Vera - 01.06.1993, Blaðsíða 13

Vera - 01.06.1993, Blaðsíða 13
JAPANSKA EFNAHAGSU NDRIÐ HELMINGUR ÞESS ER KONUR KRISTÍN ÍSLEIFSDÓTTIR Japanska efnahagsundrið, aðdragandi þess og framtíð, er vinsælt viðfangsefni félags- fræðinga, viðskiptafræðinga og hagfræðinga um allan heim. Á síðustu misserum hafa bandariskir og evrópskir blaðamenn keppst við að lýsa því í skrifum sínum að nú sjái íyrir endann á efnahagsundr- inu. Peir skoða japanskt þjóð- félag frá ýmsum sjónarhorn- um. Sjónarhorn bandarískrar blaðakonu Jane Condon, sem gefið hefur út bókina „Hálfu skrefi aftar“ er at- hyglisvert fyrir okkur sem lesum Veru. Hún lýs- ir meðal annars stöðu japanskra kvenna í dag. Ég hef skrif hennar mér til hliðsjónar hér á eftír. HELSTA AUÐÐLINDIN ER FÓLKIÐ SJÁLFT Japan er land án mikilla auðlinda. Það hefur einkennt japanska menningu að gera mikið úr litíu og njóta þess smáa. Að þeirra mati er mesta auðlind hvers lands fólldð sjálft, orka þess og vit. Það mikilverðasta í fari hvers manns er sam- viskusemi, vinnusemi og ábyrgðartilfinning. Foreldrar reyna að innræta börnum sínum þetta, en það er móðirin sem ber ábyrgð á því að fylgja þessu eftir. HLUTVERKASKIPTING Hlutverk giftrar konu er að stjórna heimiiinu og axla á- byrgð á fjármálum og á menntun barna. Venjulegur launamaður færir konu sinni lokað launaumslagið, hún af- hendir honum vasapeninga og ákveður síðan hve stór hlutí launanna fer í trygginga- greiðslur, menntun barna, af- borganir og annað slíkt. Hjón- in ræða þessi mál, en konan leitar upplýsinga um hvernig skynsamlegast sé að ráðstafa laununum svo tryggja megi sem besta afkomu. Tölur sýna 13

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.