Vera - 01.06.1993, Blaðsíða 6

Vera - 01.06.1993, Blaðsíða 6
LESENDABRÉF AÐ MENNTA FORELDRA Eg var afar ánægð með síð- ustu Veru þar sem fjaílað var um afturkippinn í jafnréttis- málum. Enn á ný er runninn upp tími kveníyrirlitningar sem kristallast m.a. í ljósku- bröndurum og það sem miður fer í fjölskyldulífi er konum of oft kennt um. Ég ákvað að setja niður nokkrar hugleið- ingar mínar, þó örugglega hafi áður heyrst slíkt hljóð úr horni. Þegar dagblöðunum er flett og fréttir skoðaðar utan úr heimi og héðan að heiman finnst mér að allar fréttir séu ógn og skelfing gagnvart kon- um og börnum! Hvernig stendur á þessu? Nýjustu fréttir eru skipulagðar nauðg- anir á konum í fýrrverandi Júgóslavíu og kynferðislegt of- beldi innan hersins í Ameríku. Kvenfýrirlitningin er enn við lýði þrátt fýrir áratuga baráttu kvenna til betra lífs barna, kvenna og karla. Það sem að- allega kemur fram í fréttunum eru afrek karla og þeirra sjón- armið, hroki þeirra, valdabar- átta og valdníðsla, sbr. einka- vinavæðingin. Kvenmenn verða fréttamatur ef þær fara stefnufast eftir leikreglum karlasamfélagsins, sem dæmi nefni ég andstæðurnar: konur í karla stjórnmálaflokkunum og konur sem beiniínis eru hafðar til sýnis þ.e. fegurðar- drottningarnar. Konur vinna oftast störf sín í kyrrþey við að sinna börnum, sjúkum og gamalmennum, eru einkum að reyna að betrumbæta heiminn, en hefur það haft einhver afgerandi áhrif til betra lífs? Hvernig líta ungar stúlkur til framtíðar þegar þær fá þau einu skilaboð að þeim sé fýrir bestu að koma vel fýrir, vera til hæfis og fallegar til að karl- mönnum líki við þær? Hvað eiga kennarar að segja og gera þegar ofbeldi er beitt í skólan- um, hvort sem er í frímínútum þegar strákarnir hafa ákveðið að viss svæði eru tekin frá fýr- ir þá sérstaklega svo þeir geti stundað sína karlmannlegu leiki eða í kennslustundum þegar stelpunum er hótað lim- lestingum ef þær neita t.d. að þrífa eftir þá eða standa á sínu að einhveiju öðru leyti? ^Aarkvisst uppeldi barna ætti að sjálfsögðu að vera aðaluppistaðan að jafnrétti en áherslurnar eru misjafnar og stangast örugglega á í mörgum atriðum t.d. á heimili annarsvegar og skóla/dag- vistarstofnun hinsvegar. Ágreiningur um upp- eldiskenningar er ekki eingöngu meðal uppeldis- menntaðra aðila heldur einnig á milli móður og föður, foreldra og ömmu og afa o.s.frv. Börnin geta fengið mismunandi skilaboð eftir því hvar þau eru stödd hveiju sinni, sem geta ruglað þau verulega. Börn þurfa ákveðinn ramma tii að fara eftir, við það verða þau öruggari og líður betur á allan hátt. Ef áðurnefndur rammi er ekki til staðar vaða uppi agavandamál. En hvernig er hægt að ala börnin upp í jafn- réttishugsjóninni? Hvernig fáum við stúlkurnar t.d. til að vera afgerandi og standa á rétti sínum og drengina til að rækta betur hlýjar og góðar til- finningar en ekki sífellt að vera í ógnvalds/- vaidahiutverkinu sem mörgum líður illa í en verða þvi miður að leika með til að verða ekki út- undan. Það versta er að vera kallaður stelpu- strákur! Þegar rauðsokkur komu fýrst fram töldu þær að ekki væri svo mikill munur á kynj- unum og strákum voru t.d. fengnar dúkkur til leiks. En síðan breyttust áherslurnar, kynja- munur var viðurkenndur og mæður hræddust að strákarnir þeirra yrðu hommar ef þeir léku sér með brúður. Talað hefur verið um að drengir eigi erfitt upp- dráttar í uppvextfnum, margir eru aldir upp af einstæðum mæðrum, á barnaheimilinu eru kvenfóstrur og kennarar í skólum eru flestir kvenkyns vegna iáglaunastefnu þeirrar sem ríkir þegar um kvennastéttir er að ræða. Drengina vantar því karlkynsfýrirmynd mestalla æsku sína. Hana geta þeir fundið tímabundið ef þeir stunda íþróttir en þá er ekki um venjubundin störf að ræða heldur er keppnisandinn m.a. ræktaður. Er það æskileg leið? Eða hafa þeir gott af að fá útrás fýrir ýmsar ef til vill neikvæðar hvatir? Hvernig var fýrirkomulagið áður fýrr þegar karlarnir unnu fram á kvöld og sáu börnin sín rétt í svip fýrir svefninn? Um helgar voru einu tækifærin til að sinna börnunum að því marki sem mennirnir töldu það í sínum verkahring. Því miður voru þeir of oft regluboðarnir og refsi- vendirnir og það lærðu strákarnir, og kunna enn. Margir telja það neikvætt að setja börn á barnaheimili, áróðurinn hefur verið sá að konur séu best til þess fallnar að annast börn og bú. Undantekningin er þegar mennirnir hafa enn mikilvægari störfum að sinna en sínum venju- legu þ.e. að fara í stríð að drepa mann og annan. Þá eru konurnar drifnar út á vinnumarkaðinn, það hafa tvær heimssfyijaldir sýnt ljóslega, en tískan og margskonar annar áróður hefur kom- ið konunum inn á heimilin aftur. ^Aargar útivinnandi konur reyna eftir megni að búa börnum sínum góð uppeldisskilyrði og keppast við að sameina gamla og nýja timann með því að gera einnig það sem mömmur þeirra gerðu fýrír þær. Þær baka, sauma og matreiða flóknari rétti en áður þekktust en nú eru til fuii- komnari heimilistæki. Áður þurftu mæður að veija mestum tíma sínum í „hús-mæðuna“ og voru því ekki í meðvituðu uppeldis- starfi eins og fóstrurnar. Nýj- ustu rannsóknir sýna að börnum frá dagvistarstofnun- um gengur betur í skólum en þeim sem ekki fara á dag- heimili, það segir einhveija sögu. Hvað er til ráða tii að jafn- réttisviðhorfin smjúgi inn í börnin? Margir myndu svara þvi til að það sé ekki nauðsyn- legt, eðlið bijótist alltaf fram! Samanber: „Hún er svo mikil kona í sér“, þegar iitla stúlkan mátar föt eða „Hann er svodd- an strákur" þegar drengurinn kemur grútskítugur heim með byssuna sína. Þegar gaum- gæft er kennsluefni grunn- skólanna ber mjög á því að börnin, sem verða flest for- eldrar þegar fram líða stundir, fá litla sem enga kennslu í uppeldis- eða sálarfræðum (viðleitni í þessa átt er Lions- Quest ef það er kennt á réttan hátt). Það er mjög áberandi að enn er kvenfólkið í miklum meiri- hluta í foreldrastarfi skól- anna, í foreldraviðtölum og öðru sem viðkemur börnun- um. Hvernig er mögulegt að gera feður ábyrgari gagnvart börnum sínum þannig að þeir um leið verði betri fýrirmynd- ir? Nú er boðið upp á nám- skeið fýrir verðandi foreldra til að undirbúa fæðinguna o.fl. Einn kostur er að hafa nám- skeið í uppeidisfræðum sam- hliða því, meðan fagið er ekki grein í efstu bekkjum grunn- skólans. En myndi það duga til? Finnst mönnum þetta ekki óþarfa tímasóun, þeir geti vel notað þá reynslu sem þeir þekkja frá sínum upp- vexti? Því ekki að gera það að skyidu að foreldrar fræðist á þessu sviði eins og öðru sem þau taka sér fýrir hendur á iífsleiðinni? Það þarf að mennta sig til flestra starfa í þjóðfélaginu, ýmist í langan tíma eða á stuttum námskeiðum. Ég tel það nauðsynlegt að mennta foreldra í ábyrgðarmesta starfi þeirra og láta síðan skólana um að kenna þeim að lesa, skrifa og reikna og tjá sig á skapandi hátt með því að mála, sjmgja, skálda og leika! HRAFNHIUDUR GUNNLAUGSDÓTT1R 6

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.