkinn minn „Að utan“, hlýtur að vera hægt að stytta, endursegja... Kæru Gu&rún og Malla, Bréfin ykkar vöktu miklar og fjörugar umræður, bæði á ritnefndarfundum og meðal okkar starfs- kvenna. Auðvitað þyrfti Vera að ftytja fleiri frétt- ir utan úr heimi, en bæði þiýtur stundum pláss- ið og þó ekki síður þrek okkar og tíma. En mikið væri gott ef lesendur sendu okkur úrklippur eða — sem væri enn betra— þýddu, styttu og endur- segðu áhugaverðar greinar eða fréttir sem við reyndum svo að koma að á „utan-úr-heimi“ síð- unni. Þökkum ykkur kærlega fyrir sendingarn- ar, en sumt úr þeim komst í þetta blað, annað bíður betri tima. Ritstýrur P.s. Kíkið á sendinguna frá Guðrúnu Gísladóttur á bls. 12.

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.