Vera - 01.06.1993, Blaðsíða 8

Vera - 01.06.1993, Blaðsíða 8
MAGDALENA SCHRAM 11. ágúst 1948-9. júní 1993 KVEÐJA Magdalena Schram helgaði kvennahreyfing- unni drjúgan hluta starfsœvi sinnar. Hún var einn af stofnendum Veru og var viðloðandi blaðið alla tíð. Hún var varaborgarfulltrúi Kvennaframboðsins í Reykjavík 1982-86 og sat í útvarpsráði fyrir Kvennalistann frá 1987 fil dauðadags. Magdalena var ritstjóri 19. júní, sem þá var ársrit Kvenréttindafélags íslands, árið 1990 og var í ritnefnd þess blaðs í nokkur ár. Hún gegndi trúnaðarstörfum fyrir KRFÍ, Jafnréttisráð, Kvennaframboð og Kvenna- lista. Magdalena, eða Ms eins og stendur oftast undir greinum hennar, skrifaði fjölda greina í Veru og tók mörg viðtöl um ýmislegt sem kem- ur konum við: Bókmenntir og listir, skipulag, al- menningssamgöngur, umferð, íþróttir, ást, móðurhlutverk, auglýsingar, fjármál, fjölmiðla, ofbeldi, klám, fóstureyðingar, elli, œxlunar- tcekni og kvenfrelsisbaráttu — svo fátt eitt sé nefnt. Til Möllu Ef ég værl skáld myndl ég núna yrkja. En mér var ekkl gefln skáldagáfa svo hversdagsleg og útjöskuð orð verða að duga. Malla var kona orðsins og fáum var jafn lag- ið og henni að klæða orð í nýjan búning þannig að þau fengu nýja merkingu. Hún sneri svolít- ið upp á sjónarhornið, lék sér með orðin, reif þau úr hefðbundnu samhengi, raðaði upp á nýtt og allt fékk annan blæ. Orðræðan gekk í endurnýjun lifdaga. Þessa íþrótt hafði hún á valdi sínu eins og ótal greinar í VERU bera vott um. En þetta var ekki bara leikur að orðum þvi að baki bjó fijó og síkvik hugsun sem fann sér afltaf tíma til að skapa. Orð hennar verða ekki fleiri en hún eftirlét okkur ríkulegan sjóð bæði orða og minninga sem við getum gengið í um ókomin ár. Við okk- ur blasir sú harða staðreynd dauðans, sem Hannes Pétursson setti í orð, að við sem eftir lifum erum dáin henni miklu fremur en hún okkur. Við þessi þáttaskil raðast upp myndir af at- burðum, augnablikum og svipbrigðum sem eru án röklegs samhengis en komnar saman í eitt eru Malla í mínum augum: Malla á Hótel Vík að skrapa og mála veturinn 1981-'82, Malla með Herði á sama stað fallegt sumarkvöld í júní 1982 sólbrún og hlægjandi, Malla að kynna hugmyndir að útgáfu nýs tímarits sem skyldi heita VERA, Mafla á örlagaríkum fundi í Kvennaframboðinu um framboðsmál til Alþing- is, Mafla ögrandi á landsfundi með hugmyndir um að hætta að bjóða fram, Malla allt í öllu í kosningaundirbúningi, Malla í daufu lampa- skini á afmælishátíðinni á Hótel Borg, Malla með óvenju stífan stút á munninum og frá- vísandi augnaráð sem bar vott um að henni væri misboðið, Malla snögg upp á lagið þegar henni leiddist þóflð, Malla leitandi og hálft í hvoru smjattandi á orðunum þegar hún vildi velja þau vandlega, Malla svífandi í svörtum siffonkjól og gullbiydduðum skóm, Malla hrók- ur alls fagnaðar, Malla masandi í svefnpoka á landsfundi, Malla á Reynimelnum, í Sörlaskjól- inu og á Grenimelnum, Malla að hjálpa steip- unum sínum við heimalærdóminn, Malla við eldhúsborðið mitt, Malla svo falleg með sitt rauðbrúna hár, Malla í öllum sínum fjölbreyti- leika, Malla sem átti svo stóran hlut i öllum sem henni kynntust. Nú er ekki annað eftir en að kveðja þessa vin- konu og þakka henni fyrir aflt sem hún vann íslenskum konum og kvennahreyflngu og allt sem hún var mér og gaf mér í þau tólf ár sem vinátta okkar varði. INGIBJÖRG SÓLRÚN

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.