Vera - 01.06.1993, Blaðsíða 19

Vera - 01.06.1993, Blaðsíða 19
KVENN ARÁÐSTEFN A dyrum. Andspænis áheyrend- um sátu þær í blindandi ljósi frá ljóskösturum sjónvarps- upptökumannanna, Marie Menouna Shaba, kennari frá Tanzaníu, Almaz Eshete frá rannsóknar-, þjálfunar- og upplýsingamiðstöð íyrir kon- ur í þróunarstarfi í Eþíópíu, Andree Nicola McLaughlin frá New York, Eintou Pearl Sprin- ger, skáldkona, frá Trinidad, Danisa E Baloyi frá Suður- Afríku og Glenda Simms frá Kanada. Stórar, fallegar og sterkar konur, lifsreyndar og velmenntaðar með doktors- gráður frá þekktum breskum og bandarískum skólum. Þær töluðu af mælsku og orðgnótt um þrengingar svarta kyn- stofnsins einkum kvennanna, um rán og kúgun, eyðilegg- ingu menningarverðmæta, sviptingu sjálfsforræðis og sjálfsvirðingar og herleiðingu og þeim var heitt í hamsi. Þetta var eitthvað annað en hlutlaust og varfærnislegt orðalag fræðikvennanna. Það var klappað og stappað, hleg- ið og grátið og unga blökku- konan frá Costa Rica í rauða kjólnum reis upp úr sæti sínu, klappaði og kallaði: „Thank you. Thank you. Thank you,“ þegar Eintou Pearl Springer lauk máli sínu með hyllinga- og hvatningar- kvæði til svartra íbúa Costa Rica. Þeir eru lika í herleið- ingu og hafa ekki verið alls- kostar velkomnir í hinu drottnandi hvíta spænsku- mælandi samfélagi Costa Rica. Skilaboðin frá konun- um á pallinum voru skýr: Við erum á leið úr herleiðingunni. Við erum að átta okkur á því hvaðan við komum, á arfleifð okkar, styrk okkar. Það er að verða ljóst hveijar við erum. Við vitum hvert við viljum fara. Og ég er viss um að þær muni sjáifar finna ieiðina. Það er ekki þróunarhjálp Vesturlandakvenna með sinn innbyggða menningarhroka sem finnur fyrir þær leiðina. TIL EFTIRBREYTNI EN ... Salurinn sem okkur bleikum Norðurlandakonum var skammtaður var ágætur og túlkurinn snjali en við urðum heldur en ekki undir í sam- keppninni við blökkukonurn- ar sem voru samtímis að fjalla um lífsskiiyrði blökkukvenna í þróunarlöndum. Örfáar kon- ur mættu til að hlýða á frá- sagnir okkar af sterkri stöðu kvennarannsókna og kvenna yfirleitt á Norðurlöndum, frá öllum þeim merkilegu rann- sóknum sem hafa séð dagsins ljós á undanförnum 20 árum, frá Nóru, norræna kvenna- rannsóknatímaritinu á ensku sem var þá í burðarliðnum og frá norræna samstarfsmódel- inu. Eftir ágætt yfirlit norska fulltrúans sem haíði frá glæsi- legasta árangrinum að segja reis kona í salnum úr sæti sínu og sagðist vera frá Norð- ur-írlandi. Hún hefði heyrt það og lesið að í fýrirmyndar- ríkjunum á Norðuriöndum tíðkaðist ekki síður en annars staðar ofbeldi gegn konum. Þar væri þörf á kvennaat- hvörfum í öllum borgum og konur væru þar ekki óhuitar fyrir nauðgunum fremur en annars staðar. Er það satt? Og hvernig stendur á því? Það sljákkaði í okkur. Ein- hver nefndi áfengi. Konan frá Norður-írlandi lét sér fátt um finnast. Það varð heldur dap- urleg þögn. Enn er þörf á að LEiTA - TAKA ÞÁTT - BREYTA - LEITA. Svo er lokahátíð með glaumi og gleði, nýjar vinkonur og gamlar kveðja. Sumar hafa sótt allar ráðstefnurnar - Haifa - Groningen - Dublin - New York - San José. Sjáumst aftur eftir þijú ár í Canberra í Ástralíu. Ég flýg heim úr sólskininu í snjóinn og slabbið með þrenna nýja skó í farteskinu, belti handa karlpeningnum í fjölskyldunni, skartgripi úr tré handa kvenfólkinu og lit- rík tréleikföng handa börnun- um. Leður og trévörur eru vandaðar og ódýrar í Costa Rica stendur í ferðahandbók- inni um Mið-Ameríku sem ég fékk hjá Steinari í Bergstaða- strætinu. □ Guðrún Ólafsdóttir er dósent í landafrœði við H.í, og situr í stjórn Rannsóknarstofu í kvennafrceð- um. SIEMENS Kæli - og frvstitœki í miklu úrvaliU Lítið inn til okkar og skoðið vönduð vestur-þýsk heimilistœki! Hjá SIEMENS eru gœði, ending og fallegt útlit ávallt sett á oddinn! SMITH&NORLAND NÓATÚNI 4 . SÍMI 628340 Endubvinnsiam hf Teiknlng Sigurborg Stefánsdóttir Ljósmynd úr ársskýrslu UNIFEM 1990. 19

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.