Vera - 01.06.1993, Blaðsíða 9

Vera - 01.06.1993, Blaðsíða 9
Wlalla var ein af stofnendum Veru og sat í ritnefnd blaðsins um margra ára skeið. Við áttum mikið og gott samstarf, meðan ég var starfskona Veru. Malla lét sig blaðið miklu skipta. Hún skrifaði greinar og viðtöl og „lay-outeraði", gekk í allt sem gera þurfti af sínum al- kunna krafti. Hún las óhemju mikið hvers kyns kvenna- fræði og var óþreytandi að miðla þvi sem hún las. Ég undraðist oft hvað hún kom miklu i verk, hvað hún íylgd- ist vel með alþjóðlegu umræðunni, og hvernig hún fann sér tima til að skrifa um allt sem hún las, til þess að við roættum öll njóta þess með henni. Við héldum áfram að vinna saman eftir að ég hætti á Veru, gerðum útvarpsþátt um Simone deBeauvoir og seinna fékk hún mig til að búa til með sér spumingar í spurningakeppni framhaldsskólanna. Þá komst ég að þvi a& hún var ekki einungis vel að sér í kvennafræðunum heldur fjölmörgum öðmm greinum, enda ótrúlega vel lesin og fróð. Á þessum tima kynntist ég henni enn bet- ur en áður. Ég fékk að reyna það hve mikill vinur hún var í raun og hve hún átti mikla hlýju i hjartanu. Þar bærð- ust lika ljóðin hennar, sem hún flíkaði ekki mikið, en áttu svo sannarlega erindi. Malla haiði skáldæðina í sér °g við hefðum örugglega átt eftir að sjá meira af ljóðun- uro hennar, heíði henni enst aldur. Ég dáðist alltaf að kraftinum í henni Möllu, hvað hún var ákveðin, úrræðagóð og baráttuglöð. Allt var hægt og urtölur hrinu ekki á henni. Enda kom hún miklu í verk °g islensk kvennahreyílng fékk að njóta þess. Ég fékk að ujóta vináttu hennar, bæði i gleði og sorg. Það er mér bæði ómetanlegt og ógleymanlegt. SONJA B. JÓNSDÓTTIR Stundum verða orð á blaði fátækleg þótt mann langi til að segja svo margt. Kannski vegna ákveðinnar uppgjafar eða af þvi að sannfæringarkraftinn vantar. Ég upplifl hvort tveggja nú þegar ekki þýðir annað en horfast í augu við það að Malla sé dáin. En Malla hefði sagt okkur að það þýddi ekkert að gefast upp, herða bara upp hugann og halda áfram. Það gerði hún alltaf. Möllu skorti ekki sannfæringu og uppgjöf kom aldrei til greina. Það endurspeglast best í skrifum hennar. í ræðum, greinum og pistlum sem innihalda vangaveltur um stjórnmál, dægurmál, fjölmiðla, bók- menntlr, gagnrýna þjóðfélagsumræðu og krefjandi kvennapólitískar vangaveltur. Enginn uppgjafartónn þar, baráttuvfljinn allsráðandi. Það segir kannski meira en mörg orð að sumt skuli jafnvel skrifað með annarri hendi, á gamlan ritvélarjálk, á bakhliðina á skýrsiueyðublöð á sjúkra- húsi. Skriíin hennar Möllu, sannfæringin henn- ar, eru mikilvægur arfur til annarra kvenna og vonandi eiga sem flestar eftir að fá notið hans sér til fróðleiks og andlegrar næringar. Þau bera þvi vitni að Malla var stolt af þvi að vera kona. Ég er stolt af því að hafa verið vinkona hennar. KRISTÍN A. ÁRNADÓTTIR Ljósmynd: Anna Fjóla •■vernig er hægt að náfgast konu sem maður ber djúpa virðingu fyrtr — en er um leið fullur af van- roáttarkennd gagnvart? Finnst henni við vera að eyðileggja Veru, betrumbæta hana eða halda í horflnu? Þvílíkar hugsanir flugu um kollinn fyrsta sumarið mitt á Veru. Malla átti oft leið hjá, kom roeð tillögur að efni, hugmyndir sem mætti vinna úr, en skipti sér annars ekki af. Það olli mér óhyggjum. Það var ekki fyrr en hún reis upp Veru til varnar á vor- Pinginu í Skálholti að það rann UPP fyrir mér ljós. Vera, sem hún hafði lagt grunn að og átti svo roikil ítök í, var henni mjög kær en hún lét ekki ást sína blinda sig. J h'n treysti arftökunum fullkom- jega fyrir þessu afkvæmi sínu, en *agði áherslu á að möguleikarnir V0eru óþrjótandi og það væri okk- ar að skifgreina þá. Ljósmynd: Svala Smátt og smátt kynntumst við betur. Þegar veikindin tóku sig upp vildi ég stytta henni stundir á spítalanum og sendi henni póst- kort. Næstu vikur spannst hin skemmtilegasta framhaldssaga þar sem við á Veru þóttumst yflr- leitt staddar í suðrænni sól með dökkhærðum kavaler en Malla þvældist meðal annars til Sviss, Spörtu (Iowa, USA), eða að Flúð- um. í Sviss var hún í svifdreka- flugi, á Flúðum henti hún öllum íslenskum nútimabókmenntum eftir karlmenn ofan í sprungu á Langjökli og í kortinu sem kom frá Spörtu stendur: / þessu heimshorni heldur Jólk ad ,Jeministi“ sé skráð vöruheiti á ryksugu og þar með ad ég sé sölu- kona. Gengur þess vegna vel að útbreiða orðið. Sting upp á því í al- vöru að Vera taki Jajnréttisráð á beinið Jyrir að skipta sér aj brjóstaauglýsingum og velti því Jyrír sér hvort allar brjóstamyndir séu ærumeiðandL Farið varlega í rúminu. Skram Ég dáðist að því hvernig her- bergið á Landakoti varð umgjörð hfandi félagsstarfs og sifelldra umræðna um málefni líðandi stundar. Samverustundirnar voru svo skemmtilegar að það var hægt að útiloka um stund þá al- vöru sem að baki bjó. Það hvað okkur þótti báðum vænt um Veru tengdi okkur. Við- horf hennar til blaðsins og til okk- ar sem deildum því með henni, kenndi mér svo margt. Orð megna ekki að lýsa þeirri þökk og þeim söknuði sem mér býr í bijóstí. RAGNHILDUR VÍGFÚSDÓTTIR 9

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.