Vera - 01.06.1993, Qupperneq 27

Vera - 01.06.1993, Qupperneq 27
Þ I N <5 M Á L stjórnina harðlega fyrir stefnuleysi. Kristin Ástgeirs- dóttir haíði m.a. frumkvæði að umræðum utan dagskrár um atvinnuleysið og aðgerðir (aðgerðaleysi) ríkisstjórnar- innar í þeim efnum, og Anna Ólafsdóttir Björnsson opnaði tvívegis umræður utan dag- skrár um ástandið á Suður- nesjum, þar sem atvinnu- ástand hefur verið sérlega bágborið, einkum meðal kvenna. Atvinnustefnu rikis- stjórnarinnar er kannski frekast að finna í áformum hennar um einkavæðingu, og þau áform birtast einna helst í því að segja upp ræstinga- konum hjá rikisstofnunum og bjóða út verk þeirra. Ingibjörg Sólrún gerði þessi mál að um- talsefni utan dagskrár, enda augljóslega vegið að hag þeirra ijölmörgu kvenna, sem unnið hafa að ræstingum og hafa engin samtök né bol- magn til þess að bjóða í stór verk af þessu tagi. Viðbrögð karlveldisins rötuðu inn i leið- ara Morgunblaðsins, sem furðaði sig á neikvæðni af þessu tagi. Nýjustu fréttir af þessum vettvangi eru, að nú skuli boðin út ræsting í ráðu- neytunum og nýr rekstrar- stjóri Landakotsspítala, sjálf- ur á tvöföldu stjórakaupi, hef- ur sagt upp fjölda ræstinga- kvenna þar, enda hafi spítal- inn greinilega verið „ofræst- ur“! Konur þurfa varla frekar vitnanna við, hefðbundin kvennastörf hafa verið vegin og léttvæg fundin. Sjúkraliðar og hjúkrunar- fræðingar glímdu einnig við stjórnvöld í vetur og Kristín Ástgeirs tók deilu sjúkraliða upp utan dagskrár á Alþingi, þegar svo virtist sem ekki ætti einu sinni að virða þá við- ræðu. Ingibjörg Sólrún hafði frumkvæði að umræðum utan dagskrár um áhrif af stefnu ríkisstjórnarinnar á Háskóla íslands, en það fer ekkert á milli mála, að verulega hefur þrengt að möguleikum kvenna til háskólanáms með nýjum reglum um námslán. Kristín Einars opnaði umræð- ur utan dagskrár um málefni Menningarsjóðs, sem mennta- málaráðherra virtist líta á sem einkamál sitt og sinna fulltrúa í stjórn sjóðsins. Jóna Val- gerður ræddi utan dagskrár ó- eðlileg afskipti heilbrigðisráð- Efnahags- og atvinnumál bar óhjákvæmilega oft á góma, en reyndar fyrst og fremst aó frumkvæói stjórnarandstöóunnar sem gagnrýndi rikisstjórnina harðlega fyrir stefnuleysi. )ES CON EL SE ill-SUBWlARINO iXCURSION A LA ISLA DDOINCLUIDO Pt< herra af afgreiðslu tilboða vegna byggingarframkvæmda við sjúkrahúsið á ísafirði, og var þar ekki um að ræða eina dæmið um spillingu í stjórn- kerflnu, sem landsmenn hafa orðið vitni að á síðustu mán- uðum. Þá opnaði Kristín Ást- geirs umræður utan dagskrár um gæslu þjóðminja, og var tilefnið fyrst og fremst báta- bruninn mikli í Kópavogi. KVENNA- OG MENNINGARPÓLITÍK Það var sem sagt einkum kvennapólitík og menning- arpólitik, sem varð þingkon- um Kvennalistans tilefni til umræðna utan dagskrár, en þau efni fengu annars lítið rúm á dagskrá nýliðins þings. Þau voru hins vegar eins og jafnan áður allsráðandi í þing- málum Kvennalistans, sem verða nú tíunduð hér í þeirri tímaröð, sem þau voru lögð fyrir Alþingi. Áður skal þess þó getið til fróðleiks, að ríkis- stjórnin bar fram 154 laga- frumvörp á þessu þingi, og urðu 97 þeirra að lögum. Þingmannafrumvörp voru 62 talsins, þremur var visað til ríkisstjórnarinnar í trausti þess að hún gerði eitthvað í málunum, en 10 urðu að lög- um. Þá lagði ríkisstjórnin fram 19 tillögur til þingsálykt- unar, og lagði þingið blessun sína yflr 17 þeirra. Þing- mannatillögur fengu ekki jafn góða fyrirgreiðslu, þar sem að- 27

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.