Vera - 01.08.1993, Qupperneq 47

Vera - 01.08.1993, Qupperneq 47
ATHAFNAKONUR Móanóra Þær Svanhildur Óskarsdóttir og Steinunn Ásta Roff (Addý) eiga og reka verslunina Móunóru, sem er við hliðina á versluninni Bakatil. Móanóra er átta mánuðum eldri en Bakatil, hún var stofnuð í byrjun mars 1992, en Bakatil í lok október sama ár. Eins og mæðgurnar í Bakatil, fóru þær hægt í sakirnar og eru þvi ekki með skuldaklafa á bakinu. Áður en þær hófu verslunarreksturinn höfðu þær selt vörur í Kolaport- inu og í Jólaskeifunni 91. „Þá vorum við með íýrst og fremst með afríska gjafavöru, leðurvörur og svo auðvitað Kenyatöskurn- ar.” Tókuð þið lán þegar þið voruð að bgrja? Svanhildur og Addý: Já, við tók- um 200 þúsund króna víxil til þess að geta leyst vörur út úr toll- inum. Það var ekki auðvelt að fá það lán, það er erfltt að tala við þessa kalla í bönkunum. Við vor- um spurðar hvort við værum gift- ar! Samt vorum við báðar búnar að eiga heilmikil viðskipti við þá. Auðvitað á ekki að lána fólki um- yrðalaust, en allir eiga að sitja við sama borð. Hjúskaparstaða eða staða maka á ekki skipta máli. Ég held að það séu miklu færri kon- ur en karlar í vanskilum. Annars höfum við ekkert nema gott um starfsfólk bankans að segja. Það er mjög liðlegt og vinsamlegt. Ein starfskona bankans sagði vlð okkur að ef við héldum áfram að passa svona vel upp á fjármálin mundi okkur örugglega farnast vel. Við reiknum okkur ekki há laun og skuldum lítið. Stíliinn á vörunum hjá okkur er þannig að það er auðvelt að breyta til. Við förum í innkaupaferðir tvisvar til þrisvar á ári og næst þegar við förum ætlum við að breyta algjör- lega um stíl. Hvaðan koma vörurnar sem þið eruð með? Svanhildur og Addý: Við erum með föt, buddur o. fl. frá fnd- landi, töskur frá Kenýa, vegg- teppi frá Kólumbíu og ýmsar vör- ur frá Bandaríkjunum, Bret- landi, Frakkiandi og fndónesíu. Svo erum við líka með vörur sem búnar eru til hér á landi, t.d. töskur og skartgripi sem Laura Valentino býr til. Hún er mjög sniðug. í þessum bransa verður maður alltaf að vera að breytast, alltaf að flnna eitthvað nýtt. Við kaupum yflrleitt bara það sem okkur finnst fallegt. Nú er að koma hlýrri stíll og hippalegri. Svanhiidur og Addý eiga báðar eitt barn og segja að svona rekst- ur fari ágætlega saman við móð- urhlutverkið. Svanhildur og Addý: Það er náttúrlega betra að vera tvær með þetta, þá getum við hlaupið í skarðið hvor fýrir aðra ef með þarf vegna barnanna. Svo er auð- vitað miklu skemmtilegra að vera tvær um þetta, tveir fá fleiri hug- myndir en einn og það er gott að geta rætt hlutina. Hvers konarfólk verslar við ykk- ur? Addý: Það eru iýrst og fremst konur. En við höfum líka sitthvað fyrir karlmenn t.d. ábreiður, sáp- ur og fleira. Svanhildur: Ég hef verið að hugsa um hvað ofboðslega rnikið af peningum fer í gegnum hend- urnar á konum. Þær kaupa mat- inn, gjafirnar, bæði íýrir sína ljöl- skyldu og eiginmannsins, og föt á alla fjölskylduna. í 99% tilfella ráðstafa konur peningunum. Meiriháttar ákvarðanir taka hjón kannski í sameiningu, en það eru svo miklir peningar sem fara í þessa daglegu eyðslu. Það er ekkert skrítið að konur séu síður í vanskilum en karlar ef þær taka almennt jafn ábyrga af- stöðu til fjármála og athafnakon- urnar í Móunóru og Bakatil. Þær eiga það sameiginlegt að hafa far- ið hægt af stað, ekki flanað að neinu, heldur byggt upp rekstur- inn hægt en örugglega. Innrétt- ingarnar í búðunum eru tákn- rænar fýrir nýtnina og hagsýn- ina. Ekki var verið að eyða stórfé í húsgögn og hönnun, heldur fengin gömul húsgögn héðan og þaðan, notast við það sem til var og síðan breytt og bætt eftir efn- um og ástæðum. Það er svo ekki verra hve vel antíkstíllinn fellur að vörunum. Rekstur þessara verslana er eins og skólabókardæmi um það hvernig hin margumrædda hag- sýna húsmóðir fer að þvi að reka fýrirtæki. Kannski kominn sé tími til þess að hleypa konum og þeirra raunsæu aðferðum að á fleiri og stærri sviðum rekstrar? Vlðtal: Inglbjörg Stefánsdóttlr 47 Ljósmynd: Kristín Bogadóttir

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.