Vera - 01.06.1993, Blaðsíða 23

Vera - 01.06.1993, Blaðsíða 23
MENNING SKOÐANIR ÞÓRHILDAR ÞORLEIFSDÓTTUR Á ÍSLENSKRI MENNINGARSTEFNU Hverjir eiga að stjórna menn- ingunni? Á stefnumótun í menningarmólum að vera í höndum embœttis- og stjórn- mólamanna eða listamann- anna sjólfra? Einn hrollkaldan vordag — einmitt um það leyti sem nýyrðin „einkavinavœð- ing" og „Lundarhylshanda- band" voru að skjóta rótum í tungunni — efndi Samband ís- lenskra myndlistarmanna til mólþings um stjórnkerfi menn- ingarinnar. Einn frummœl- anda var Þórhildur Þorleifs- dóttir, leikstjóri og varaþing- kona Kvennalistans. Því standa listamenn svona fjarri ókvarðanatökunni, spurði Þór- hildur og tók svo til við að skýra valdaleysi listamannastéttar- innar. Þar sem menningarmól eru kvennamól fýsti Veru að frœðast nónar um viðhorf Þór- hildar til íslenskrar menningar- stefnu. STEINSTEYPUÁRÁTTA „Ef til er íslensk menningar- stefna er hún fyrst og fremst glerkassamenningarstefna, sem gengur út á að menning sé eitthvað sem til er og eigi að varðveita,” segir Þórhildur. „Það er lítill skilningur á þvi að menning er síbreytilegt ferli og á nauðsyn þess að leyfa hundrað blómum að spretta, svo að ég vitni í Maó. Menningarpólitíkin fjallar að- allega um varðveislu, en minna um uppbyggingu, meðal annars vegna þess að hér á landi skortir okkur heimspekilega umræðu um manninn og tilveru hans. Það er erfitt að kíppa íslenskri pólitík upp úr því fari að hún fjalli um annað en efnahag. Okkur skortir hugmynda- fræðilega umræðu og vanga- veltur um hvernig byggja skal upp samféiagið. Hér ríkir steinsteypuárátta, sem lýsir sér meðal annars í því að við byggjum hús utan um menn- inguna. Það er auðvitað góðra gjalda vert, en nægir ekki tii að halda henni lifandi. Við byggðum okkur Þjóðleikhús og vorum þar með búin að af- greiða leiklistina. Korpúlfs- staðamálið er dæmi um þetta. Maður hlýtur að spyija sig hvað hafi valdið þeirri ákvörð- un að koma upp listamiðstöð á Korpúlfsstöðum. Var það af einhverri innri þörf eða var það pólitísk ákvörðun? Ég held að það hafi verið pólitisk ákvörðun. Þarna er verið að gera einn mann að stofnun. Við búum við pólitiskt ofriki, byggingar- og stofnanaáráttu og flokkslegt hagsmunapot. Það er furðulegt að það skuli sitja stjórnmálamenn í öllum menn- ingarráðum og nefndum og menningin skuli alltaf eiga að vera á þessum opinberu forsend- um. Eina virka menningarstefnan væri sú að stjórnmálamenn útdeildu peningum, en létu aðra um að veija þeim. Pólitikusar skipta sér aflt of mikið af þvi í hvað þessir peningar fara, á þeirri forsendu að Qárveitingavaldið verði að axla ábyrgð. Þarna endurspeglast líka sú lífsseiga hugmynd að listamenn hafi ekkert peningavit og muni bara rífast um hvernig peningunum skuli varið. Eins og slíkt hafl aldrei hent stjórnmála- menn!” ORD UM FJÖLBREYTNI OG GRASRÓT Fyrir nokkrum árum var skipuð nefnd sem lagði fram drög að nýjum Þjóðleikhúslögum. Þar var meðal annars gert ráð fýrir að í stað pólitískt kjörins Þjóðfeikhússráðs yrði ráð kjörið af fag- fólki í hinum ýmsu greinum leikhúslista. „Þá var rekið upp ramakvein á Alþingi og frumvarpið dagaði uppi,” segir Þórhildur. „Því hvernig ættu listamenn að geta rekið leikhús? Það er einkennilegt hvað fagkunnátta er lítils metin á menningarsviðinu. Það er svo mikil for- sjárhyggja, svo mikilvægt að allt sé á réttu róli og einkennilegt hvað menn í öllum flokkum eru sammála um það. Ég get hvergi séð neina virka menningarstefnu, nema þá stefnu að varðveita það sem var og ráða þvi sem er.”

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.